Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 61
Orðabelgur
123
fagurri röddu eftirlætislög sín, tvö erlend og »gamalt þjóðlag
íslenzkt, sem sum kvæði lians eru ort við«. Grímur tilfærir
útlendu lögin með nafni, en segir ekkert frá því hvaða íslenzkt
þjóðlag þetta hafi verið! — Hver getur látið í té nákvæmari
leiðbeining um þetta?
Augljóst er einnig að Jónas Hallgrímsson hefir haft sérstakar
mætur á gamla íslenzka tvísöngnum eins og reyndar mörg önnur
íslenzk skáld, t. d. Bjarni Thorarensen og Grímur Thomsen.
Jónas orti kvæðið »ísland farsælda frón« við gamla tvísöngslagið
af mjög næmum skilningi á eðli lagsins og raddskiptingum þess.
Sennilega hefði þetta lag dáið út eins og svo mörg önnur íslenzk
þjóðlög, ef Jónas hefði ekki bjargað því á svo eftirminnilegan
hátt. En hann virðist hafa ort við íleiri íslenzk þjóðlög, sem nú
eru gleymd eða i þann veginn að gleymast. Hver veit eitthvað
nánar um þetta? Sumar vísur hans minna á sambland af rímu
og tvísöng með líkum hætti og heyra mátti í Skagafirði til
skamms tíma. — Vita menn annars nokkuð um söngleg áhrif á
fjandskap Jónasar Hallgrimssonar og Péturs Guðjónsens? Pétur
kom með ein hin fyrstu djúptæk áhrif erlendrar söngmenntar
inn í landið og vann að útrýmingu þjóðlaga, enda voru fimm-
undir tvísöngsins harðbannaðar í »tónfræði« þeirra tíma.
Eins mun Bólu-Hjálmar hafa ort »Húmar að mitt hinzta
kvöld« við gamalt tvísöngslag og þannig líka bjargað þessu lagi
frá glötun. En orti hann ekki við fleiri gömul þjóðlög, sem eru
gleymd eða í þann veginn að gleymast? — Svo mætti lengi leita,
og æskilegt væri að íslendingar á gamals aldri, sem þessar línur
ná til, reyni að grafa eitthvað um þetta upp úr hugarfylgsnum
sínum.
Endurreisn íslenzkra þjóðlaga og þjóðlegrar tónlistar ís-
lenzkrar er enn á byrjunarstigi. Mikið og margþætt hlutverk er
óunnið. í’essi endurreisn getur kannske lagt fram einn veiga-
mesta skerfinn til að styrkja og festa íslenzkt þjóðerni með
komandi kynslóðum, því að tónlistin er nú einu sinni sterkasta
andlega aflið, sem til er í viðri veröld. j ■ j
Skólamál íslendinga erlendis.
Tillögur Guðmundar Arnlaugssonar í fyrsta hefti Eróns um
stofnun fræðsluflokka tel ég mjög þarflegar og óska þess að slíkir
flokkar gætu orðið vísir að námsskeiðum eða kvöldskólum handa