Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 25

Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 25
Ræða 87 Anton Blanck hefur sýnt fram á, fyrstu forboSar komandi norrænnar endurreisnaraldar í sænskum bókmenntum. Sam- hengiS er greinilegt með þessum forboöum og upphafi þessarar akademiu, hinnar þjóölegu stofnunar Gústafs III. ÁriÖ 1786, á grundvöllunarári akademíunnar, kvað Clewberg »ÓÖu til sænsku þjóðarinnar« meS norrænni eöa eins og þá var kallað »gauzkri« stefnuskrá, árið eftir orti Oxenstierna kvæði sitt Uppskeru- mennina (Skördarne) um í gauzkum anda, og áöur, 13. dag maímánaðar 1786, haföi Gudmund Jöran Adlerbeth viÖ fyrsta opinbera fund akademíunnar eftir vígsluhátíö hennar sagt fram þýöing sína á Hákonarmálum Eyvindar skáldaspillis. Pannig skapaÖist þegar á fyrstu árum akademíunnar mikilvæg erfða- venja, sem síöan hefur verið haldiö viÖ, aÖ vísu i öðrum myndum. I5á er Axeli Ákerblom voru veitt hin meiri verðlaun 1922 fyrir EdduþýSing hans á sænsku, vottaði forstjóri þess árs Verner von Heidenstam honum viÖurkenning akademiunnar og komst m. a. svo aö orði, að þýðandinn heföi aö skoöun akademíunnar unniö »bókmenntalegt afrek sem vel gæti jafnazt á viÖ marga sjálfstæöa skáldskapariðju«, meö því að hann heföi gert »hið lotningarverða skáldverk þar sem norrænn andi birtist skýrast og dýpst, ungt í annað sinn og sett þaö nýtt og lifandi í tíma vora miðja«. Adlerbeth hugÖi Hákonarmál sprottin upp úr skáldskapar- íþrótt vorra »gauzku forfeðra«. Geijer og gautar *) efuðust eigi um aö Eddur og fornsögur væri eign allra NorÖurlandaþjóSa. Vísindi síöari tíma lita aÖ sönnu í mörgum greinum ööruvísi á þessar spurningar. En í rauninni haföi Geijer rétt fyrir sér. Svo sannarlega sem öll NorSurlönd mæltu foröum á eina tungu og voru eitt samfellt menningarsvið, svo eru og hinar sígildu islenzku bókmenntir sameiginlegur minningasjóöur allra nor- rænna þjóöa. Fornmáliö hélzt lengi óbreytt á Islandi og gerir þaS aö nokkuru leyti enn i dag. Á sama hátt og tungan, varö- veittist einnig fornmenningin, sökum afskekktrar legu landsins og sjálfráðs og óháös lundarfars fólksins. I3ar geymdist hún ósnortin — ekki af kristnum siS, heldur — af mörgum ytri reglum og formum kaþólskrar kirkju, sem í öörum Evrópu- löndum stuÖluðu til aö slétta og brjóta niður arftekin lífssniö; *) Gautar nefndist á öndverðri 19. öld hópur ungra sænskra mennta- manna sem stefndu að endurnýjun fornnorræns anda í sænsku þjóðlifi og bókmenntum (þýð.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.