Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 1
Morgunblaðið/Eggert
Bíll við bíl Umferðin getur verið
þung á Miklubraut í Reykjavík.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkvæmt nýrri spá Vegagerðarinn-
ar verður meðalumferð á landinu
4,6% meiri í ár en fyrra metár, 2007.
Hefur spáin verið uppfærð eftir nýjar
tölur um umferð í september. Tölurn-
ar byggjast á gögnum frá 16 talning-
arstöðum víðsvegar um landið
Umferðin dróst saman árin 2008,
2010 og 2011 vegna niðursveiflunnar í
kjölfar efnahagshrunsins. Hún hefur
síðan aukist og á mikil aukning á ár-
unum 2013-2015 mestan þátt í að
Vegagerðin spáir nú metári.
Friðleifur Ingi Brynjarsson, sér-
fræðingur hjá Vegagerðinni, segir
fylgni milli umferðar og hagvaxtar.
Samkvæmt því eru nýju umferðartöl-
urnar vísbending um að hagkerfið
vaxi hratt. Má geta þess að ætluð
4,6% aukning milli ára er í takt við
áætlun Hagstofunnar um 5,2% hag-
vöxt á fyrri hluta ársins.
Lengur á leið til vinnu
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins, segir vega-
kerfið á Íslandi sprungið.
Vegna aukinnar umferðar þurfi
íbúar höfuðborgarsvæðisins að verja
sífellt meiri tíma í bíl til og frá vinnu.
Kominn sé tími á vegaframkvæmdir
eftir sögulega lítið viðhald á vegum á
undanförnum árum.
Samkvæmt nýrri spá greiningar-
deildar Arion banka gætu komið um
tvær milljónir ferðamanna til Íslands
árið 2018, eða um 7-800 þúsund fleiri
en áætlað er að komi hingað í ár.
Özur segir nauðsynlegt að ráðast í
vegabætur til að anna slíkum fjölda
ferðamanna. Fjöldi slysa hjá erlendu
ferðafólki og skemmdir á bílaleigubíl-
um séu víti til varnaðar.
„Vegakerfið mun ekki anna þeim
fjölda miðað við núverandi aðstæður.
Það sér hver maður. Það þarf að fara í
verulega uppbyggingu á gatnakerf-
inu. Við bjóðum upp á vegakerfi sem
útlendingar eru ekki vanir að nota.“
Spáir metumferð á Íslandi
Vegagerðin uppfærir spá sína Bílgreinasambandið segir vegakerfið sprungið
MUmferðin mun þyngri » 6
F Ö S T U D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 231. tölublað 103. árgangur
+ 16 ÁRA12 – 16 ÁRA2 – 11 ÁRA
FLUG
FRELSI
FLUG
FÉLAGAR
FLUG
KAPPAR
is
le
ns
ka
/s
ia
.is
FL
U
73
75
4
04
/1
5
FLUGINNEIGNIR
LÆGRA VERÐ FYRIR FERÐAGLAÐA
Bókanlegt í síma 570 3030
Nánari upplýsingar á FLUGFELAG.IS
TÍU FERÐIR
49.900 kr.
SEX FERÐIR
68.550 kr.
SEX FERÐIR
49.500 kr.
BUBBI STÍGUR
FRAM SEM
LJÓÐSKÁLD FINNSKT SKYRÆVINTÝRI
FER MEÐ HLUT-
VERK Í ROKKÓPERU
IANS ANDERSONS
SEGJA SÖGUR AF SKYRI 25 UNNUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR 84FÆRIR SIG ÚT Í LJÓSIÐ 80
Jökulhlaupið úr eystri Skaftárkatli braut sér leið
undan jöklinum snemma í gærmorgun og náði
um miðjan dag í byggð. Mikill kraftur var í flóð-
inu og fór brú yfir í sumarbústaðabyggðina í
Skaftárdal og flæddi yfir vegi á sömu leið eins og
mikil hætta,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir,
bóndi á Búlandi sem er efst í Skaftártungu en
flóðið er í árfarvegi við tún hennar. „Flóðið ber á
túnunum okkar en þetta er bara rétt að byrja,“
segir hún. »2
sést á myndinni, sem tekin var í gær. Gert er ráð
fyrir að hlaupið aukist áfram en rennslisaukn-
ingin við Sveinstind er hin mesta sem þar hefur
mælst.
„Þetta er stórbrotið og flott þótt það sé ekki
„Þetta er rétt að byrja“
Ljósmynd/Páll Jökull
Ráðlögð rjúpna-
veiði haustið 2015
er um 54 þúsund
fuglar. Þetta kem-
ur fram í grein-
argerð Nátt-
úrufræðistofnunar
Íslands (NÍ) um
mat á veiðiþoli
rjúpnastofnsins
haustið 2015.
Viðkoma rjúpunnar var metin
með talningum í tveimur lands-
hlutum síðsumars. Hlutfall unga
reyndist vera 75% á Norðaustur-
landi og 74% á Suðvesturlandi. Það
þykir léleg afkoma og skýrast af
köldu vori og hretviðrasömu sumri.
Náttúrufræðistofnun segir að
rjúpnastofninn sé í niðursveiflu víð-
ast hvar á landinu nema á Norðaust-
urlandi. »18
Rjúpum
fækkar
víðast hvar
Ráðlögð veiði 54
þúsund fuglar í haust
Rjúpa Fjölgaði
á NA-landi.
Tæplega sjötugur Selfyssingur,
Þórður Markús Þórðarson, íhugar
að selja húsið sitt vegna erfiðleika
við framfærslu. Sú upphæð sem hon-
um sé skömmtuð úr lífeyrissjóði auk
örorkubóta dugi ekki til mannsæm-
andi lífs.
Þórður Markús veiktist alvarlega
í upphafi síðasta áratugar og fór í
erfiða hjartaaðgerð. Nýrun
skemmdust við veikindin og hefur
hann síðan verið háður lyfjum.
Vegna þröngrar stöðu fjárhags-
lega dregur hann að leita til læknis
og segist leyfa sér þann munað einu
sinni í mánuði að kaupa sér kjúkling
á veitingastað fyrir 900 kr. »14
Of dýrt að
leita til læknis
Spáð fremur hægri breytilegri
átt og víða dálitlum skúrum eða élj-
um á morgun. Hiti verður nálægt
frostmarki eða 0 til 6 stig en mild-
ast syðst. Búast má við næturfrosti
víða. Samkvæmt Veðurstofunni
geta íbúar höfuðborgarsvæðisins
búist við að þurfa að skafa rúður á
bílum á laugardagsmorguninn og
nokkuð örugglega á sunnudag.
Næturfrost og víða
kalt um helgina