Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 60
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Feðgarnir Kjartan Páll Eyjólfsson og Eyjólfur Pálsson í Epal, umkringdir sígildri hönnun að vanda.
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
„Afmælisbarnið er í góðum gír og
hefur sjaldan verið hressara, held
ég bara,“ segir Kjartan þegar við
tyllum okkur á efri hæð húsakynna
Epal við Skeifuna. „Það er ekki
svo algengt að fyrirtæki í þessum
geira nái að verða fjörutíu ára,
með sömu eigendur frá upphafi.
En það er hægt þegar fyrirtæki
eins og þetta fjárfestir í sjálfu sér
og byggir upp traust í gegnum ár-
in. Hér hefur tvisvar verið greidd-
ur út arður, held ég, allan þennan
tíma.“
Það leynir sér ekki að hér starf-
ar fólk af ástríðunni. Hún er líka á
sinn hátt laun sem ekki verða met-
in til fjár. „Tækifærin hafa boðist
til þess að fara á flugið, það vantar
ekki, og hér hafa margoft komið
inn á borð tilboð þar sem aðilar
vilja festa kaup á versluninni og
rekstri hennar. En því hefur alltaf
verið neitað. Pabbi hefur líka sagt
við þau tækifæri: „Ef ég sel, hvað
geri ég þá?“ Því fyrir honum hefur
þetta fyrirtæki aldrei snúist ein-
göngu um peninga, eða verið hon-
um eins og hver önnur vinna.
Þetta er hugsjón og þú setur ekki
verðmiða á hana.“
Eins og farsælt hjónaband
Kjartan segir fyrirtækið vita-
skuld hafa upplifað misjafna daga í
gegnum tíðina, og þó Epal hafi
ekki farið í þrot í kjölfar hrunsins,
eins og margar aðrar verslanir
með vandaða hönnunarvöru gerðu,
þá hafi fyrirtækið svo sannarlega
fundið fyrir kreppunni. Salan hafi í
kjölfar bankahruns dregist saman
um helming, jafnvel rúmlega það.
„Samskiptin við birgjana eru líka
eins og hjónaband, segi ég stund-
um; stundum er hlegið og faðmast
og stundum er öskrað,“ segir
Kjartan og hlær. „En í lok dags er
sambandið á góðum stað og Epal
og birgjarnir eru enn í hjónabandi,
40 árum seinna.“ Hann bætir því
hér við að verslunin hafi alla tíð
lagt höfuðáherslu á að samskipti
við birgja sem og viðskiptavini hafi
verið á góðum og heiðarlegum nót-
um, svo allir gangi sáttir frá sam-
skiptum. „Það hjálpar okkur ósegj-
anlega að hafa 40 ára samband að
baki, bæði við kúnna og birgja. Við
höfum byggt upp gott orðspor og
Hugsjón og hönnun
í 40 ár hjá Epal
Verslunin Epal fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli en nafn
hennar hefur frá upphafi verið eins og samnefnari fyrir fallega
hönnun, oftar en ekki frá Norðurlöndunum, fyrir hús og híbýli
Tímalaust Eggið eftir Arne Jacob-
sen er með frægari hægindastólum.
Stofustáss Corona-stóllinn eftir Poul M. Volther. Tímalaus hönnun í Epal.
60
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
HEIMILI og hönnun
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
Reykjavíkurganga
með borgarstjóra
Laugardaginn 3. október verður
fræðsluganga með Degi B. Eggertssyni,
borgastjóra, um gömlu höfnina í Reykjavík
Lagt verður af stað kl. 11 frá Hörpu og gengið út á Granda
og til baka með viðkomu á áhugaverðum stöðum á leiðinni.
Þetta er kjörið tækifæri til að sameina hressandi útiveru og
fræðast um framtíðar skipulag svæðisins.
Þátttaka er ókeypis og
allir eru velkomnir.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
www.fi.is