Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 44

Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 44
REYKJAVÍK Á FERÐ UM ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Við lendum ekki á viðkvæmum stöð- um enda viljum við ekki skilja eftir okkur ummerki. Oft erum við að lenda á snjó og yfirleitt er það þann- ig að það sér ekki nokkur maður að þyrla hafi lent á staðnum,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og mark- aðsstjóri hjá Reykjavík Helicopters. Góður uppgangur hefur verið í þyrluferðamennsku hér á landi und- anfarin ár og eru nokkur þyrlufyrir- tæki starfrækt á landinu. Saga Reykjavík Helicopters er stutt en farsæl. Í janúar 2013 hóf fyrirtækið störf og var strax vel tek- ið á markaðnum. Friðgeir segir að það hafi verið stöðugur vöxtur frá fyrsta degi og gerir ráð fyrir að svo verði áfram ef marka má spár um fjölgun ferðamanna. „Það er samt ekki enn byrjað að gjósa á þessu ári,“ segir hann og hlær, en fyrir- tækið var fullbókað alla dagana sem gosið í Holuhrauni stóð yfir. Skilur ekki eftir sig spor Þar sem þyrla þarf hvorki flug- brautir né vegi bendir Friðgeir á að í fimm klukkustunda þyrluferð megi komast yfir og sjá svæði sem gæti tekið marga daga að komast yfir með hefðbundnum leiðum. Að auki skilur þyrla ekki eftir sig nein spor í náttúrunni. „Náttúran er með öllu ósnortin eftir okkar ferð um svæðið. Auðvitað brennum við eldsneyti en miðað við yfirferðina, ef við berum saman jeppa og þyrlu í Diamond-ferðinni okkar, þá er eyðslan líklega svipuð í lítrum talið. Þar erum við á flugi í tvo og hálfan tíma, en á ferðinni í fimm. Það tæki viku eða tíu daga að fara á þessa staði með hefðbundnum leiðum, s.s. á jeppum, vélsleðum eða gangandi. Fólk fer Laugaveginn, frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, á lakkskónum með okkur. Þess vegna held ég því fram að þetta sé mjög umhverfisvænn ferðamáti. Það er hins vegar hávaðamengun frá okkur, en við reynum að taka tillit til þess eins og við getum,“ segir hann. Alls staðar vöxtur Á síðunni TripAdvisor er fyrir- tækið eingöngu með einkunnina „Excellent“, en þegar þetta er skrif- að má þar finna 70 ummæli um fyrir- tækið og eru þau öll á einn veg. „Það er eitthvað sem við erum mjög stolt- ir af og lýsir metnaðinum hjá okkur. Excellent-einkunn kemur ekki að sjálfu sér og skiptir hún miklu máli. Fólk úti í heimi skoðar þessa síðu áð- ur en það leggur af stað og bókar sér þyrluflug,“ segir hann. Friðgeir segir að fyrirtækið sé tilbúið í að vaxa með auknum ferða- mannastraumi. „Það er vöxtur alls staðar í ferðamannabransanum og við erum tilbúnir í það og erum alltaf að skoða okkar mál,“ segir hann. Þá er þyrlufloti fyrirtækisins einnig í stöðugri skoðun, en þyrlurnar sem Á lakkskóm um náttúruperlur  Uppgangur í þyrluferðamennsku  Umhverfisvænn ferðamáti  Nýlistasafnið er til húsa í Völvufelli 13-21 í Breiðholti, en safnið flutti úr miðbæ Reykjavíkur sumarið 2014. Þorgerður Ólafsdóttir safnstjóri seg- ist ánægð með nýja staðsetningu. „Þetta hefur í raun verið mjög já- kvæð breyting og um leið mikil lyfti- stöng fyrir Breiðholtið og útvíkkun á menningu og myndlist í Reykjavík,“ segir hún og bendir á að safnið hafi að undanförnu verið afar vel sótt. „Gestahópur safnsins hefur fyrst og fremst breikkað til muna frá því sem áður var,“ segir Þorgerður og heldur áfram: „Nú sækja okkur grimmt heim sex ára guttar úr hverf- inu. Þeir eru mjög duglegir við að spyrja okkur út í samtímamyndlist.“ Krakkarnir í hverfinu eru ekki þeir einu sem hafa gaman af þeirri list sem Nýlistasafnið geymir því þangað koma einnig skólahópar að meðaltali tvisvar sinnum í viku. Þá er vert að geta þess að einkasýning lista- mannsins Emils Magnússon Bor- hammar, sem nefnist Art-Works, verður opnuð 10. október nk. khj@mbl.is Morgunblaðið/Golli Nýló Þorgerður Ólafsdóttir safnstjóri og Eva Ísleifsdóttir safneignarfulltrúi. Krakkarnir í Breiðholti eru æstir í bæði menningu og listmuni  „Okkur langaði til að vera pínu öðruvísi – vera kósí og hrá í bland,“ segir Hjördís Andrésdóttir, eigandi veitingastaðarins Bike Cave, en stað- urinn er staðsettur í Skerjafirði og við helsta reiðhjólastíg borgarinnar. Þar innandyra er hægt að taka létta pásu frá hjólatúrnum, snæða dýrindis veitingar, taka nokkur vel valin lög á píanóið eða lagfæra far- arskjótann. „Við erum með verk- færakistu með öllum verkfærum í. Það er því til dæmis hægt að umfelga hjólin og jafnvægisstilla,“ segir Hjör- dís, en markmiðið með staðnum er að bjóða fólki upp á ódýran og góðan mat og aðstöðu til þess að dytta að reiðhjólum. Þá er þar einnig boðið upp á vespuleigu á sumrin. Í vetur verður hins vegar mikið um að vera og alls kyns uppákomur eru í farvatn- inu hjá Bike Cave. laufey@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Litríkt Þegar komið er inn í hjólahellinn í Skerjafirði blasir við manni hugguleg og hlý stemning, en þar er meðal annars hægt að fá sér ljúffengar veitingar. Hjólahellir leynist í Skerjafirði Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Hugmyndin kviknaði á kaffihúsi í París um að láta gott af sér leiða og styrkja Unicef,“ segir Róbert Gunn- arsson, landsliðsmaður í handbolta, sem ásamt öðrum landsliðsmanni, Gunnari Steini Jónssyni, hannar og selur handþrykkta boli og peysur undir vörumerkinu Bob Reykjavík. Vörurnar eru umhverfisvænar og framleiddar við siðferðislega við- urkenndar aðstæður, að sögn Ró- berts en hann og Gunnar Steinn stofnuðu fyrirtækið sumarið 2015 og hefur því verið tekið vel hér á landi. „Þetta hefur gengið vel hingað til og við vonum að fólk haldi áfram að taka vel í þetta,“ segir Róbert, en bolirnir eru uppseldir sem stendur. Peysurnar má hins vegar enn nálg- ast á heimasíðu fyritækisins, þ.e. www.bobreykjavik.com. Lítið fyrirtæki en stór gjöf „Við löbbuðum strax inn til Uni- cef og sögðumst vilja gefa þeim pen- inga, en við ættum bara eftir að safna þeim,“ segir Róbert léttur í bragði um fyrsta skrefið þegar fyr- irtækinu var ýtt úr vör í sumar. Fyr- ir hvern seldan bol eða peysu styrkir fyrirtækið Unicef um eitt teppi og nýlega voru framkvæmdastjóra Uni- cef á Íslandi afhent alls 250 teppi. „Við erum mjög stoltir af því Handboltakappar og Bob styrkja Unicef  Hluti af hverri seldri vöru til góðs Morgunblaðið/Eva Björk Bob Róbert Gunnarsson og Gunnar Steinn Jónsson, eigendur fyrirtækisins Bob Reykjavík fagna góðu gengi. Friðgeir Guðjónsson afhenti Krabbameinsfélagi Íslands í fyrra alls 521.045 krónur sem safnast höfðu hjá fyrirtækinu í október sama ár við sölu á Bleikum þyrluferðum. Hafði þyrla fyrirtækisins þá verið máluð bleik á litinn og skreytt bleiku slaufunni. Bauð fyrirtækið þannig upp á „bleikar útsýnisferðir“. Friðgeir segir þetta verkefni hafa verið skemmtilegt en krefjandi. „Ég veit ekki hvort við gerum þetta aftur. Það var örlítið flóknara að gera þetta en við héldum. Það voru fimm menn í tvo daga að mála þyrluna. Það var þó sannarlega þess virði enda til styrktar góðu málefni, sem er eitthvað sem við munum reyna að gera meira af í framtíðinni.“ Rúmlega hálf milljón safnaðist BLEIKA ÞYRLAN SLÓ Í GEGN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.