Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég var ekki sátt þegar skólinn hætti þessu. Fannst að hann ætti frekar að snúa vörn í sókn, endur- nýja tæki og vera með hraðvirkari þjónustu. Af því að það var ekki gert fóru bændur og fyrirtæki að senda heysýni til greiningar erlend- is,“ segir Elísabet Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Efnagreiningar ehf. sem er nýtt fyrirtæki á Hvann- eyri. Afþakkaði annað starf Elísabet stofnaði fyrirtækið með manni sínum, Arngrími Thorlacius, dósent í efnafræði við Landbún- aðarháskóla Íslands. „Ég vann á rannsóknarstofu Landbúnaðarhá- skólans í þrettán ár. Skólinn ákvað að hætta þjónusturannsóknum, svo sem við hey- og jarðvegsefnagrein- ingar fyrir bændur og aðra og orku- efnamælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrabænda. Rannsóknarstofan hafði þá dregist aftur úr í tækni og gat ekki athugað alla þá þætti sem til dæmis kúabændur þurfa og greiningarnar tóku of langan tíma að mati margra. Síðustu árin hefur því töluvert af sýnum verið sent út til Hollands til efnagreiningar. „Mér var boðið annað starf við stofnunina en þáði ekki því ég vildi reyna að opna eigin rannsóknar- stofu,“ segir Elísabet. Hún fékk leigða aðstöðu í gömlu nautastöðinni á Hvanneyri. Þau hjónin fóru til Sjanghæ í Kína í mars til að kaupa tæki og búnað fyrir rannsóknarstof- una. Aðaltæki stofunnar, massa- greinir, var keypt frá Bandaríkj- unum og ýmis önnur tæki hafa verið keypt. Sækist eftir fleiri verkefnum Síðan hafa þau unnið baki brotnu við að innrétta húsnæði og koma tækjunum í gang og hafa fengið góða aðstoð við það. „Það var mikið stress í sumar því við vildum vera tilbúin 1. september til að geta tekið við heysýnum í haust. Það tókst og við erum ánægð með það sem við höfum fengið. Við vorum ekki búin að koma upp öllum greiningum en þær hafa smám sam- an verið að bætast við. Þetta er mik- il þróunarvinna og við verðum tilbú- in næsta haust til að gera allar greiningar á heysýnum,“ segir El- ísabet. Hún getur þess að Efna- greining lofi niðurstöðum innan tíu virkra daga og vel hafi gengið að standa við það. Nú er að hefjast annað tímabil þar sem jarðvegsgreiningar verða aðalverkefnið. Sýni eru byrjuð að streyma í hús og verður viðfangs- efnið til jóla að sýsla við þær. Starfsemin á rannsóknarstofu er árstíðabundin. Háannatíminn á stof- unni hjá Landbúnaðarháskólanum var á haustin. Elísabet hyggst breyta þessu í sínum rekstri. Hún ætlar að fara í markaðssetningu til að sækja sér ný verkefni. „Við mun- um bjóða hestamönnum upp á greiningu á heysýnum og getum einnig boðið þeim greiningar á blóð- sýnum úr hestum. Garðyrkjubænd- ur hafa sent jarðvegssýni til efna- greiningar í útlöndum og við munum bjóða þeim þjónustu. Fyrir vorið ætlum við að bjóða áhugafólki um garðyrkju og skóg- rækt efnagreiningar. Það getur sent okkur sýni úr trjábeðum, kartöflu- görðum eða af grasflötum og við munum greina þau og vísa þeim á leiðbeinendur um ræktun.“ Fékk hæsta styrkinn Mikill kostnaður er við uppbygg- ingu á góðri rannsóknarstofu. El- ísabet segir að stofnkostnaðurinn sé um 35 milljónir króna. Hún tekur fram að það hafi hjálpað sér við stofnun fyrirtækisins að fá ýmsa styrki. Nefnir að hún fékk hæsta styrkinn til atvinnumála kvenna frá félagsmálaráðuneytinu fyrr á þessu ári. Hún tók við honum úr hendi Eyglóar Harðardóttur félagsmála- ráðherra við hátíðlega athöfn við Bláa lónið í lok apríl. Styrkurinn fékkst út á þróun og smíði gagnagrunns vegna efnamæl- inganna. Í rökstuðningi kom fram að enginn aðili í landinu sinnti rann- sóknum á fóðri og jarðvegi með þessum hætti. Byggðastofnun er að- allánveitandi Efnagreiningar. Ræðst af verkefnum Elísabet er ein í fullu starfi hjá fyrirtækinu auk þess sem Arn- grímur stjórnar faglegu málunum. Þá hefur hún ráðið til sín nemendur úr Landbúnaðarháskólnum í hluta- störf við efnagreiningarnar og við að útbúa húsnæði stöðvarinnar. Ef starfsemin þróast eðlilega von- ast hún til að 2-3 starfsmenn verði þar að meðaltali eftir tvö ár eða svo. Það ráðist þó vitaskuld af því hvern- ig gengur að afla verkefna. Sækir á ný mið á dauða tímanum  Elísabet Axelsdóttir stofnaði eigin rannsóknarstofu til greiningar á hey- og jarðvegssýnum þegar Landbúnaðarháskólinn hætti að veita þjónustuna  Mikið átak að koma upp nýrri rannsóknarstofu Stofnendur Elísabet Axelsdóttir og Arngrímur Thorlacius við mikilvægasta tæki stofunnar, massagreini. Í Sjanghæ Elísabet og Arngrímur fengu góðar viðtökur þegar þau fóru í innkaupaferð til Kína. Þar keyptu þau innréttingar og tæki. Í tilefni að því að fimm ár eru frá því að Héðinsfjarðargöng voru opnuð halda Fjallabyggð og Háskólinn á Akureyri ráðstefnu þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar á áhrifum Héðinsfjarðarganganna á samfélögin á norðanverðum Trölla- skaga verða kynntar. Ráðstefnan fer fram í Menningarhúsinu Tjarnar- borg Ólafsfirði í dag, föstudaginn 2. október, og stendur yfir frá kl. 14- 17. Allir eru velkomnir. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri flytur opnunarávarp. Erindi flytja: Þóroddur Bjarnason, Jón Þor- valdur Heiðarsson, Sonja Stelly Gústafsdóttir, Kjartan Ólafsson, Andrea Hjálmsdóttir, Bjarni Th. Bjarnason, og Steinunn María Sveinsdóttir. Loks verða pallborðsumræður sem Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, stjórnar. Ráðstefnu- stjóri er Sigrún Stefánsdóttir, sviðs- forseti hug- og félagsvísindadeildar HA. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fimm ár frá opnun Héðinsfjarðarganga  Ráðstefna í dag um áhrif ganganna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.