Frón - 01.03.1945, Page 66

Frón - 01.03.1945, Page 66
64 Orðabelgur nýjársfagnaði með Islendingafélaginu. ErfiSleikar á fundar- starfsemi hafa enn verið miklir, bæSi vegna húsnæSisvandræSa og lítils fundartíma á kvöldin. Félagar voru 70 á síSasta aSal- fundi, 5 bættust viS á árinu, einn dó og einn fluttist burt af félagssvæSinu. Af 73 félögum eru nú 14 viS nám, og skiptast þeir þannig á skóla: Á háskólanum 5, á tekniska háskólanum 5, á landbúnaSarháskólanum 2, á akademíunni 1 og á skjala- þýSendaskólanum 1. Pessir félagsmenn luku embættisprófi á árinu: Björn Bjarnason í stærSfræSi (meS ágætiseinkunn), Gunnar Björnsson í hagfræSi, Kristín Kristjánsdóttir í efnaverk- fræSi (fyrsti verkfræSingur meSal íslenzkra kvenna) og Páll Pálsson i dýralækningum. Á síSasta hausti boSaSi stjórn félagsins stofnun fræSslu- flokka, en nægileg þátttaka fékkst aSeins í einum þeirra: um íslenzka stafsetningu og stílagerS. Var sá flokkur einkum ætlaSur fólki sem síSar meir ætlaSi aS setjast aS heima en teldi sig ekki hafa nægilega leikni í aS skrifa íslenzku. Flokkur þessi hefur starfaS síSan í haust undir handleiSslu GuSmundar Arn- laugssonar. J. B. Smásögur Halldórs Laxness á dönsku. Halldór Laxness: Noveller. I Udvalg og Oversættelse ved Chr. Westergárd-Nielsen. (Hasselbalchs Kultur-Bibliotek, 40. bindi) 1944. Fáar einar af smásögum Halldórs Laxness hafa aS þessu birzt á dönsku. Hér eru þýddar fjórar þeirra: Saga úr síldinni, Nýja Island, Napóleon Bónaparti og Völuspá á hebresku. Tvær fyrstnefndu sögurnar eru úr Fótataki manna og löngu kunnar flestum Islendingum; hinar tvær eru úr síSasta smásögusafni Halldórs, Sjö töframenn, og munu ýmsir Hafnar-lslendingar kannast viS þær, þó aS ekki hafi komiS nema eitt eintak þeirrar bókar hingaS til lands, því aS þær hafa báSar veriS Iesnar hér á kvöldvöku. RitsafniS sem sögurnar birtast í kemur út undir stjórn hins góSkunna rithöfundar Jacobs Paludans, og erHalldóri þar skipaS á bekk með ýmsum merkustu höfundum heims- bókmenntanna. Islendingar Jiurfa ekki aS bera kvíðboga fyrir því aS fulltrúi þeirra verSi ekki talinn hlutgengur í þeim hóp. Um þýðinguna er ekki nema gott eitt aS segja; hún er skrifuS á lipru máli og furðu nákvæm, þegar þess er gætt hve erfitt er aS snúa orSgnótt Halldórs á aSra tungu. J. B.

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.