Frón - 01.04.1943, Side 3

Frón - 01.04.1943, Side 3
Tvö kvæði Eftir Jón Helgason. Vordagur (1942) Hve skín, þar sem spornarðu flugstígu himna, þitt fax, ó fákur, sem glóbjartur dregur hið lýsandi hjól! æ hærra þú stefnir, unz allt það sem örbjarga kól er umvafið hlýju frá geislum hins vorlanga dags. Hve vanmegna drúpir nú vetrarins hrímkalda sax, hve vesalleg reynast um siðir hans pyndingatól, er óðfluga brunar um loftið hin signaða sól, við sigurför hennar þau sljóvgast og bráðna sem vax. Lát streymast úr brunnum hjarta míns, ljóðsins lind, i léttstígum kliði sem falli við þíðunnar söng! Pú aflþrota kvistur sem áður lást krepptur í þröng, rís upp til að seilast í bláhvolfsins ljós og vind! Og reika þú, vordís, um hugar míns hallargöng! ég heyri þitt skóhljóð og sé þina ljúfu mynd. * 5

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.