Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 36

Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nýlega hafa komið fram í dagsljósið ljósmyndir sem Vigfús Sigurgeirs- son tók fyrir 70 árum, haustið 1945 við útför Margrétar Þorbjargar Jen- sen, eiginkonu athafnamannsins Thors Jensens. Myndirnar eru frá athöfninni í Dómkirkjunni og jarð- setningu í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þær hafa ekki birst áður og þykir fengur að þeim þar sem ljósmyndir svo gamlar við aðstæður sem þessar eru ekki algengar. Margrét Þorbjörg var 78 ára göm- ul þegar hún lést á heimili sínu á Lágafelli í Mosfellssveit 14. október 1945 eftir nokkurra mánaða van- heilsu. Þessi ættmóðir Thorsaranna, sem á fyrri hluta síðustu aldar voru ríkasta og voldugasta fjölskylda á Íslandi, var einkar hlédræg hús- móðir, fámál og dul í skapi að sögn þeirra sem þekktu hana. En hún kom börnum sínum til manns og stýrði stóru heimili þar sem mikið gekk á. Þótt Margrét Þorbjörg hefði fjórar vinnukonur lét hún sjálf aldrei verk úr henni falla. Hún kunni að vinna og stjórna í senn er haft eftir syni hennar Ólafi Thors. Hann var forsætisráðherra þegar hún lést. Það þótti því við hæfi að Alþingi gerði hlé á störfum sínum þegar út- förin fór fram. Athöfninni var einnig útvarpað. Viðstaddir auk fjölskyldunnar og vinafólks voru Sveinn Björnsson for- seti, erlendir sendiherrar og helstu fyrirmenn í landinu. Húskveðju á Lágafelli flutti séra Bjarni Jónsson sem einnig kastaði rekunum í kirkjugarðinum, en séra Friðrik Hallgrímsson flutti líkræðuna í kirkjunni. Ekkillinn, Thor Jensen, hlýddi á húskveðjuna en var svo yfirkominn af harmi og trega að hann treysti sér ekki í útförina. Slík var hugarkvöl Thors eftir lát eiginkonunnar að hann reis ekki úr rekkju í um það bil mánuð eftir lát hennar. Fjölmenni við útför ættmóður  Ljósmyndir frá útför Margrétar Þorbjargar Jensen í október árið 1945 nýlega komnar fram  Thor Jensen svo yfirkominn af harmi og trega að hann reis ekki úr rekkju í heilan mánuð Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Rekum kastað Lengst t.v. er séra Bjarni Jónsson Dómkirkjuprestur. Síðan má m.a. þekkja f.v. Ólaf Thors, Stefaníu Bjarnadóttur, Mörtu Thors, Ingibjörgu konu Ólafs og Maríu Louise Thors. Fyrir miðri mynd eru Kjartan Thors og Ágústa Björnsdóttir. Fyrir framan þau Camilla Hallgrímsson og Steinunn systir hinnar látnu. Þá Soffía Hafstein og Haukur Thors og lengst til hægri Jóna og Richard Thors. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Líkfylgd Kistuna bera í garðinum Thorsbræður, Richard, Haukur, Ólafur, Kjartan og Lorentz ásamt tengdasyninum Hallgrími Hallgrímssyni. Fyrir aft- an má m.a. sjá séra Bjarna Jónsson, Ingibjörgu, Mörtu og Margréti Louise Thors, Kristínu Vilhjálmsson, Ágústu Björnsdóttur Thors og Soffíu Hafstein. Ljósmynd/Úr fórum fjölskyldunnar Samrýnd Margrét Þorbjörg og Thor Jensen. Thor gat tæpast afborið fráfall konu sinnar, treysti sér ekki í kirkjuna og hlýddi á athöfnina í útvarpi. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Útför Líkmenn úr kirkju eru t.v. fremst Ólafur Hallgrímsson, Thor Ó. Thors, Thor Hallgrímsson og Jóhann Hafstein. T.h. fremst Richard Thors yngri, Thor Vilhjálmsson þriðji í röð og aftast Tómas Hallgrímsson. SÖLUAÐILAR: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 | Gullúrið Mjódd s: 587-4100 | GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12 s: 551-4007 | Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 | Jón Sigmundsson skartgripaverslun Laugavegi 5 s: 551-3383 | Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 | Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.