Frón - 01.04.1943, Page 42

Frón - 01.04.1943, Page 42
104 Hermann Einarsson háð ljósstyrknum. Ljósfælin djúpsævisdýr geta þannig t. d. lifað nær yfirborði á norðurvegum heldur en sunnar þar sem sjór er gagnsærri og sólarhæð meiri. Litir litrófsins eru líka mismunandi að því leyti hve langt þeir ná niður. Hinir rauðu og gulu hverfa fyrst, nokkru neðar hinir blágrænu og bláu og seinast hinir fjólubláu. Rannsóknir hafa sýnt að i Sargassohafi svertist ljós- myndaplata í 1000 metra dýpi og að nægilegt ljós muni vera í 430 metra dýpi til að djúsævisfiskar geti greint sundur hluti. Annað er hinn afskaplegi þrýstingur á miklu dýpi. Hann vex eins og kunnugt er um 100 loftþyngdir við hverja 1000 metra. Kæmist mannleg vera niður á 3 til 4 jjúsund metra dýpi yrði hún að þola, — að sögn Wyvillc Thompsons sem hryggur- inn milli Færeyja og Skotlands er kenndur við, — alhliða þrýsting er að þunga svaraði til »20 eimreiða, sem hver hefði heila röð vöruvagna í cftirdragi og allir væru hlaðnir brautar- teinum«. Petta kemur þó engu kvikindi að sök, sem þarna lifir, því allar sellur þeirra eru í jafnvægi við hið ytra umhverfi. Miklu furöulegra er að þau springa ekki í tætlur, þegar þau eru dregin úr djúpinu. En mikill hluti sjávardýranna er vatn, og það er eins og kunnugt er mjög lítið samþrýstilegt. Með breytingu á samsetningu blóðsins geta dýrin líka aðlagazt hinum ytri þrýstingi. Djúpsævisfiskar hafa heldur engan sundmaga, enda myndi hann vera þeim til mikilla óþæginda, þar eð hið innilokaða loft myndi þenjast mjög út við minnkun þrýstingsins og verða fiskinum að bana ef hann bærist of fljótlega úr því umhverfi sem honum er eiginlegt. Er þetta ekki óalgengt um karfann, sem lifir dýpra en flestir aðrir nytjafiskar vorir, þó að ekki sé hann djúpsævisfiskur í venjulegum skilningi orðsins. Mörg dýr sjávardjúpsins höfum vér aðeins náð í vegna þess að þau hafa flækzt upp úr heimkynnum sinum. Petta gerist sérstaklega þar sem djúpstraumur leggst að landi og leitar upp á grunnin, eða þar sem snöggra hitabreytinga gætir, sérstaklega á mótum heitra og kaldra strauma. Með djúpstraumnum geta hin óknárri dýr borizt, eða þau tapa lífsfjörinu við hin skjótu hitabrigði, svo að þeim skolar upp á grunn eða fjöru. Petta hefur hvað eftir annað gerzt við Island, því að þar leggst djúp- straumur að suðurströndinni, og á mótum norðan og sunnan- strauma eru mikil hitabrigði. Hér skal getið tveggja dýra sem borið hefur að ströndum íslands og mikla eftirtekt hafa vakið.

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.