Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 52

Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgaryfir-völd hafamörg undanfarin ár beitt sér gegn Reykjavíkur- flugvelli og lagt ofurkapp á að koma honum úr Vatns- mýrinni. Margvíslegar og miður skemmtilegar aðferð- ir hafa verið notaðar í þess- um tilgangi, í seinni tíð einkum að þrengja svo að flugvellinum að ófært verði að reka hann áfram. Þetta eru ótrúleg vinnu- brögð og það sem er ekki síst aðfinnsluvert er að borgaryfirvöld hafa á stundum fengið aðstoð rík- isvaldsins við þessar atlög- ur sínar að vellinum. Einn liður í því var að stofna nefnd sem átti að leita að nýju flugvallarstæði, jafn fjarstæðukennd og sú leit var frá upphafi, enda til- gangurinn með því nefnd- arstarfi aðeins sá að koma flugvellinum úr Vatnsmýr- inni. Niðurstaða nefndar- starfsins var í samræmi við tilganginn og augljóst að sá kostnaður sem lagður var í að leita að flugvelli er tapað fé sem mun aldrei nýtast til nokkurs hlutar. Flugvöllur- inn er ekki á leið í Hvassa- hraun eða nokkurn annan stað sem slík nefnd kann að „finna“ eftir umfangsmikla og kostnaðarsama „leit“. Mikilvægt er að borgar- yfirvöld og aðrir þeir sem hafa þráast við í þessu máli sætti sig við að vilji lands- manna, þar með talið borg- arbúa, stendur til þess að hafa Reykjavíkurflugvöll á sínum stað, að viðhalda inn- anlandsflugi og traustu sjúkraflugi. Í þessu sambandi er þýð- ingarmikið að nú hefur Ólöf Nordal innanríkisráðherra tekið af skarið og talað skýrt um viðleitni borgar- innar til að þrengja að flug- vellinum sem sé andstæð áformum ríkisins um að reka áfram flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Á fundi í fyrradag sagði innanríkis- ráðherra: „Það liggur fyrir að borgarstjórinn í Reykja- vík er annarrar skoðunar en ég og borgarstjórnar- meirihlutinn vill ekki hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þá stendur málið einfald- lega þannig, að borgar- stjórnarmeirihlutinn vill ekki hafa flugvöll þar, en ríkis- valdið rekur flugvöll í Vatns- mýrinni. Á með- an ríkisvaldið rekur flugvöll fyrir innan- landsflug, sem ekki er á stefnuskrá að leggja niður, þá þarf til þess flugvöll til þess að lenda flugvélum á. Og það er ekki um neinn annan flugvöll að ræða en Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Ég sé það ekki fyrir mér að það sé að rísa flugvöllur í Hvassa- hrauni á næsta ári, og ekki sé ég það fyrir mér að inn- anlandsflugið verði flutt til Keflavíkur.“ Hún bætti við: „Mér finnst allt þetta mál hið undarlegasta og hafi verið það lengi“, og skyldi engan undra. Ólöf ræddi einnig um neyðarbrautina og sagðist telja að ef fórna ætti henni væru menn komnir á flótta með innanlandsflugvöll í Reykjavík og ef hún færi mætti spyrja hvort næsta braut yrði þá ekki í hættu og loks sú þriðja. Og hún var með skýr skilaboð til borgaryfirvalda um fram- haldið: „Varðandi lokun neyðarbrautarinnar vil ég taka fram, að það er innan- ríkisráðherra, sem þarf að taka ákvörðun um slíka lok- un. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. Á meðan ráð- herra hefur ekki tekið slíka ákvörðun, þá er flugvöllur- inn áfram þar sem hann er.“ Niðurstaða þeirrar und- arlegu nefndar sem skipuð var til að leita að flugvall- arstæði í Reykjavík er ekki að neinu hafandi, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu einni að í henni sat borgar- stjórinn í Reykjavík sem lít- ur á það sem forgangsverk- efni að bola flugvellinum úr Vatnsmýrinni. Fyrir liggur, ekki síst eft- ir ummæli innanríkis- ráðherra um flugvöllinn og aðförina að honum, að rík- isvaldið hefur ekki í hyggju að láta undan þrýstingi þeirra minnihlutasjónar- miða að loka flugvellinum. Mikilvægt er að þessi stefna sé skýr, að eftir henni sé unnið og að þjónusta við flugvallarstarfsemina fái hér eftir að byggjast upp með eðlilegum hætti í Reykjavík. Leit að flugvelli er lokið. Hann fannst í Vatnsmýrinni} Hið undarlegasta mál Þ að er athyglivert hversu margir vilja stjórna því hvernig konur og stelpur klæða sig. Sums staðar er klæðaburður kvenna meira að segja lögbundinn þar sem konum er beinlínis skylt að hylja tiltekna hluta lík- ama síns. Núna í vikunni bárust fréttir af því að stúlk- ur í Háteigsskóla í Reykjavík hefðu fengið til- mæli um að klæðast ekki magabolum í skól- anum. Að klæðast þeim væri nefnilega svo „truflandi“ fyrir aðra nemendur og orð eins og kynferðislegar vísanir voru notuð til að lýsa þeim áhrifum sem það getur haft á skóla- starfið ef glittir í mallakút í skólastofunni. Engum virðist hafa dottið í hug að það gæti verið truflandi fyrir barnið í magabolnum að þurfa skyndilega að hafa áhyggjur af því að einhverjum öðrum gæti þótt klæðnaður þess hafa kynferðislegar vís- anir. En sé það svo, að magabolir virki truflandi á ein- hvern í skólasamfélaginu hvort sem um er að ræða nem- anda eða kennara, er þá ekki hægt að skoða aðrar leiðir en að setja boð og bönn? Fatnaður og útlit er mikilvæg leið til sjálfstjáningar fyrir unglinga og við, sem höfum kennt unglingum eða unnið með þeim á annan hátt, vit- um hversu klæðaburðurinn er sterkur þáttur í sjálfs- myndinni á þessum aldri. Fyrir nokkrum árum voru foreldrar nýnema í fram- haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu boðaðir á fund af skólastjórnendum. Þar var þeim greint frá ýmsu sem þá gæti fýst að vita varðandi skólastarfið, m.a. frá væntan- legri busavígslu. Þeim tilmælum var beint til foreldra nýnemastúlkna að sjá til þess að þær klæddust hlýrabol við busavígsluna; vatni yrði sprautað, fötin þeirra gætu orðið gegnsæ og það væri ávísun á kynferðislega áreitni af hendi eldri pilta sem gætu ekki hamið sig við slíkar aðstæður. Foreldrar þeirra fengu aftur á móti engin tilmæli um að árétta við syni sína að bera virðingu fyrir busastúlkunum. Mörgum dettur nefnilega ekkert betra í hug til að koma í veg fyrir áreitni og aðra óviðurkvæmilega hegðun en að setja konum og stelpum reglur um hvernig þær eiga eða eiga ekki að vera. Ísland er ekki eina landið þar sem þetta hefur verið í umræðunni, t.d. var núna síðsumars talsvert um mótmæli víða í Bandaríkjunum vegna þessa. Stúlkur í Massachusetts-ríki mótmæltu því að þeim væri bannað að vera í þröngum fatnaði í skólanum. Um svipað leyti skipulögðu unglingsstúlkur í Chicago mótmæli vegna þess að þeim var bannað að ganga í fatnaði sem sýndi berar axlir þeirra og stúlkur í Ohio mótmæltu því að samkvæmt skólareglum væri þeim skylt að vera í brjóstahaldara. Dæmin eru fleiri, boðin og bönnin mis- munandi, en tilgangurinn alltaf sá sami: að setja reglur um klæðnað stúlkna svo þær trufli ekki. Aftur á móti eru talsvert færri reglur um klæðaburð drengja. Fáir virðast hafa áhyggjur af því að þeir ögri eða trufli með því hvernig þeir klæða sig. Enda eiga þeir líka að ráða því sjálfir, rétt eins og stelpurnar. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Berir mallakútar í skólastofu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur menningar- ogmiðaldastofnunarinnarSnorrastofu í Reykholtihafa látið teikna nýjan sýn- ingarsal. Snorrasýningin er í safn- aðarsal kirkjunnar. „Okkur er þröng- ur stakkur skorinn því söfnuðurinn þarf að nýta rýmið fyrir sína starf- semi,“ segir Bergur Þorgeirsson for- stöðumaður. Snorrastofa fagnar tutt- ugu ára afmæli sínu með dagskrá í Reykholti á morgun. Gert er ráð fyrir nýja salnum á jarðhæðinni, á milli safnaðarsalarins og Snorrastofu. „Við bindum miklar vonir við að af þessu geti orðið. Ís- lensk ferðaþjónusta þarf á því að halda að ferðafólk dreifist á fleiri staði, ekki aðeins á þá örfáu sem orð- ið hafa fyrir mestum átroðningi. Þá er kominn tími til að nýta menningar- ferðaþjónustu meira, hvað þá þennan merkilega miðaldaarf sem við Íslend- ingar eigum, arf sem er einstakur í heimssögunni,“ segir Bergur. Frumkvæðið frá söfnuði Stofnskrá Snorrastofu var und- irrituð á dánardægri Snorra Sturlu- sonar 23. september 1995. Árið eftir hófst starf Snorrastofu fyrir alvöru þegar gerður var samningur milli ríkis og heimamanna. Þá var einnig komið á fót ferðaþjónustunni Heims- kringlu. Fyrsti forstöðumaður stofn- unarinnar var ráðinn haustið 1998, Bergur Þorgeirsson, og hefur hann stýrt starfseminni síðan. Þá hafði verið mörkuð sú stefna að gera Snorrastofu að rannsóknarstofnun. Bergur tekur fram að hug- myndin að Snorrastofu hafi orðið til innan safnaðar Reykholtssóknar. Söfnuðurinn ákvað, þegar unnið var að undirbúningi byggingar nýrrar kirkju í Reykholti, að reisa Snorra Sturlusyni minnisvarða, Snorrastofu, sem fæli í sér ræktun, rannsóknir og miðlun á arfi þeim sem hann skildi eftir sig. Kirkjan var vígð sumarið 1996. Rannsóknir og miðlun „Mér finnst þetta hafa gengið vonum framar. Við erum með um- fangsmikla starfsemi, bæði á sviði fræða og miðlunar á hinum forna menningararfi og sögu Borgar- fjarðar. Við störfum nú átta við þessa stofnun,“ segir Bergur. Hann segir að skipta megi starfseminni í þrjá hluta sem þó tengjast allir innbyrðis. Fyrst nefnir hann að Snorrastofa standi fyrir um 40 viðburðum á ári. Það eru fyrirlestrar, ráðstefnur og námskeið. Í öðru lagi segist hann stoltur af þeim rannsóknarverkefnum sem Snorrastofa hafi verið með og tekið þátt í. Nefnir sérstaklega stærsta verkefnið sem nú er unnið að, al- þjóðlegt rannsóknarverkefni sem fjallar um trúarbrögð á norðurhveli jarðar frá því fyrir kristni og grund- vallast að stórum hluta á Eddu Snorra Sturlusonar. Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í þriðja lagi segist hann ánægð- ur með hvernig tekist hafi að þróa móttöku ferðafólks. Byggja upp gestastofu, sýningar og þróun alls umhverfis á staðnum. Sýningin Saga Snorra er mikilvægur liður í miðlun og móttöku ferðafólks. Mikil sóknarfæri eru í ferða- mennskunni. Bergur bendir á að staðurinn dragi að sér 200 þús- und heimsóknir á ári. Flestir ferðamennirnir fara að Snorralaug og hafa ekki tíma til að skoða fleira. Bergur seg- ir það verðugt verkefni að fá fleiri til að heimsækja Snorra- stofu og nýta þá góðu þjónustu sem þar standi ferðafólki til boða. Þörf á nýjum sýning- arsal í Snorrastofu Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson Í Reykholti Snorrastofa er í góðu sambýli við Reykholtskirkju. Um helgina verður 20 ára afmæli stofnunarinnar fagnað með dagskrá í kirkjunni. Litið verður yfir farinn veg og rýnt í dagsins önn, í dagskrá sem flutt verður á morgun í Reykholtskirkju í tilefni af 20 ára afmæli Snorrastofu. Björn Bjarnason, formaður stjórnar Snorrastofu, og Bergur Þor- geirsson forstöðumaður, gera það. Sagt verður frá hollvinafélag- inu „Snorres venner“ sem stofn- að hefur verið í Noregi. Fræða- hlið starfseminnar birtist í Ljóðaþætti úr landsuðri þar sem Ólafur Pálmason mag. art. fjallar um og fer með nokkur ljóð Jóns Helgasonar frá Rauðsgili. Snorri Hjálmarsson söngvari og Ingi- björg Þorsteinsdóttir píanóleik- ari flytja sönglög. Að lokum verður ný heima- síða Snorrastofu opnuð með formlegum hætti. Dag- skráin á morgun hefst kl. 15. Allt húsið verður opið gest- um og boðið upp á veitingar. Ef veður leyfir bjóða heima- menn til sögugöngu um staðinn, að dag- skrá lokinni. Litið yfir farinn veg 20 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ Bergur Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.