Frón - 01.04.1943, Síða 23

Frón - 01.04.1943, Síða 23
Ræða 85 Fyrir þremur hundruSum ára fannst á íslandi skinnbók er hafði aS geyma tuttugu og niu kvæSi eftir ókunna höfunda. Finnandinn var Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti og skinnbókin var EddukvæSin. Biskup gerSi sér um þessar mundir mikiS far um aS leita uppi íslenzkar skinnbækur frá miSöldum á bæjum víSs vegar um landiS og safna þeim. ÁSur hafSi hann eignazt aSalhandritiS aS Eddu Snorra Sturlusonar, og annaS handrit sömu bókar hafSi hann átt en gefiS frá sér 1639; þaS er nú niSurkomiS í SvíþjóS og kennt viS Uppsali (Uppsala- Edda). Tveimur áratugum siSar sendi hann FriSriki III Dana- konungi aS gjöf sjö dýrustu íslenzku gripina úr bókasafni sínu: lögbók, rímfræSi, Noregs konunga sögur (Morkinskinnu), Gísla sögu Súrssonar, Njáls sögu, Eddurnar báSar. Oss er spurn hvort nokkur konungur hefur nokkuru sinni þegiS konung- legri gjöf. Eddur og fornsögur eru lykilorS hinna sigildu norrænu bók- mennta sem fvrir tilstilli Brynjólfs hiskups og eftirkomenda hans voru dregnar fram úr gleymsku. Biskup sjálfur, yfir- burSamaSur aS lærdómi og hæfileikum, málsnjall á latneska tungu og íslenzka, heitur ættjarSarvinur, skörungur og höfSingi i öllum greinum, skildi flestum samtiSarmönnum sínum betur gildi hinna nýfundnu gripa. A8 minnsta kosti skildi hann gildi þeirra fyrir ísland. Edduhandrit sitt var hann vanur aS nefna cimelium librorum, gersemi bóka. FaS var aS nokkuru leyti fyrir hans atbeina aS Edda og önnur fornrit dreifSust um landiS í fjölda eftirrita. Endurfundnar minningar frá þróttmiklu æskuskeiSi hinnar íslenzku þjóSar, meSan landiS var ennþá frjálst, urSu henni óviSjafnanleg uppspretta hugrekkis og nýs trausts á hörSum tíma. Seytjánda öld var ef til vill hin myrkvasta af fimm myrkuröldum Islands. En hitt er víst aS Brynjólfur biskup gat ekki til neinnar hlitar mælt eSa rennt grun i vidd og mátt þeirra áhrifa sem þessar bækur myndu hafa síSar meir á gjörvallan skáldskap og andlegt líf NorSurlanda. Oss sem aftur lítum er hægSarleikur aS ganga úr skugga um þau. Vér getum gert oss í hugarlund aS EdduhandritiS hefSi aldrei fundizt. Ef nefna skal höfunda af NorSurlöndum sem hafa innblásizt eSa numiS af Eddum og fornsögum, hljótum vér aS telja öll hin miklu nöfn: í Noregi Ibsen, Björnson og SigriSi Undset, í Danmörku Ewald, Oehlen- schláger, Grundtvig og Johannes V. Jensen, i SvíþjóS Rudbeck,

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.