Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 30
92
Sveinn Bergsveinsson
þjóSlegan húning. Þegar menntamaSurinn kemur heim og fær
tækifæri til aS beita sérfræSi sinni i lífsstarfi sínu, þá eru aftur
á móti öll skilyrSi fyrir hendi til aS fylgja málsamvizku sinni,
og nú hefur hann nauSsynlegt næSi til aS færa hugtök sín í
innlendan búning. Reynslan hefur líka sýnt, aS þaS er ekki svo
mjög á sviSi sérgreinanna, aS íslenzkar þýSingar hafa ekki náS
aS festa rætur. þaS er alltaf auSveldast aS festa ný innlend heiti
viS hluti eSa hugtök, sem líka eru ný, þ. e. a. s. ef þau eru kynnt
þjóSinni meS hinu nýja skírnarnafni sínu. l3au heiti, sem hafa
ekki getaS útrýmt erlendu nöfnunum, liggja lika allflest á sviSi
almennrar þekkingar. PaS eru heiti eins og »kvikmyndahús«
(hefSi mátt vera dálítiS styttra), »gullepli«, »bjúgaldin«, »vindling-
ur« o. s. frv. En þaS er ekki ástæSa til aS berja sér á brjóst vegna
þess slæSings af erlendum orSum, sem ekki hefur tekizt aS festa
þýdd heiti á. PaS eru örlög hvers einasta menningarmáls í
heiminum, hversu hreint sem þaS annars er. HvaS íslenzku viS-
víkur, j)á eru til í henni, þrátt fyrir hreinleik hennar, tökuorS
frá öllum öldum. Jafnvel hinum rammasta málhreinsunarmanni
myndi ekki detta í hug aS amast viS orSum eins og »prestur«,
»kirkja«, »djákn«. Eau hafa j)ó á sínum tíma boriS jafn sterkan
erlendan keim eins og tiltölulega ný tökuorS: »divan«, »sóffi«
o. s. frv.
EaS er sem sagt ekki ástæSa til aS óttast hættu málspillingar-
innar frá þessari hliS. Hættan er svo augljós og viSvaranirnar
svo inngrónar í vitund okkar, aS óhætt er aS fullyrSa, aS sá
búningur, sem hugsun okkar fær á sig á erlendri grund, er aSeins
nokkurskonar ferSaföt, bráSabirgSaform, sem hafa þann kost
aS ná tilætluSum árangri á þessu tímabili lífs okkar, en eru
fyrirfram dæmd til aS leggjast á hilluna, þegar heim kemur.
En þaS er önnur hætta, sem liggur í leyni fyrir okkur á
vegi málsins. Og þaS er ekki eins gott aS forSast hana eins og
hina, af því aS hún er flestum dulin. Á sama hátt og viS sækjum
mótstöSuafl gegn erlendum máláhrifum til máluppeldisins, getum
viS einnig rakiS þangaS hættu, sem er búin frjálsu og auSugu
mállífi. MeS þessari hættu á ég viS afturhvarfiS til
eldra málstigs. PaS stendur í raun og veru í beinu orsaka-
sambandi viS vígbúnaSinn gegn hættunni aS utan, sem ég áSur
hef lýst.
AfstaSa okkar til hlutanna er nú einu sinni svo andstæSu-
kennd, aS ef viS eigum einhvern óvin, þá göngum viS í gagnrýni