Frón - 01.04.1943, Side 25

Frón - 01.04.1943, Side 25
Ræða 87 Anton Blanck hefur sýnt fram á, fyrstu forboSar komandi norrænnar endurreisnaraldar í sænskum bókmenntum. Sam- hengiS er greinilegt með þessum forboöum og upphafi þessarar akademiu, hinnar þjóölegu stofnunar Gústafs III. ÁriÖ 1786, á grundvöllunarári akademíunnar, kvað Clewberg »ÓÖu til sænsku þjóðarinnar« meS norrænni eöa eins og þá var kallað »gauzkri« stefnuskrá, árið eftir orti Oxenstierna kvæði sitt Uppskeru- mennina (Skördarne) um í gauzkum anda, og áöur, 13. dag maímánaðar 1786, haföi Gudmund Jöran Adlerbeth viÖ fyrsta opinbera fund akademíunnar eftir vígsluhátíö hennar sagt fram þýöing sína á Hákonarmálum Eyvindar skáldaspillis. Pannig skapaÖist þegar á fyrstu árum akademíunnar mikilvæg erfða- venja, sem síöan hefur verið haldiö viÖ, aÖ vísu i öðrum myndum. I5á er Axeli Ákerblom voru veitt hin meiri verðlaun 1922 fyrir EdduþýSing hans á sænsku, vottaði forstjóri þess árs Verner von Heidenstam honum viÖurkenning akademiunnar og komst m. a. svo aö orði, að þýðandinn heföi aö skoöun akademíunnar unniö »bókmenntalegt afrek sem vel gæti jafnazt á viÖ marga sjálfstæöa skáldskapariðju«, meö því að hann heföi gert »hið lotningarverða skáldverk þar sem norrænn andi birtist skýrast og dýpst, ungt í annað sinn og sett þaö nýtt og lifandi í tíma vora miðja«. Adlerbeth hugÖi Hákonarmál sprottin upp úr skáldskapar- íþrótt vorra »gauzku forfeðra«. Geijer og gautar *) efuðust eigi um aö Eddur og fornsögur væri eign allra NorÖurlandaþjóSa. Vísindi síöari tíma lita aÖ sönnu í mörgum greinum ööruvísi á þessar spurningar. En í rauninni haföi Geijer rétt fyrir sér. Svo sannarlega sem öll NorSurlönd mæltu foröum á eina tungu og voru eitt samfellt menningarsvið, svo eru og hinar sígildu islenzku bókmenntir sameiginlegur minningasjóöur allra nor- rænna þjóöa. Fornmáliö hélzt lengi óbreytt á Islandi og gerir þaS aö nokkuru leyti enn i dag. Á sama hátt og tungan, varö- veittist einnig fornmenningin, sökum afskekktrar legu landsins og sjálfráðs og óháös lundarfars fólksins. I3ar geymdist hún ósnortin — ekki af kristnum siS, heldur — af mörgum ytri reglum og formum kaþólskrar kirkju, sem í öörum Evrópu- löndum stuÖluðu til aö slétta og brjóta niður arftekin lífssniö; *) Gautar nefndist á öndverðri 19. öld hópur ungra sænskra mennta- manna sem stefndu að endurnýjun fornnorræns anda í sænsku þjóðlifi og bókmenntum (þýð.).

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.