Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 13
Endurreisn Alþingis
75
varS aS konungur skipaöi tvo fulltrúa fyrir íslands hönd á þing
Eydana í Hróarskeldu. Finnur Magnússon og Krieger stiftamt-
maður urðu fyrstir fyrir kjörinu, þegar þingin voru loks sett á
laggirnar 1834, en fyrsta þingið kom saman haustið 1835.
III
Meðan í þessu stappi stóð var Baldvin Einarsson dáinn (9/2
1833) og með honum Ármann á Alþingi. En rúmu ári eftir lát
Baldvins kom vinur hans Tómas Sæmundsson aftur til Hafnar
úr tveggja ára ferðalagi um ýms lönd Evrópu, veiklaður að
heilsu, en glóandi af eldmóði til þess að verða íslandi að gagni
með þeirri þekkingu og menntun sem hann hafði aflað sér. Pá
höfðu þeir þremenningarnir Jónas Hallgrímsson, Konráð Gísla-
son og Brynjólfur Pétursson nýlega sent boðsbréf um Fjölni
heim til Islands og fengu nú strax Tómas i lið með sér. Tómas
stóð aðeins við rúma tvo mánuði í Kaupmannahöfn sumarið
1834, því að hann fékk þá veitingu fyrir Breiðabólstað og fór
þegar heim til brauðs síns. Á þessum mánuðum skrifaði hann
inngangsgrein Fjölnis og markaði honum þannig að mestu leyti
stefnuskrá. Eftir að heim var komið samdi hann mergjuðustu
greinina í 1. árgangi Fjölnis, Bréf frá íslandi, þar sem hann lýsti
því hvernig land og þjóð kom honum fyrir sjónir þegar hann
kom heim aftur, fullur áhrifa af menningu stærri landa. Pátttaka
Tómasar í ritstjórn Fjölnis gerbreytti stefnuskrá þeirri sem
þremenningarnir höfðu hugsað sér. — »Fyrsta atriðið er nyt-
semin. Allt sem í ritinu sagt verður, stuðli til einhverra nota«,
segir Tómas i inngangsgrein sinni (1. árg. bls. 8). Hinum voru
bókmenntirnar meginatriði. Tómas kom aldrei aftur til Hafnar,
en þó var hann lífið og sálin í þeirri hlið Fjölnis sem sneri að
velferðarmálum þjóðarinnar. Pótt Tómas segi það ekki berum
orðum í greinum sínum, er ljóst að fyrir honum hefur þá þegar
vakað einhvers konar þingræðisstjórn á íslandi. í fyrsta árgangi
Fjölnis (bls. 84) segir hann meðal annars á þessa leið: »I5á ætla
ég þjóðirnar hafa komizt hæst, þegar þær hafa fengið að taka
þátt í löggjöfinni.------Varla mundu þau lög eiga síður við
landið, sem komin væru frá skynsömum mönnum vor á meðal,
þó ólærðir væru, en hin sem sprottin væru af útlendri rót«.
Að Alþingi skyldi endurreist á Pingvelli var frá upphafi