Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 55
UMRÆÐAN 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Öryggi og varnir Ís-
lands og Noregs hafa
lengi verið tvær hliðar
á sama pening. Í síð-
ustu heimsstyrjöld
voru norskar flug-
sveitir í Reykjavík og
á Akureyri til að
stunda eftirlitsflug og
fylgja skipalestum.
Margir norsku flug-
mannanna, kappar
hinir mestu, týndu því
miður lífinu. Þegar nýtt skeið hern-
aðarógnar á Norðurslóðum kallaði
á stofnun NATO, lögðu norsk
stjórnvöld á það hina ríkustu
áhersu að einnig Ísland yrði stofn-
aðili þess merka bandalags árið
1949. Ákvæði 5. gr. stofnskrár
NATO um sameiginlegar varnir eru
ótvíræð, svo og það svæði sem
samningurinn tekur til. Það á því
við um það sem hér er oft nefnt
Norðurslóðir (e. High North) og
nær til lands- og hafsvæða allt
norður til heimsskautsins. Innan
þessa flæmis er því að finna Ísland,
Noreg en einnig Grænland og á
þeim slóðum er mikla sögu varn-
arumsvifa að segja. Markverður
kafli í sögu kalda stríðsins og enda-
loka þess tengist varnaraðstöðunni
í Keflavík.
Við brottför Bandaríkjahers 2006
varð Ísland eina aðildarríki Atlants-
hafsbandalagsins án fastra land-
varna. Við tók reyndar takmörkuð
loftrýmisgæsla á vegum NATO sem
hófst 2008 að beiðni íslenskra
stjórnvalda. Í anda
Stoltenberg-skýrsl-
unnar var hafin nor-
ræn varnarsamvinna,
enda samlegðaráhrifin
af varnargetu þeirra
veruleg. Þessu átaki til
marks er þátttaka
hinna Norðurlandanna
allra í loftrýmis-
gæslunni við Ísland,
sem borin er uppi af
bandaríska flug-
hernum. Norski flug-
herinn leiðir þátttöku
Norðurlandanna.
Í síðastliðinni viku var haldinn
fundur á vegum norska sendiráðs-
ins og alþjóðamálastofnunar Há-
skóla Íslands um ástand og horfur í
öryggismálum á Norðurslóðum og
stefnu Noregs í þeim efnum. Fyrir
liggur nýleg skýrsla um þau mál
sem kynnt var af Rolf Tamsnes,
formanni sérfræðinganefndar, sem
vann það verk á vegum norska
varnarmálaráðuneytisins. Um er að
ræða greiningu á hinni miklu her-
væðingu Rússa á Norðurslóðum og
misvægi m.t.t. varna Noregs sem
leiðir til nýs „normal“-ástands í
stað þess „djúpstæða friðar“ sem
ríkti eftir kalda stríðið. Geostrateg-
isk þýðing svæðisins fyrir Rússa er
sögð tilkomin til að vernda nýjan
flota kjarnorkuknúinna kafbáta.
Þeir eru staðsettir á víðfeðmu ör-
yggis- eða verndarsvæði – Bastion
– Rússlands undan ströndum Nor-
egs. Syðst nær það til Íslands!
Þótt ekki sé ætlunin að vekja
upp einhverja Grýlu kalda stríðsins,
verður heldur alls ekki hjá því
komist að minna á hvað Rússar að-
hafast í næsta nágrenni við okkur
þessa dagana. Þann 14. september
sl. birti rússneska fréttastofan
TASS þær upplýsingar að Norð-
urfloti þeirra hefði þann dag byrjað
vikulangar heræfingar í Íshafinu
með þátttöku fjórtán herskipa,
fjögurra kjarnorku- eða dís-
ilknúinna kafbáta og tíu flutn-
ingaskipa auk fjögurra gerða her-
flugvéla. Bæði kafbátarnir og
herskipin æfðu skotæfingar með
stýrieldflaugum, samkvæmt síðari
fregnum. Þá segir frá nýrri gerð
kjarnorkuknúins rússnesks ísbrjóts
sem sé í smíðum og að þeir verði
þrír og hugsanlega fimm í sömu
áætlun. Þessum ísbrjótum er ætlað
að fylgja lestum vöruflutningaskipa
um heimskautið enda geti þeir
brotið ísinn allt að þriggja metra
þykkan.
Þótt þróun á Norðurslóðum hafi
afgerandi þýðingu fyrir okkur, er
kjarni málsins samt stefna okkar í
varnarmálum og framkvæmd henn-
ar. Það var djarft sögulegt frum-
kvæði að gerast stofnaðili að NATO
og síðan gerð tvíhliða varnarsamn-
ings við Bandaríkin. Það kostaði
harða baráttu. Þetta vill gleymast
nú löngu síðar þegar almenn
ánægja ríkir með þau skref.
Nú er þörf á á loftrýmisgæslan
verði aukin og að hún sé virk allt
árið. Þá er ekki síður þörf á að hér
séu staðsettar leitarvélar þær, sem
nú eru komnar í notkun enda benti
varavarnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna á það sérstaklega á ferð sinni
hér á dögunum. Fjarri lagi er að
öryggi okkar verði tryggt með öðru
en því virka samstarfi sem Ísland á
við Bandaríkin og önnur NATO-
lönd, einkum Norðurlöndin. Nú eru
tímar vaxandi ógnunar og því fer
sú þörf samstarfs mjög vaxandi og
þá ekki síður frumkvæðis af Íslands
hálfu. Það hlýtur að lúta að eflingu
okkar eigin varnaraðgerða, sem
einkum eru í höndum Landhelg-
isgæslunnar. Mikilvægi landlegu Ís-
lands mun aukast vegna opnunar
nýrra siglingaleiða um heims-
skautssvæðið. Fráleitt er að erlend
risaríkisfyrirtæki, hæglega dulbúin,
fái neinskonar aðstöðu á Íslandi eða
eignarhlut í bankakerfinu. Sú ógn,
sem nefna mætti síun fyrir erlenda
orðið „infiltration“, nær að lokum
sama árangri og hernaðaríhlutun.
Öryggis- og varnarmál
Eftir Einar
Benediktsson »Mikilvægi landlegu
Íslands mun aukast
vegna opnunar nýrra
siglingaleiða um heims-
skautssvæðið.
Einar
Benediktsson
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
eru einstakir þættir í mati nefndarinnar
matskenndir og vægi einstakra þátta
liggur ekki fyrir áður. Það er ekki yfir
gagnrýni hafið. Hins vegar verður ekki
séð að önnur lausn við mat á hæfni sé
möguleg, enda gæti takmarkað svigrúm
til mats leitt til einsleitni þeirra sem í
embættið skipast. Að því er fyrirliggj-
andi mat nefndarinnar varðar, er því
fráleitt fyrir að fara að kynferði um-
sækjenda ráði niðurstöðu um einstaka
þætti matsins eða heildarniðurstöðu. Að
þessu sinni sóttu þrír hæfir umsækj-
endur um embættið. Þegar farið hafði
verið í gegnum einstaka þætti í mati
nefndarinnar og þeir síðan metnir heild-
stætt, taldi nefndin Karl Axelsson hrl.
hæfastan umsækjenda.
Telji einhverjir að karllæg sjónarmið
hafi ráðið niðurstöðu, þá hafa hlutaðeig-
andi ekki fært fyrir því rök að hvaða
leyti mat nefndarinnar hygli sérstaklega
karlkyns umsækjendum. Mat nefnd-
arinnar er enda málefnalegt. Sem fyrr
eru því engin rök sem standa til þess að
ráðherra gangi framhjá mati nefnd-
arinnar og leggi til við Alþingi að annar
umsækjandi verði skipaður í embættið.
Hafa ber í huga að skipan dómara er að
endingu á ábyrgð ráðherra. Að lögum er
hins vegar ráð fyrir því gert að ráðherra
fari að niðurstöðu dómnefndar. Eigi að
víkja frá þeirri meginreglu og leita sam-
þykkis Alþingis fyrir því að velja annan
umsækjanda en þann sem talinn var
hæfastur, þurfa ríkar ástæður að liggja
til grundvallar þeirri ákvörðun ráð-
herra. Staðreyndin er sú að engin rök
hafa komið fram í umræðu umliðna daga
sem réttlætt geta frávik frá meginregl-
unni.
Höfundar eru lögmenn og meðeigendur
Karls Axelssonar hrl. á LEX lögmanns-
stofu
- með morgunkaffinu