Frón - 01.04.1943, Page 41

Frón - 01.04.1943, Page 41
Úr neðstu myrkrum 103 veiSarfæri í miklu dýpi, og má segja aS dýpra en 3000 metra hafi veiðiháfur aldrei veriS dreginn. Um miSdýpi hafanna, frá 200 til 3000 metra dýpis, hefur í rauninni engin veruleg vitneskja fengizt fyrr en á þessari öld, og hinn mikli fjöldi áSur alveg óþekktra tegunda sem seinni ára leiSangrar hafa hreppt, sýnir aS ennþá erum vér á byrjunarstigi. Til þess aS draga háf í 3000 metra dýpi þarf um þaS bil 1. mynd. Hér sést hve mikill hluti úthafs er djúpsævi. Svartlitaðir eru þeir hlutar hafsins þar sem dýpið er meira en 4000 metrar. 6000 metra langan vír. Efsti hluti vírsins verSur aS vera sterkari og gildari, vegna hins mikla þunga sem á hann leggst. »Dana« reyndi einu sinni aS draga veiSiháfa meS 7000 metra löngum vír, sem var sérstaklega tilbúinn til þess arna. En vonbrigSin voru mikil þegar upp var dregiS og neSstu fjórir kílómetrarnir voru horfnir og háfarnir meS. Petta vandamál er þó aSeins tæknisatriSi, sem vænta má aS leyst verSi á næstu árum. Mjög eru lífsskilyrSin sérstæS í hafdjúpunum og hafa skepn- urnar í ýmsu mótazt af þeim á hinn undraverSasta hátt. Sér- staklega eru greinileg áhrif hinnar minnkandi birtu eftir því sem neSar dregur og hins algjöra myrkurs djúpsævisins. En þaS er þó afar mismunandi hve langt ljósiS nær niSur, allt eftir gagnsæi sjávarins og sólarhæS. Pannig er álika mikil birta á 800 metra dýpi í Sargassohafi, á 500 metra dýpi úti fyrir írlandi og á 200 metra dýpi fyrir norSan ísland. TaS er auSsætt aS þetta skiptir miklu þau dýr sem hafa víSa útbreiSslu og eru

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.