Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 42

Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 42
104 Hermann Einarsson háð ljósstyrknum. Ljósfælin djúpsævisdýr geta þannig t. d. lifað nær yfirborði á norðurvegum heldur en sunnar þar sem sjór er gagnsærri og sólarhæð meiri. Litir litrófsins eru líka mismunandi að því leyti hve langt þeir ná niður. Hinir rauðu og gulu hverfa fyrst, nokkru neðar hinir blágrænu og bláu og seinast hinir fjólubláu. Rannsóknir hafa sýnt að i Sargassohafi svertist ljós- myndaplata í 1000 metra dýpi og að nægilegt ljós muni vera í 430 metra dýpi til að djúsævisfiskar geti greint sundur hluti. Annað er hinn afskaplegi þrýstingur á miklu dýpi. Hann vex eins og kunnugt er um 100 loftþyngdir við hverja 1000 metra. Kæmist mannleg vera niður á 3 til 4 jjúsund metra dýpi yrði hún að þola, — að sögn Wyvillc Thompsons sem hryggur- inn milli Færeyja og Skotlands er kenndur við, — alhliða þrýsting er að þunga svaraði til »20 eimreiða, sem hver hefði heila röð vöruvagna í cftirdragi og allir væru hlaðnir brautar- teinum«. Petta kemur þó engu kvikindi að sök, sem þarna lifir, því allar sellur þeirra eru í jafnvægi við hið ytra umhverfi. Miklu furöulegra er að þau springa ekki í tætlur, þegar þau eru dregin úr djúpinu. En mikill hluti sjávardýranna er vatn, og það er eins og kunnugt er mjög lítið samþrýstilegt. Með breytingu á samsetningu blóðsins geta dýrin líka aðlagazt hinum ytri þrýstingi. Djúpsævisfiskar hafa heldur engan sundmaga, enda myndi hann vera þeim til mikilla óþæginda, þar eð hið innilokaða loft myndi þenjast mjög út við minnkun þrýstingsins og verða fiskinum að bana ef hann bærist of fljótlega úr því umhverfi sem honum er eiginlegt. Er þetta ekki óalgengt um karfann, sem lifir dýpra en flestir aðrir nytjafiskar vorir, þó að ekki sé hann djúpsævisfiskur í venjulegum skilningi orðsins. Mörg dýr sjávardjúpsins höfum vér aðeins náð í vegna þess að þau hafa flækzt upp úr heimkynnum sinum. Petta gerist sérstaklega þar sem djúpstraumur leggst að landi og leitar upp á grunnin, eða þar sem snöggra hitabreytinga gætir, sérstaklega á mótum heitra og kaldra strauma. Með djúpstraumnum geta hin óknárri dýr borizt, eða þau tapa lífsfjörinu við hin skjótu hitabrigði, svo að þeim skolar upp á grunn eða fjöru. Petta hefur hvað eftir annað gerzt við Island, því að þar leggst djúp- straumur að suðurströndinni, og á mótum norðan og sunnan- strauma eru mikil hitabrigði. Hér skal getið tveggja dýra sem borið hefur að ströndum íslands og mikla eftirtekt hafa vakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.