Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 3

Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 3
Tvö kvæði Eftir Jón Helgason. Vordagur (1942) Hve skín, þar sem spornarðu flugstígu himna, þitt fax, ó fákur, sem glóbjartur dregur hið lýsandi hjól! æ hærra þú stefnir, unz allt það sem örbjarga kól er umvafið hlýju frá geislum hins vorlanga dags. Hve vanmegna drúpir nú vetrarins hrímkalda sax, hve vesalleg reynast um siðir hans pyndingatól, er óðfluga brunar um loftið hin signaða sól, við sigurför hennar þau sljóvgast og bráðna sem vax. Lát streymast úr brunnum hjarta míns, ljóðsins lind, i léttstígum kliði sem falli við þíðunnar söng! Pú aflþrota kvistur sem áður lást krepptur í þröng, rís upp til að seilast í bláhvolfsins ljós og vind! Og reika þú, vordís, um hugar míns hallargöng! ég heyri þitt skóhljóð og sé þina ljúfu mynd. * 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.