Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 46
108
Hermann Einarsson
væru seiði hrygnunnar og væri hér um móSurvernd aS ræSa,
þótt vafasamt mætti telja aS tegundin hefSi mikiS gagn af þessu.
Enskur fiskifræSingur, C. Tate Regan, sem fengiS hafSi hrygnu
til rannsóknar, veidda af enskum botnvörpungi viS suSurströnd
íslands, kom meS aSra og réttari skýringu. Rannsókn hans leiddi
í ljós aS fast-
grónu fiskarnir
eru hængar teg-
undarinnar, og
verSa aldrei
stærri. Dverg-
vaxin karldýr
eru ekkert
óalgengt fyrir-
brigSi meSal
lægri dýra, en
meSal hrygg-
dýra er þetta
einstakt í sinni
röS. Allur fjöldi
þessarar fiska-
ættar lifir í djúpsævi, og af árangri »Dana«-leiSangursins má
ætla aS flestir þeirra hafi dverghænga.
Hængurinn er gróinn viS húSflipa á hrygnunni og er munnur-
inn tannlaus og aSeins opinn í munnvikunum. Nýjustu rann-
sóknir hafa þó sýnt aS dverghængar margra tegunda hafa
upprunalega griptennur, sem þeir hafa bitiS sig fasta meS, en
seinna grær hold yfir þessar tennur og hylur þær. Næringuna
fær hængurinn úr hrygnunni, því æSakerfi hjónanna renna
saman í húSflipanum, sem hængurinn er festur viS. Meltingar-
færi hængsins eru líka mjög vanþroskuS, og fyllist kviSarholiS
aS mestu af svilunum. Allt ytra útlit hans er svo ólíkt hrygn-
unni aS maSur skyldi vart ætla aS hér væri um sömu fiski-
tegund aS ræSa.
5. mynd. Tcikning Bjarna heitins Sæinundssonar af
dverghængum sædjöfulsins sem hann sá fyrstur
manna. Helmingur náttúrulegrar stærðar.
Samræmi náttúrunnar.
HvaSa aSstæSur hafa leitt til þessarar furSulegu þróunar
sædyflanna? Er hiS nána samband hængs og hrygnu tegundinni
til nokkurrar hjálpar í lífsbaráttunni?