Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 39
Ur neðstu myrkrum
Eftir Hermann Einarsson.
ÞaS var meS mikilli eftirvæntingu aS ég beiS þess, eitt sumar-
kvöld áriS 1938, á hafrannsóknarskipi er lá langt undan
suSurströnd íslands, aS veiSiháfurinn yrSi dreginn upp. ViS
höfSum í hálftíma togaS meS 3000 metra löngum vír, svo dýrin
sem viS áttum í vændum aS sjá voru veidd í um þaS bil 1000
metra dýpi, og þaS var í fyrsta skipti aS ég tók þátt í slíkum
veiSiskap. ViS vorum allir forvitnir þegar búiS var aS hreinsa
úr netinu, og þó aS lagsmenn mínir lýstu yfir því, aS ekkert
hefSum viS veitt af áSur óþekktum kvikindum, þótti mér samt
æriS fróSIegt aS rýna í balann.
Ofan á flutu einar tíu marglittur; þaS var periphy'lla, hin
fagurbrúna marglitta djúpsævisins. Hreyfingarlaus flaut melam-
phaés, alsvartur litill djúpfiskur, og þar voru svartleitar lax-
síldir meS silfurglitrandi ljósfærum, hárauSar rækjur og ljós-
gjafar.
Pótt ekki komi áSur óþekktar tegundir í netiS í hvert sinn,
aflast aukin vitneskja viS hvert tog, um útbreiSslu dýranna, um
lirfur þeirra og vöxt, um fæSu þeirra og lifnaSarháttu. Og
sævardjúpin búa enn yfir fjölda óleystra ráSgátna, því rann-
sóknir á dýralífi þeirra og lífsskilyrSum eru ennþá á bernsku-
skeiSi.
Upphaf djúpsævisrannsókna.
PaS eru ekki meira en rúm sjötíu ár síSan korvettan »Chal-
lenger« lagSi úr enskri höfn (í desember 1872) í rannsóknarför
þá til úthafa, sem lagSi grundvöllinn aS þekkingu vorri á
djúpsævislífi. Allt fram aS því studdust hugmyndir manna mest
viS vitnisburS Mósebókar um lífauSn sjávardjúpanna. Frægasti
könnuSur sjávarlífsins um miSbik síSustu aldar, Englendingurinn
Edward Forbes (1815—1854), staShæfSi, og voru fáir til andmæla,
aS takmörk lífsins í hafinu væru á 500 metra dýpi. Hann byggSi
þetta fyrst og fremst á rannsóknum, er hann hafSi framiS í
MiSjarSarhafi, og sýndu þær aS hans áliti, aS á grunnum mátti