Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 56

Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 VINNINGASKRÁ 22. útdráttur 1. október 2015 23 12264 19643 32182 41091 51085 62079 70931 499 12579 20175 32470 41114 51204 62499 71227 1002 13537 20240 32481 41141 51240 62550 71546 1010 13729 20427 32720 41169 51649 62895 71658 1139 13757 20499 32854 41378 51751 62972 71776 1806 13886 20953 33025 41682 51789 63682 71996 1894 13937 21109 33344 41688 52684 64022 72519 1912 14153 21340 33872 41850 52990 64072 72731 2403 14311 21638 34125 41968 53006 64263 73019 2782 14389 22113 34298 42070 53487 64346 73261 2956 14605 22416 34487 42571 53521 64463 73358 2988 15586 22632 34549 43497 54160 65069 73539 3027 15626 23295 34598 43701 54350 65103 73790 4566 15847 23871 34622 44279 54423 65128 73791 5125 16037 23917 34801 44533 54826 65183 73993 5351 16149 23918 35361 44572 54857 65986 74035 5525 16227 25067 35498 44836 55186 65998 75125 6371 16288 25144 35915 45272 55714 66019 75316 6576 16541 25307 36602 45420 56345 66490 75817 7607 17208 25449 37129 45472 56680 66574 76179 7619 17399 25559 37254 45536 56821 66723 76190 7759 17609 25694 37316 46423 57563 67139 76507 7847 17634 26207 37509 47459 57775 67914 76625 9036 17663 27144 38239 47476 57980 68092 77001 9472 18038 27277 38604 47532 58547 68249 77521 9802 18092 27428 38615 47888 58755 68370 78473 10143 18524 27748 38705 48215 58854 68464 78838 10398 18594 28481 38939 48423 59156 68715 78985 10470 18608 28679 38992 48475 59332 68753 79021 10589 18679 29193 39042 48484 59436 68762 79166 10743 18809 29479 39094 48549 59523 69110 79698 10746 18818 29834 39274 49785 59747 69315 10986 19085 29966 39530 49988 59962 69839 11786 19327 31484 39906 50048 60253 70164 12007 19440 31501 39943 50386 60891 70348 12152 19444 31580 40500 50562 61530 70454 12224 19474 31872 40885 51015 61725 70800 1449 10468 17573 27968 37001 48983 64420 72361 2283 10554 17584 30088 37553 49837 64854 72600 4156 10975 18115 32454 37994 50186 64908 72740 4409 11127 20055 33104 39230 52246 65566 73845 5574 11379 22971 33218 39549 52617 66789 74329 5872 11627 23180 33570 39992 52734 67358 74928 6141 12203 23263 33713 40072 59076 69212 76991 6177 13187 24203 34171 40113 60326 69425 79476 7988 13272 24475 35189 42020 60963 69616 79524 8037 16379 24545 35486 42247 61258 70642 9775 16461 24856 35620 44252 61290 71310 9885 16570 26260 35930 48257 63866 71568 10391 17292 27464 36872 48284 63999 71770 Næstu útdrættir fara fram 8., 15., 22., & 29. október 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 6023 17578 35428 43914 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 9018 16968 40044 47473 63136 71603 9623 21732 42499 54416 65598 72317 10516 24162 42632 54842 65855 72491 12423 28793 45924 56861 69073 78064 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 7 9 7 9 Fyrr í sumar áttum við leið um Grafning og sáum að lúpína hefur breitt úr sér á vissum svæðum, t.d. við Ölfusvatn. Sumarbústaðafólk sem við hittum á nálægu svæði sagði að lúpína væri farin að sækja inn á svæði þess og herja á náttúrulegan gróður. Okkur skilst að lúpína sé einnig að ná sér á strik í Sandey í Þingvalla- vatni. Margir hafa áhyggjur af þessu, þ.e. hvort svæðið verði eitt lúp- ínusvæði innan 15-20 ára og sæki með tímanum inn í þjóðgarðssvæðið. Það væri slæmt ef ásýnd svæð- isins umhverfis Þingvallavatns yrði umbylt vegna þessarar ásæknu plöntu. Við því verður að reyna að sporna með raunhæfum aðgerðum. Halda verður svæðinu umhverfis Þingvallavatn í þeirri gróðurmynd sem verið hefur um aldir. Lúpína og aspir eru ágætar plöntur á bersvæðum og sem skjól- belti á mýrarsvæðum, en eiga ekki heima við Þingvallavatn. Margir eru hissa á að sveitarfélög skuli ekki setja almennar reglur um gróðursetningu og fylgja þeim fast eftir. Vegfarendur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Er lúpína að yfirtaka gróðursvæði við Þingvallavatn? Þjóðlegt Gróðurmynd Þingvalla má ekki verða lúpínubreiða. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Í 12. gr. laga um end- urskoðendur segir: Endurskoðendur skulu hafa með sér fagfélag sem nefnist Félag lög- giltra endurskoðenda. Er öllum endurskoð- endum skylt að vera þar félagsmenn. Félag löggiltra endurskoð- enda (FLE) á að gegna því hlutverki og þá undantekningalaust fyrir alla sem skulu vera félagsmenn. Sú ofuráhersla FLE að halda öll- um alþjóðlegum stöðlum um reikn- ingsskil og endurskoðun að öllum fyrirtækjum, jafnt smáum sem stórum, hefur orðið til að auka út- gjöld fyrirtækja við þá þætti sem tengjast störfum endurskoðenda. Án þess þó að mikið megi teljast vera unnið í mörgum tilfellum. Evrópusambandið telur að smá og meðalstór fyrirtæki muni bera uppi um 80% (lion’s share) af þeirri við- reisn sem þörf er á þar og því er vilji til að draga úr regluverkinu. Þá eru fréttir af rannsóknum og aðgerðum sem miða að því að draga úr íþyngj- andi stjórnunarkostnaði (reduce the administrative burden) sömu fyrir- tækja án þess að rýra gæði upplýs- inga fyrir lesendur reikningsskila. Þróunin er því í allt aðra átt en á Ís- landi. Með nokkrum rétti má segja að einyrkjar séu ekki í stakk búnir til að fylgja út í ystu æsar öllu því mjög svo viðamikla regluverki sem FLE legg- ur ofuráherslu á. Hitt er svo álíka rétt að einyrkjar sinna vel því hlut- verki sínu að þjónusta viðskiptavini sína með hliðsjón af raunverulegu þörfum þeirra og almannahagsmunir geta vart talist í stórfelldri hættu. Þetta er sagt alveg burtséð frá meintum þekkingarskorti sem verð- ur að teljast léttvægur í þessu sam- bandi, og erfitt að benda á nein stór- felld tjón af þeim sökum. Til að valda miklu tjóni virðist þurfa að koma til mikil þekking, sem að eigin sögn er einungis talin fyrir hendi hjá stóru endurskoðunarstofunum. Hið mikla regluverk er sagt betur á færi stærri stofa, sem í krafti stærðar og fjölbreytni gætu betur sinnt þörfum þar sem almannaheill krefst vandaðs verklags. Ekki er af sanngirni hægt að halda því fram, að vel hafi til tekist, og eru dæmin nokk- ur um umfangsmikið tjón þar sem öll þekking hinna stærri stofa virðist hafa farið fyrir lítið. Liggur þá milli hluta hvort einhver sé í sök vegna vinnu sem innt var af hendi eða ógerð. Hinu er ekki hægt að mót- mæla með nokkrum rökum að tjón hefur orðið. Það sem fremur mætti sæta tíðindum eru viðbrögð FLE og stjórnenda en samkvæmt þeim virð- ist engum mega kenna þetta tjón. FLE hefur einkum beint spjótum sínum að einyrkjum sem skulu gerðir að blórabögglum fyrir þau fjárhags- legu áföll sem óneitanlega hafa yfir þjóðina dunið í boði hinna stærri stofa. Til að forðast gagnrýni virðist bakland stjórnar FLE beina sjónum að skaðlitlum þekkingargloppum ein- yrkjanna, og vill losa þá undan þeirri kvöð að starfa sem endurskoðendur, að vísu gegn vilja þeirra. Stjórn FLE skipar tvo fulltrúa af fimm í Endurskoðendaráð, auk þess sem tilnefndur fulltrúi Viðskiptaráðs kemur úr sama um- hverfi, og hefur FLE þar með tögl og hagldir þar innan dyra og er sú aðstaða ósparlega nýtt til aðgerða gegn óæski- legum félagsmönnum. Á óyndisverk ráðsins hefur verið bent og vafasamar aðgerðir þess hafa sætt ámæli ráðherra. Enn rótast þó ráðið gegn einyrkjum með sömu brögðum þrátt fyrir ádrepuna. Það er vandmeðfarið hlutverk að stýra félagsskap sem byggist á lög- þvingaðri aðild félagsmanna. Ábyrgðin sem í þessu felst er illa komin í höndum aðila sem ekki kunna með vald að fara. Sú staða er nú uppi að stjórnin virðist ekki telja sig eiga að gæta hagsmuna allra fé- lagsmanna jafnt. Undirritaður skrifaði fyrir nokkru blaðagrein um aðfarir Endurskoð- endaráðs gegn einyrkjum og satt best að segja komu viðbrögðin á óvart. Fjölmargir einyrkjar höfðu samband og sögðu farir sínar ekki sléttar og mátti greina mikinn létti að málið skyldi komast í opinbera um- ræðu. Einyrkjar bjuggu við stöðugan ótta um gerræði FLE og atvinnu- öryggið var í hættu að sviptum rétt- indum til starfa sem endurskoð- endur. Það sem vakti ekki síst athygli voru viðbrögð stjórnenda FLE við greininni en úr þeim herbúðum heyrðist lengi vel hvorki hósti né stuna. Þó sá formaður stjórnar FLE ástæðu til í önnum sínum að heim- sækja greinarhöfund. Heimsókn hans var í þeim eina tilgangi gerð að gera undirrituðum ljóst að best færi á því að skrifin yrðu dregin til baka sem tilhæfulaus en sú krafa var ekki rökstudd frekar. Einyrkjar stofnuðu fyrir nokkrum árum með sér áhugasamtök um menntun endurskoðenda til að hafa stuðning hver af öðrum við lögboðna endurmenntun. Haldnir voru fyr- irlestrar til mótvægis við þau nám- skeið sem stærri stofurnar halda jafnan innanhúss. Stjórn FLE brást öndverð við þessari sjálfsbjargar- viðleitni einyrkjanna, en hefði að ósekju mátt styðja og efla þetta framtak. Má þar um vísa í 2. mgr. 12. gr. laga um endurskoðendur: Hlut- verk Félags löggiltra endurskoðenda er að stuðla að faglegri framþróun í endurskoðun og skyldum greinum. Hér stendur ekkert um að leggjast skuli gegn endurmenntun. FLE réðst í raun í viðamikið niðurrif gagn- vart þessu framtaki enda varð brátt um það. Í framhaldinu er ekki grun- laust um að ergelsi í garð einyrkja hafi aukist og því alveg ljóst að stjórnin taldi sig litlum skyldum hafa að gegna við þennan hóp fé- lagsmanna sinna. Má vera að ein- yrkjar hafi ekki valdið nægu tjóni til að hlotnast náðin. Í maí 2013 rituðu rúmlega 30 end- urskoðendur bréf til stjórnar FLE vegna þeirrar umsagnar stjórn- arinnar að Stefán Svavarsson endur- skoðandi væri umdeildur fyrir störf sín og voru ummælin til komin vegna aðkomu hans að málefnum einyrkja væntanlega í óþökk FLE. Stjórnin hefur engu svarað í rúm tvö ár og ekki borið ummælin til baka. Það verður vart um það deilt að stjórn- endur FLE hafa með ummælum sín- um ráðist með alvarlegum hætti gegn Stefáni og ekki fundið orðum sínum stað þrátt fyrir áskorun. Má í þessu sambandi benda stjórninni á 8. gr. laga um endurskoðendur, sem er svohljóðandi: Endurskoðendur skulu rækja störf sín af kostgæfni og sam- viskusemi í hvívetna og fylgja ákvæð- um þeirra laga og reglna sem gilda um störf þeirra. … Endurskoðandi skal fylgja siðareglum sem settar hafa verið af Félagi löggiltra endur- skoðenda. Það geta varla talist ósanngjarnar kröfur til stjórnarinnar að hún fari að lögum. Siðareglurnar mæla gegn ómálefnalegri gagnrýni á félagsmenn en hin órökstudda gagn- rýni á Stefán er óverjandi og ófagleg. Hann er þekktur að góðu einu í störf- um sínum í stóru og smáu og mætti stjórnendum FLE vera sómi að því áliti sem hann nýtur. Það er ekki úr vegi fyrir stjórn- endur FLE að kynna sér ákvæði 236. gr. og 237. gr. almennra hegning- arlaga sem er áhugaverð lesning: 236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það …1) fangelsi allt að 2 árum. 237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt. Í ljósi framgöngu stjórnenda FLE þá hlýtur spurningin að vera hver sé staða einyrkja undir herferð FLE á hendur þeim. Það er ljóst að allir endurskoðendur mega teljast eiga í samkeppni sín í milli um viðskipti, en það eru ekki allir í þeirri aðstöðu að geta gert út af við keppinautinn. Þar eru þeir sem með völdin fara í kjör- aðstöðu. Heimfærsla til lagagreina hér að framan er alvarleg aðvörun um virðingarleysi FLE fyrir leik- reglum endurskoðenda og þessi sama stjórn hefur fjöregg einyrkja í sínum höndum. Leikurinn er jafn ljótur og hann er ójafn. Að óbreyttu hlýtur að koma að þeim tímamótum í starfi FLE að leit- að verði liðsinnis yfirvalda til að koma skikki á það sem farið hefur úr- skeiðis í stjórnarháttum FLE. Það er miður að skrif sem þessi þurfi að koma í fjölmiðlum, en því miður er fullreynt um samskiptin við stjórn FLE. Stjórnin mætti reyna að ímynda sér hugsanleg viðbrögð Groucho Marx við þeirri stöðu að hafa verið lögþvingaður aðili að félagi sem hann gjarnan vildi vera meðlimur í. Um Félag löggiltra endurskoðenda Eftir Jón Þ. Hilmarsson » Að óbreyttu hlýtur að koma að þeim tímamótum í starfi FLE að leitað verði liðsinnis yfirvalda til að koma skikki á það sem farið hefur úrskeiðis í stjórnarháttum FLE. Jón Þ. Hilmarsson Höfundur er endurskoðandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.