Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 33
Máluppeldi og mállíf
95
ur5u til á. En samt kcmur oftast sá tími að þær verða að þoka
fyrir nýjum málmyndum og líkingum, sem standa í enn lífrænna
sambandi við sitt menningartímabil. (Ég bið menn að athuga,
að með málmyndum á ég ekki við einstök orð í málinu,
heldur fastmótuð, hefðbundin orðasambönd, sem fela í sér
ákveðna hugsun). Petta er yfirleitt einkenni hvers menningar-
máls, þar sem menningin er í sífelldri þróun.
Ef við reynum nú með þvinguðu máluppeldi að vekja gamlar
málmyndir upp frá dauðum, sem lifðu á eldra mál- og menning-
arstigi, þá truflum við um leið eðlilega þróun mállífsins og veikj-
um (ekki hina þjóðlegu, heldur hina hugtakabundnu) málkennd
okkar. Pó að okkur sé kennt það með rétti valdsins, að hið forna
málval sé öðrum málformum göfugra, þá hljómar það samt í
eyrum okkar sem falskur tónn, af því að það skerðir lífræna
heild málsins, sjálft m á 11 í f i ð. Árangurinn af þessum árekstri
gamalla og nýrra málforma verður hjá mörgum — einkum í
rituðu máli — dauður og ósamræmdur stíll, sem hefur sömu áhrif
á hverja meðalþroskaða stílkennd og illa gerðar eftirlíkingar.
En það er ekki aðeins svo, að endurvakin gömul málform
veiki málkenndina og trufli mállífið, heldur ná þau sjaldnast
hinni réttu túlkun þeirra hugtakasambanda, sem einkenna hið
nýja menningarstig. Pau ná aldrei fínustu blæbrigðum merkingar-
innar, sem — eins og oftast er bæði í skáldskap og vísindum —
kannske mest veltur á.
Hver tími hefur sitt sérstaka menningarsnið. Pað getur birzt
í list, byggingarstíl, vísindastarfsemi o. s. frv. í orðlistinni gerist
það fyrir tilbeina málsins. Allir möguleikar málsins til að að-
hæfast því menningarsniði, sem tíminn krefst, eru reyndir til
hins ýtrasta. En þeir möguleikar þess, sem samsvara ótilorðnu
eða hverfandi menningarsniði, eru vanræktir. Pannig býst ég við,
ef ykkur væri nú falið á hendur að skrifa um drauga, vofur, til-
bera og aðra gamalkunningja feðra vorra, að mál ykkar yrði ekki
jafn auðugt og lýsingarnar ekki jafn markvissar og í munni eldri
kynslóðarinnar, sem lagði meiri stund á þessi fræði.
Þegar ég tala um breytileg menningarform og þar með mál-
form, þá á ég ekki svo mjög við það, að mannlegt sálarlíf sé
alltaf að nema ný lönd og að við stefnum með flughraða að æðri
fullkomnun. Heldur hitt, að tíðarandinn (siðfræði, trúarlíf, lífs-
skoðun) haslar okkur völl á hverjum tíma. Pað er hann, sem
leyfir okkur að túlka hugsanir okkar og tilfinningar á annan hátt