Frón - 01.03.1945, Side 61

Frón - 01.03.1945, Side 61
Orðabelgur 59 Tvær bækur eftir Skúla fógeta. Skúli Magnússon: Beskrivelse af Gullbringu og Kjósar sýslur (1785). Sami: Forsog til en kort Beskrivelse af Island (1786). Udg. af Jón Helgason. (Bibliotheca Arnamagnæana IV—V) 1944. UndirstaSa allra frekari rannsókna á sögu íslands eru öruggar útgáfur heimildarrita. Ennþá á það langt í land aS þeirri útgáfu- starfsemi sé komiS í viSunandi horf, svo aS full ástæSa er til aS fagna hverri nýrri útgáfu slíkra rita sem létt geta starf þeirra fræSimanna sem á eftir koma. RitgerSirnar sem nefndar eru hér aS ofan sendi Skúli fógeti LandbúnaSarfélaginu danska (Det danske Landhusholdningsselskab) sem svör viS verSlauna- spurningum þess 1785 og 1786. Skúli var þá kominn nokkuS yfir sjötugt (f. 1711) og búinn aS vera landfógeti í hálfan fjórSa áratug. BæSi sakir stöSu sinnar og látlausrar baráttu viS ein- okunarverzlunina var hann manna fróSastur um öll fjármál landsins, verzlunar- og atvinnuhætti og alla afkomu. Enda eru þessi atriSi kjarni beggja bókanna og sá þáttur þeirra sem fróSlegastur er og nytsamastur hverjum þeim sem kynnast vill ástandinu á lslandi á einhverjum mesta niSurlægingartíma sögu vorrar. ÖIl lýsing Skúla aS heita má er miSuS viS afkomu lands- manna og möguleika til betri atvinnuskilyrSa. l3egar hann lýsir íslenzkum hraunum hugleiSir hann t. d. hverjar nytjar megi hafa af hraungrjóti til bygginga; sjávarsíSunni Iýsir hann næstum eingöngu meS tilliti til fiskiveiSa; af fuglum ræSir hann einkum um fálka, gæsir og æSarfugla og þær tekjur sem af þeim megi hafa; hitt er litiS annað en upptalningar eða þá lýsingar eins og þessi á svaninum: »Dens Sang er behagelig samt Skind og Fiæder Handelsvare«. Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslna er bæði fyrirferSarmeiri og í alla staSi merkilegri en íslandslýsingin, enda var Skúli þeim sveitum nákunnugur eftir meira en 30 ára dvöl í ViSey. Lýsingin á atvinnuháttum þessara sveita, fátækt þeirra og erfiSum verzl- unarkjörum er undirstöðurit um íslenzka efnahagssögu á seinni hluta 18. aldar. Veigamesti þáttur Islandslýsingarinnar eru verzl- unarmálin, enda var Skúli þeim hnútum kunnugastur allra sam- tiSarmanna sinna, og hann fer hvergi í launkofa meS skoðanir sínar á einokunarverzluninni né hugarfar sitt til kaupmanna. Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslna hefur áður veriS gefin út

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.