Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins og baráttuna gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu þér Hreyfils appið og pantaðu bleikan bíl. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur samþykkt tæplega 900 fermetra við- byggingu, að mestu úr gleri, sem tengja mun Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a. Félagið Lauga- stígur mun byggja á reitnum, eins og rakið var í Morgunblaðinu í gær. Með því lýkur löngu friðunarferli sem hófst með borgarstjóraskiptum í Ráðhúsinu í janúar 2008. Málið hef- ur síðan tekið nokkra snúninga. Haft var eftir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu 5. september 2007 að þeir væru fylgjandi niðurrifi á reitnum. Voru framsóknarmenn sagðir það líka. Hinn 6. febrúar 2008 sagði í frétta- skýringu í Morgunblaðinu að á þriggja tíma borgarstjórnarfundi daginn áður hefði verið tekist á um kaupverð húsanna á reitnum, alls 580 milljónir, og „hvort borgar- stjórnarstóllinn hefði fylgt í kaup- bæti“. Var Ólafur F. Magnússon þá orðinn borgarstjóri en hann var bar- áttumaður fyrir friðun húsa. Var þá kominn nýr meirihluti í borginni. Dagur taldi kostnaðinn meiri Hinn 11. júlí 2008 var haft eftir Degi B. Eggertssyni, þáverandi borgarfulltrúa Samfylkingar og nú- verandi borgarstjóra, í Morgun- blaðinu, að meirihlutinn hefði sett fram órökstuddar fullyrðingar um 200 milljóna kostnað borgarinnar af breyttu skipulagi á reitnum. Gögn málsins bæru með sér að heildar- fjárútlát yrðu 1 til 1,1 milljarður. Tilefnið var að borgarráð hafði þá samþykkt að auglýsa nýtt skipulag á Laugavegi 4 og 6 eftir hálfs árs undirbúning. Hanna Birna Krist- jánsdóttir, þá formaður skipulags- ráðs, sagði á „ferðinni algjört tíma- mótaverkefni fyrir Laugaveginn“. Fór svo að gömlu húsin á reitnum voru endurbyggð á kostnað borgar- innar. Það gerðist svo næst í málinu í mars 2014 að borgin auglýsti eign- irnar til sölu í lokuðu útboði. Fór svo að borgin seldi félaginu L4 eignina. Kemur kaupverðið ekki fram á afsali sem er móttekið til þinglýsingar 25. nóvember sl. Seldir voru Laugavegur 4 og 6 og Skóla- vörðustígur 1a, alls 632 fermetrar. Samkvæmt heimildum blaðsins var kaupverðið 365 milljónir. Það gerist næst í málinu að félagið L4 selur öðru félagi, Laugastíg, eignina. Samkvæmt kaupsamningi sem er móttekinn til þinglýsingar 19. febrúar sl. virðist Laugastígur hafa keypt eignirnar á 175 milljónir. Þá eru tilgreind önnur skilyrði sem ekki eru auðskilin. Hafði borgin þá átt eignina í sjö ár eftir að hafa keypt reitinn af Kaupangi í febrúar 2008 á 580 milljónir, sem áður segir, eða 873 milljónir á verðlagi nú. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, segir núverandi meirihluta hafa bakað borginni tjón með sölunni. Fasteignaverð hækki stöðugt í miðborginni og með því að bíða ekki lengur með söluna hafi borgin orðið af raunverðshækkun eignanna. Á varfærinn hátt megi ætla að borgin hafi tapað 120-150 milljónum á að bíða ekki með söluna. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að handan götunnar, á Laugavegi 1, hafi 670 fermetra eign, auk 700 fermetra leyfilegs byggingarmagns, verið seld á 415 milljónir í febrúar sl. Það er gömul fasteign. Við sölu borgarinnar á Laugavegi 4 til 6 hafi verið stuðst við 15 mánaða gamalt verðmat á þessum nýju húsum. Þá fékk hún það svar frá fjármála- skrifstofu borgarinnar að tap borg- arinnar af sölunni væri 409 milljónir, án tillits til afskrifta. Gerir borgina fallegri Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulags- ráði, segir nýju teikningarnar í sam- ræmi við uppbyggingu á horni Lækjargötu og Austurstrætis eftir brunann 2007. „Við höfum trú á því að miðborg Reykjavíkur sé fallegri og sögu hennar gerð skil með því að halda í gömul hús. Auðvitað kostar slíkt. Því má líka velta fyrir sér hversu mikils virði þetta er fyrir þá ferðamenn sem skapa okkur hundr- uð milljarða í tekjur,“ segir hann. Friðun endar með nýju glerhýsi  Nýr kafli í sögu umdeilds byggingarreits á Laugavegi 4-6 að hefjast  Glerhýsi mun tengja ný hús  Tap borgarinnar af reitnum minnst 409 milljónir  Júlíus Vífill bendir á tekjur af ferðamönnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytt Efri myndin sýnir húsin eins og þau voru, sú neðri sýnir útlitið í dag. Teikning/PK arkitektar/Birt með leyfi byggingarfulltrúa Nýtt útlit Svona mun reiturinn líta út eftir nýsamþykkta uppbyggingu. Morgunblaðið/Ómar Uppbyggingin sem hætt var við Til stóð að reisa steinsteypt hús undir hótelrekstur á reitnum. Með nýjum meirihluta í borginni í ársbyrjun 2008 var fallið frá þeim áformum. Teikningar/GP arkitektar/Birt með leyfi borgarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.