Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
VIÐTAL
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Dagbjört Ásgeirsdóttir er leikskóla-
kennari að mennt, fædd árið 1970 í
Bolungarvík og alin þar upp, en
dvaldi mikið á Gerðhömrum í Dýra-
firði á sínum yngri árum, þar sem
móðurafi hennar og -amma bjuggu,
en hefur í mörg ár verið búsett á
Dalvík. Að loknu hefðbundnu námi
æxlaðist það svo að hún fór í Fóstur-
skólann og vann síðan sem leikskóla-
kennari og var alltaf að segja sögur,
bæði að spinna og eins lesa það sem
aðrir höfðu skrifað. En fyrir nokkr-
um árum, eftir 20 ára starf á leik-
skólum, venti hún sínu kvæði í kross,
gerðist sjálf barnabókarithöfundur
og eftir hana liggja nú fjórar stór-
skemmtilegar og fræðandi ramm-
íslenskar bækur á prenti, allar um
hann Gumma og besta vin hans, yrð-
linginn Rebba. Og sú fimmta,
Gummi og huldufólkið, er á leiðinni.
Þetta byrjaði allt árið 2011
„Þetta byrjaði stuttu eftir að
pabbi var jarðaður,“ segir hún, að-
spurð um upphafið að þessu. Faðir
hennar var Ásgeir Guðjón Krist-
jánsson sjómaður, fæddur á Ísafirði,
og móðir hennar er Bergljót Vil-
helmína Jónsdóttir sérkennari fædd
á Álfadal á Ingjaldssandi. „Í mörg ár
þar á undan hafði hann alltaf reglu-
lega sagt við mig: „Dagbjört, þú get-
ur skrifað.“ Ég gerði aldrei neitt í
því. En svo leitaði þetta á mig um
kvöld, 23. ágúst 2011, þremur dög-
um eftir útför hans, þegar ég var að
fara að sofa, um klukkan hálfellefu,
að nú væri rétt að láta reyna á orð
hans, nú væri komið að þessu. Þrem-
ur tímum seinna var sögusviðið orðið
klárt og karakterarnir. Og svo
hringdi ég í bróður minn, Pál, og bað
um leyfi til að nota Gummanafnið,
því eldri sonur hans heitir Guð-
mundur, og það er ástæðan fyrir því
að aðalsögupersónan er strákur. En
þetta er minn heimur. Ég átti bara
þennan litla, fallega frænda, sem
snerti mig mjög í hjartastað og þá
um leið varð þetta svo miklu
skemmtilegra, að semja söguna,
heldur en ef þetta hefði bara verið
eitthvert nafn út í bláinn. Hann var
bara eins árs um þetta leyti, en hann
er ljóshærður og bláeygur. Í bók-
unum er hann 8 ára.
Varðandi hitt fólkið í bókunum þá
var það ekki meðvitað að hafa afa og
pabba sem fyrirmyndir fyrir af-
anum, en ég er nokkuð viss um að
þeir eru samt klárlega áhrifavaldar.
Og það eru margir Bolvíkingar sem
segja mér að þegar þeir lesi fyrstu
bókina þá heyri þeir í pabba. Hann
hlær hrossahlátri og það er galsi í
honum.“
Bækurnar fjórar nefnast: Gummi
fer á veiðar með afa, Gummi og
dvergurinn úrilli, Gummi fer í fjöru-
ferð og Gummi fer í fjallgöngu. Sam-
an lenda Gummi og Rebbi í spenn-
andi og stundum hættulegum
ævintýrum í sveitinni hjá afa og
ömmu. Óðinsauga gefur út. Huginn
Þór Grétarsson er þar á bak við og
hefur sérhæft sig í barnabókum.
Fann teiknarann eftir leit á
bókasafninu og Google
„Ég fékk alveg frábæran teiknara
í lið með mér, Karl Jóhann Jónsson,
sem ég þekkti ekki neitt,“ segir hún.
„Ég fann hann þannig að ég fór á
bókasafnið og skoðaði bækur sem ís-
lenskir listamenn höfðu teiknað í. Og
gúgglaði líka. Og þegar ég fór að
skoða niðurstöðurnar úr þessum
tveimur áttum, um þann sem mér
fannst henta mér best, reyndist um
sama einstakling vera að ræða. Það
eru margir sem nota erlenda lista-
menn til að myndskreyta, en ég vildi
einhvern á heimavelli af því að sög-
urnar eru svo tengdar náttúrunni.
Það kemur nefnilega fyrir að þegar
maður er að fletta bókum sem eiga
að gerast hér á landi en eru með
myndskreyta á bak við sig, að maður
sér t.d. að bergið er ekki svona á lit-
inn eða trén ekki íslensk. Mér fannst
mikilvægt í mínum sögum að þetta
væri annaðhvort Íslendingur eða
einhver sem þekkti náttúruna og
menninguna hér mjög vel, til þess að
fá réttan blæ t.d. á sjónum og himn-
inum og svo framvegis. Hann var nú
ekkert alveg til í þetta strax en mað-
urinn minn bara gafst ekkert upp.
Og hann er enn að teikna fyrir okkur
og samstarfið er alveg frábært.
Hann fékk nokkuð af ljósmyndum úr
Dýrafirðinum til að átta sig á fólki
og staðháttum, en þá komst ég að
því að á meðan ég var að alast upp
var ekkert verið að taka myndir
nema við sérstök tilefni, á jólum eða
þegar gestir komu og þannig.
Hvunndagurinn var dálítið útundan.
Það fundust því ekki margar myndir
af því þegar verið var að gera að grá-
sleppu eða við börnin að leik með
yrðlingunum. En ég sagði við hann
að ég vildi ekki að hið teiknaða yrði
nákvæmlega eins, heldur að hann
fengi innblástur frá hinni mögnuðu
náttúru fyrir vestan.“
Nýtt lopapeysumunstur
í hverri bók
Athygli vekur hvað bækur Dag-
bjartar eru íslenskar. Umhverfið,
fatnaðurinn, sögupersónurnar, en
þar úir og grúir m.a. af hinum ýmsu
dýrum í þjóðsagnaarfinum okkar.
„Afi átti bát sem hét Kringla,
hann var aðeins lengri en sá sem er í
bókunum, en annars nákvæmlega
eins,“ segir hún. „Og svo gerði ég
mannlýsingar fyrir Karl Jóhann,
eins og til dæmis það, að afinn væri
ekkert farinn að láta sig, hann er
sjómaður, sterklega byggður, grár,
órakaður, og Gummi ógreiddur og
ógyrtur – rétt búinn að klæða sig og
hlaupa út. En Karl Jóhann á annars
allan heiðurinn af lopapeysunum,
það er nýtt munstur og litur í hverri
bók. Hann var að klára að teikna
fimmtu bókina og þar er enn nýtt að
sjá. Gummi er alltaf í einni slíkri og
gallabuxum og strigaskóm, gúmmí-
skóm eða einhverju í þeim dúr, eins
og maður var sjálfur í sveitinni.
Mamma segir fyrstu söguna vera
sjálfsævisögu. Hún er alveg byggð á
Gerðhömrum við Dýrafjörð eins og
hinar bækurnar. Og þeir sem þekkja
til þarna geta staðsett allar sög-
urnar. Bróðir minn veit t.d. hvar all-
ar sögurnar gerast. En ég gef mér
þó ákveðið skáldaleyfi.
Við Karl Jóhann vinnum mjög vel
saman, ég sendi honum söguna og
hann er með listræna augað og dreg-
ur fram það sem hann vill teikna og
skiptir því niður á síður. Ég er rosa-
lega ánægð með hann.
Og ástæðan fyrir því að refur
fylgir Gumma jafnan eftir er sú að
ég ólst upp við að hafa yrðlinga, sem
teknir voru á vorin, því afi minn, Jón
Hafsteinn Oddsson var refaskytta,
rétt eins og langafi minn, tengdafað-
ir hans. En það voru engir hundar
eða önnur dýr á bænum og ég var
mjög leið yfir því á sínum tíma. Ég
var á Gerðhömrum milli þess sem afi
og amma héldu fé, þannig að ég
missti alveg af því. En það voru allt-
af yrðlingar. Og svo var fjaran og
klettarnir leiksvæðið. Þar gerast
líka sögurnar. Svo bætast við alls
konar verur eins og sjávardís,
dvergar og tröll og fleira. Og í
fimmtu bókinni er það huldufólk.
Hún er nýfarin í prentun og kemur á
markað í desember. Gummi og
Rebbi fara óboðnir inn í hulduheim
og lokast þar inni, með alvarlegum
afleiðingum. Það verður síðasta
Gummabókin í bili. Ég stefni síðan á
að gefa út bók með vorinu sem varð
til þegar voraði seint hér á Dalvík og
ekki sást á dökkan díl þegar gæs-
irnar fóru að koma. Hún fjallar um
baráttu Vetrar konungs og Prins-
essu vorsins.“
„Dagbjört, þú
getur skrifað“
Dagbjört Ásgeirsdóttir er að senda
frá sér fimmtu bókina um drenginn
Gumma og yrðlinginn Rebba
Höfundurinn Dagbjört Ásgeirsdóttir
með bækurnar sínar fjórar.
Ný bók Fimmta bókin um Gumma
og Rebba er á leiðinni.
Söguhetjan Gummi er aðal-
sögupersónan í bókunum.
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
Verðlaunamerki frá USA
Gallabuxur