Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 57

Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 19 daga ævintýraferð í byrjun júní 2016 með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt á LI fljótinu og farið upp á KÍNAMÚRINN. Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: www.kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is Kínastund Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með mynda- sýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum. Kínasafn Unnar Njálsgötu 33A, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00–16.00. Einnig er hægt að panta sérsýningar. Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 38. hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefsíðunni. Til Kína með konu sem kann sitt Kína Spítalinn okkar, landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Land- spítala, fagnar því að framkvæmdir eru nú að hefjast við uppbyggingu og fullnaðarhönnun Landspítalans. Tilgangur samtakanna er að afla stuðnings við og fylgja eftir nauð- synlegum úrbótum á húsakosti spít- alans, tæknibúnaði og aðstöðu sjúk- linga og starfsfólks. Við Íslendingar höfum dregist hratt aftur úr öðrum þjóðum á undanförnum árum og er uppbygging Landspítala mjög mik- ilvægt hagsmunamál allrar þjóð- arinnar. Frá stofnun landssamtakanna í apríl 2014 hafa þau staðið að mörg- um kynningarfundum um verkefnið. Samtökin hafa átt samræður við þingmenn og einstaklinga víðsvegar í samfélaginu og haldin hafa verið málþing bæði í Reykjavík og á Ak- ureyri. Fullnaðarhönnun á sjúkrahóteli er lokið og stendur útboðsferli vegna byggingar þess nú yfir. Gert er ráð fyrir að byggingu þess ljúki árið 2017 og að það verði tekið í notkun sama ár. Sjúkrahótelið verður á lóð Landspítalans og bætir það úr brýnni þörf, ekki síst fyrir sjúklinga sem búa á landsbyggðinni. Nútímaþarfir í fyrirrúmi Í byrjun september skrifaði heil- brigðisráðherra undir samning við Corpus3 hópinn, sem er hópur arki- tekta og verkfræðinga, um fulln- aðarhönnun meðferðarkjarnans. Það var stór og mikilvægur áfangi. Meðferðarkjarninn er stærsta og flóknasta byggingin af nýbygg- ingum Landspítala. Hún er um 60.000 m² að stærð og er áætlað að hægt verði að taka hana í notkun ár- ið 2021. Þar verður bráðamóttaka, myndgreining, gjörgæsla og skurð- stofur með tækjabúnaði í takt við nútíma þarfir. Einnig verða þar legudeildir fyrir veikustu sjúk- lingana sem verða um leið í nánd við alla þá aðstöðu sem þeir þurfa á að halda. Starfsfólk tekur þátt í hönnun nýs spítala Ferli fullnaðarhönnunar meðferð- arkjarnans er hafið og mun byggjast meðal annars á notendarýni á þeirri forhönnun sem liggur fyrir. Ánægju- legt er að sjá hvernig Landspítali virkjar starfsmenn í ferlinu enda er afar dýrmætt að þeir sem best til þekkja komi að verkefninu. Fjöl- margir starfsmenn hafa á und- anförnum vikum unnið með ráðgjafa og Corpus3 hópnum við að yfirfara fyrirliggjandi hönnun. Skoðað er hvað má betur fara og hvernig hægt er að ná sem bestum árangri við eitt flóknasta hönnunarverkefni okkar tíma. Lykilþættir við hönnunina eru aukin þjónusta og hagkvæmni í rekstri. Langþráð sameining bráðastarfsemi spítalans Þegar nýr meðferðarkjarni verð- ur tekinn í notkun eftir 7 – 8 ár lýkur sameiningu á bráðastarfsemi Land- spítala. Sérgreinar spítalans verða þá á einum stað sem hefur í för með sér mikinn faglegan ávinning fyrir starfsmenn og nemendur í heilbrigð- isvísindagreinum en ekki síst fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ef fram fer sem horfir mun nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut marka þáttaskil í uppbyggingu á góðri heilbrigðisþjónustu. Alþingi er mikilvægur bakhjarl Endurnýjun á húsnæði Landspít- ala nýtur mikils stuðnings á Alþingi. Vorið 2014 var samþykkt þings- ályktun þar sem ríkisstjórninni var falið „að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og upp- byggingu Landspítala við Hring- braut í Reykjavík og hefja fram- kvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“. Ályktun Alþingis var fylgt eftir í fjárlögum þessa árs en þar er gert ráð fyrir 945 milljónum króna í verkefnið. Í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2016, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er til- laga um 1.807 mkr. framlag. Þessi fjárframlög eru í samræmi við áætl- anir bygginganefndar Nýs Land- spítala ohf. (NLSH) sem heldur utan um framkvæmdina í samræmi við ákvörðun Alþing- is með lögum nr. 64/2010 um bygg- ingu nýs Land- spítala við Hring- braut í Reykjavík. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin og nú þarf að tryggja að framhald verði á og að áætlanir byggingarnefndar gangi eftir. Á döfinni hjá Spítalanum okkar Spítalinn okkar, landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Land- spítala, fagnar þeim jákvæðu skref- um sem tekin hafa verið á liðnum ár- um en mikilvægt er að fylgja þessu verkefni vel eftir. Baráttu okkar er ekki lokið og heilbrigðisstarfsfólk og almenningur í landinu þarf að fylgjast vel með því að ekkert bakslag verði í stuðningi stjórnvalda og eftirfylgni. Samtökin Spítalinn okkar standa fyrir mál- þingi þriðjudaginn 13. október þar sem rædd verða þau tækifæri sem felast í framkvæmdinni, ekki síst fyrir fyrir sjúklinga, starfsfólk og landsmenn alla. Málþingið er öllum opið og Spítalinn okkar býður áhugafólk um uppbyggingu þjóð- arsjúkrahúss hjartanlega velkomið á hótel Reykjavík Natura þann dag. Nýtt þjóðarsjúkrahús – ávinningur okkar allra Eftir Önnu Stefánsdóttur, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólaf Ólafsson, Kolbein Kolbeinsson, Oddnýju Sturludóttur, Sigríði Rafnar Pétursdóttur og Þorkel Sigurlaugsson » Spítalinn okkar fagn- ar því að fram- kvæmdir eru nú að hefj- ast við uppbyggingu og fullnaðarhönnun Land- spítalans. Höfundar eru stjórnarmenn Spítalans okkar. Jón Ólafur Ólafsson Kolbeinn Kolbeinsson Anna Stefánsdóttir Oddný Sturludóttir Gunnlaug Ottesen Sigríður Rafnar Pétursdóttir Þorkell Sigurlaugsson mbl.is alltaf - allstaðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.