Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 51

Frón - 01.04.1943, Blaðsíða 51
Útgáfustarfsemi Fræðafélagsins Eftir Magnús Kjartansson. Oft finnur maður sárt til þess hvílik vöntun það er að ekki eru til nein yfirlitsrit um sögu okkar íslendinga, bók- menntir og mál, ekkert annað en ómerkileg ágrip handa skólum. Slík yfirlitsrit eru þó hverri þjóð nauðsynleg, ekki sízt smá- þjóðunum sem jafnan hljóta að vera á verði um þjóðerni sitt og sjálfstæða menningu og eiga sinn sterkasta bakhjarl í sög- unni. Úr sögu liðinna alda fær einstaklingurinn fræðslu um þróun þjóðar sinnar og baráttu, þangað sækir hann þrótt á erfiðum tímum, og þar finnur hann rökin fyrir tilverurétti sínum og þann grundvöll sem framtiðin verður að hvíla á. En saga þjóðar okkar liggur ekki opin hverjum þeim sem vill setjast niður og rita hana. Hún er geymd og grafin í bréfum, skjölum og handritum sem tvístruð eru um mörg lönd, þekkt af fáum og erfið aðgöngu, og hana er einnig að finna í þeim leifum liðinna tíma sem geymast í íslenzkum jarðvegi. Pjálfaðir vísinda- menn tvinna saman ]>ráð við þráð úr þessum gömlu gögnum og varpa ljósi á sérstök atvik, tímabil og einstaklinga i sögu þjóð- arinnar, og smátt og smátt skapast samhengi og heild. Ennþá er margt sem bíður rannsóknar í sögu okkar, og stórar gloppur eru víða, einkum í sögu 14., 15. og 17. aldar, en mikið er þó hitt sem unnið er, og vonandi verður þess ekki mjög langt að bíða að við eignumst ýtarlegt yfirlitsrit um sögu íslendinga, skrifað af færustu vísindamönnum okkar. Eitt af þeim félögum sem lagt hafa ríflegan skerf til' auk- innar þekkingar á íslenzkri tungu, sögu og bókmenntum á liðnum Vr neðstu myrkrum (niðurlag). an er skammt til djúphafs, og þar að auki liggja eyjarnar rétt við eitt hið bezta fiskimið norðurhafa, Selvogsgrunn, þar sem vandlegra rannsókna er hin mesta þörf. Hér mætti takast að auka þekkingu vora að mun á lífverum og lífsskilyrðum hafsins, og það fyrir brot þess fjár, sem ein af manndrápsvélum nútím- ans kostar. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.