Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 45
Síðasti áfangastaður á sex vikna ferðalagi blaðamanna
og ljósmyndara Morgunblaðsins um landið er höfuð-
borgin Reykjavík. Í sveitarfélaginu, sem er hið fjöl-
mennasta á landinu, búa um 122.000 manns, en alls er
það um 277 ferkílómetrar að stærð.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
„Við reynum að hafa mikið fyrir
augað inni á staðnum og gerum
skemmtilega matseðla
og pælum einnig tals-
vert í tónlistinni – það á
nefnilega að vera gam-
an að koma hingað
inn,“ segir Gunnar Már
Þráinsson, einn eig-
enda Huppu ísbúðar, en
búðin var opnuð nýver-
ið í Álfheimum í
Reykjavík.
Huppa býður upp á
nýstárlegan matseðil
þar sem finna má tólf
tegundir af bragðaref
hverju sinni. Þeir vin-
sælustu haldast óbreyttir en hin-
um, sem minna selst af, er stöðugt
skipt út fyrir nýrri og betri út-
gáfur. Rímar þetta þannig að
sögn Gunnars við veitingastaða-
menningu þar sem kokkarnir
eiga að vera hugmyndaríkir og
lifandi í starfi.
Eftir komuna til
Reykjavíkur urðu eig-
endur Huppu þess fljót-
lega varir að bæjarbúar
þekktu verslunina vel, en
Huppa var fyrst opnuð á
Selfossi fyrir nokkrum
árum. „Það var rosalega
gaman að upplifa og
hafði ég ekki áttað mig á
því áður,“ segir Gunnar
glaður í bragði, en að
sögn hans hefur rekstur
ísbúðarinnar farið vel af
stað í bænum og hún ver-
ið vel sótt. „Enda erum við dugleg
að gera eitthvað nýtt og spenn-
andi – seinast komum við með
pipardýfu á ísinn og sló það í
gegn.“ laufey@mbl.is
Frá Selfossi í Álfheimana í Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gómsætt Það er oft gaman að skreppa í ísbúð og fá sér eitthvað gott.
Huppa færir nú
Reykvíkingum ís
fyrirtækið heldur úti eru nýlegar og
af gerðinni Eurocopter AS-350B2 og
AS-350B3. „Markaðurinn fyrir þyrl-
ur er alþjóðlegur og við fylgjumst
vel með honum,“ segir Friðgeir.
Fljúgum ekki blindflug
Að sögn Friðgeirs spilar veðrið
stóran þátt í rekstri þyrlufyrirtækja
enda vilja viðskiptavinir sjá nátt-
úruperlur landsins, en ekki skýja-
bakka og þoku. „Þoka og vindur eru
ekki vinir okkar. Sem dæmi má
nefna að þegar eldgosið var í Holu-
hrauni vorum við nánast fullbókaðir
alla daga meðan á gosinu stóð. En
ætli við höfum ekki þurft að aflýsa
helmingnum vegna veðurs.“
Ljósmynd/Jón Gústafsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bleika þyrlan Friðgeir Guðjónsson,
Ólöf María Jóhannsdótttir, Sigur-
laug Gissurardóttir, Ragnheiður
Haraldsdóttir og Reynir Freyr Pét-
ursson við eina þyrlu fyrirtækisins.
miðað við hvað við erum lítið fyr-
irtæki,“ segir Róbert
Hver er þessi Bob?
Aðalmaður fyrirtækisins er
sagður vera Bob og prýðir hann
gjarnan vörulínuna. Bob er nokkuð
viðkunnanlegur maður í útliti og
með flottan hatt á höfði. Er hann
sagður ferðafélagi þeirra Gunnars
og Róberts í gegnum tíðina og bera
vörurnar merki ferðasögu hans.
Honum er lýst sem jákvæðum og
friðelskandi jafnréttissinna sem vill
öllum vel, ekki síst sjálfum sér.
Hann er hins vegar ekki full-
kominn og tekur stöku feilspor eins
og annað fólk, að sögn Róberts. „Það
er gaman ef fólk kannast við Bob og
veit um leið fyrir hvað hann stend-
ur,“ segir Róbert, en Bob hefur til
þessa tekið virkan þátt í samfélaginu
og m.a. látið druslu- og gleðigöng-
urnar sig varða. Ljósmynd/Bob Reykjavík
Nýtt Peysur sem Bob sjálfur prýðir
eru bæði fallegar og sérstakar.
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð