Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 53

Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 53
Útgáfustarfsemi l'ræðafélagsins 115 fróðleiks eftir að þessi bók hefur verið samin, því að í henni eru talin upp öll rit Jóns og innihald þeirra. Merkasta ritið er íslenzk orðabók með latneskum þýðingum; hún er enn í handriti eins og langflest af ritum Jóns, en hcfur svo margt að geyma um tungu 18. aldar að hún verður vafalaust gefin út á einhvern hátt fyrr eða síðar. Jón Helgason hefur einnig samið bók um málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Þýðing Odds á Nýja testa- mentinu er fyrsta bók sem prentuð hefur verið á íslenzku svo kunnugt sé og kom út í Hróarskeldu 1540. Fyrir siðaskiptin fór öll messugerð fram á latinu, en með þeim kom sú breyting að fólk átti að lesa biblíuna og önnur trúarrit og svngja sálma á móðurmáli sínu. En þar sem siðaskiptin íslenzku urðu samkvæmt dönsku valdboði var sumt af fyrstu siðaskiptaritunum þýtt beint úr dönsku á ömurlegasta hátt á inál sem var fullt af dönsku- slettum og ambögum. Má einkum nefna fyrstu íslenzku sálma- bækurnar, sem hafa að geyma þann hörmulegasta skáldskap sem gerður hefur verið á íslandi að því er snertir mál og kveðandi. Ef Islendingar hefðu orðið að bjargast við Nýja testamentið á hálfdönsku eða aldönsku eins og Norðmenn urðu að gera allt fram á 19. öld, hefði það vafalaust orðið íslenzkri tungu til óbætanlegs tjóns, því að Nýja testamentið varð að máli til fyrir- mynd allra siðari trúarrita en þau voru athvarf þjóðarinnar öld fram af öld. En sem betur fór var öðrum höndum fjallað um Nýja testamentið og þýðing Odds svo góð að enn stendur margt úr henni óhaggað í þeirri útgáfu sem nú er notuð. Er málrannsókn Jóns Helgasonar á þessu veigamikla riti í íslenzkum bókmenntum mjög nytsamt verk hverjum þeim sem vill kynna sér íslenzka málsögu. Eftir siðaskiptin hafði kirkjan um tveggja alda skeið einokun á íslenzkri bókaútgáfu; var það eðlilegt í fyrstu meðan mikil þörf var á lúterskum trúarritum en leiddi smám saman til mesta ófremdarástands. Pessari einokun var hrundið af Hrappseyjar- prentsmiðju sem starfaði 1773—1794. Hún blés nýju lífi í íslenzka bókaútgáfu og gaf út ýms merk rit, einkum lagafyrirmæli sem almenning vanhagaði mjög um, en auk þess búnaðarrit, kveðskap, annála o. þ. h. Um starf þessarar prentsmiðju og þá menn sem að henni stóðu hefur Jón Helgason skrifað bók sem gefin hefur verið út í Safni. í Safni hefur einnig birzt doktorsritgerð Björns K. I’órólfs- 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.