Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 71

Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 ✝ Viðar Ottesenfæddist í Reykjavík 25. júní 1938. Hann and- aðist á Landspítal- anum við Hring- braut 21. september 2015. Foreldrar hans voru Karl Jósafats- son Ottesen og Sveinbjörg Sveins- dóttir söðlasmiðs á Akranesi, Vopnafirði og í Reykja- vík, Jóhannssonar, b. á Þverá í Miðfirði, Bjarnasonar. Móðir Karls var Guðlaug Ottesen ljós- móðir, dóttir Lárusar P. Ottesen, b. á Ytri-Hólmi og víðar, Péturs- sonar, bróður Rósu, ömmu Ósk- ars Halldórssonar útgerðar- manns, Íslandsbersa. Bróðir Lárusar var Oddgeir Ottesen, hreppstjóri á Ytri-Hólmi, faðir Péturs Ottesen alþm. Móðir Guð- laugar var Karólina Nikulásdótt- ir, b. að Lönguhlíð í Hörgárdal, Guðmundssonar. Sveinbjörg var dóttir Sveins Eiríkssonar og Guð- bjargar Símonardóttur. Systkini Viðars eru Valdimar Ottesen. f. 29.9. 1926, Guðlaugur Ottesen, f. 28.3. 1928, og Guðlaug um vegna aldurs. Börn: 1) Sig- urður Viðar Ottesen fulltrúi, f. 1958, maki Erla Arnardóttir tanntæknir, f. 1965, þeirra börn eru Andri Rafn Ottesen og Thelma Björk Ottesen. 2) Svein- björn Þór Ottesen verkstjóri, f. 1959, maki Olga Bragadóttir. Dætur: a) Ásgerður Ottesen, sam- býlismaður Anton Sigurðsson. b) Jóna Elísabet Ottesen, sambýlis- maður Steingrímur Ingi Stefáns- son. Dóttir þeirra er Ugla Stein- grímsdóttir. c) Berglind Ottesen. Dóttir Olgu og uppeldisdóttir Sveinbjörns er Jana Maren Óskarsdóttir. 3) Kristín Ottesen, f. 1961, klíníkdama á tann- læknastofu, maki Þorleifur Elías- son, og eru börn þeirra Atli Freyr Rúnarsson, og sambýliskona hans er Rakel Elíasdóttir. Barn óskírð Atladóttir. Gunnar Freyr Þor- leifsson, Jóna Kristín Þorleifs- dóttir, látin, og Elísabet Freyja Þorleifsdóttir. 4) Jóhann Ottesen bryti, f. 1962, maki Brynhildur Baldursdóttir. f. 1961, sonur hennar er Ólafur Björnsson, maki Sóley Pálsdóttir og þau eiga tvö börn. 5) Garðar S. Ottesen, f. 1959, börn hans eru Hannah Otte- sen og Hinrik Corey Duck Otte- sen. Útför Viðars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 2. októ- ber 2015, klukkan 13. Ottesen, f. 28.9. 1932. Þau eru öll látin. Hann ólst upp á Bragagötu, gekk í Austurbæjarskóla og útskrifaðist frá Hót- el- og veitingaskóla Íslands árið 1960. Hann starfaði á Naustinu næstu 24 árin, þar af sem bar- þjónn í 16 ár með Símoni Sigurðssyni vini sínum til margra ára. Hann varð tvisvar sinnum Íslandsmeist- ari barþjóna og var meðal annars dómari í barþjónakeppni sem haldin var síðastliðið sumar. Við- ar var mjög virkur í félagsmálum og var trúnaðarmaður, sat í full- trúaráði Eflingar og hjá hjúkr- unarheimilinu Eiri. Kona Viðars er Jóna Elísabet Guðjónsdóttir, f. 29.3. 1942; þau gengu í hjónaband 25.6. 1960. Árið 1980 fluttu þau hjónin til Siglufjarðar, þar sem Viðar gerð- ist hótelstjóri á Hótel Höfn næstu 12 árin. Fluttust þau síðan aftur til Reykjavíkur og starfaði hann sem eftirlitsmaður á endur- vinnslustöðvum á höfuðborgar- svæðinu, þar til hann lét af störf- Í dag kveðjum við Viðar Otte- sen, pabba, tengdapabba og afa sem er okkur mjög kær. Það er skrítin tilfinning að hugsa til þess að sjá þig aldrei aft- ur. Veikindi þín tóku þig svo fljótt frá okkur, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Þó svo að tími okkar saman hafi ekki verið eins mikill og við hefð- um kosið var hver stund dýmæt. Þú varst duglegur að fylgjast með okkur og fagna áföngum og afrekum. Við hefðum viljað hafa þig svo miklu lengur en minningar um góðar stundir og góðan mann munu sitja eftir í hjörtum okkar. Stundum virðist allt svo kalt og grátt. Þá er gott að ylja sér við minninganna glóð, lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð. (Stefán Hilmarsson) Blessuð sé minning þín. Sigurður (Siggi), Erla, Andri og Thelma Björk. Það er gamlárskvöld og árið er 2014. Ég er að fara hitta tengda- fjölskylduna mína í fyrsta skiptið. Ég er stressaður og langar mig helst til þess að hætta við. Þegar ég svo kom á staðinn tekur á móti mér yndislegur og hlýr maður að nafni Viðar Ottesen. Þennan mann átti ég eftir að spyrja spjör- unum úr og drekka hans fróðleik í mig eins og ég gat. Eftir að hafa heilsað tengdafjölskyldunni minni og horft á áramótaskaupið, ætti maður að halda að stressið væri farið úr manni en ég var ennþá stressaður. Viðar tók eftir því og hvíslaði að mér „þetta fer allt vel“. Seinna um kvöldið öllum að óvör- um tilkynnti hann fjölskyldunni að flottasti flugeldurinn yrði sprengdur upp til heiðurs mér. Þeir sem þekkja Viðar vita voru gamlárskvöld hans kvöld og elsk- aði hann allt umstangið í kringum flugeldana og sprengingarnar. Þegar hann kveikti í flugeldunum til heiðurs mér og við dáðumst öll að litunum og hávaðanum, kallaði Viðar og hækkaði róminn „jabba, dabba, dúú“. Á þessari stundu var enginn jafn glaður og hann. Ég spjallaði við Viðar um menningu, íþróttir og fjölskylduhagi fram á rauða nótt og ekki bara þessa nótt því við áttum eftir að eiga margar áhugaverðar umræður um lífið og tilveruna næstu mánuði. Sögur af lífi hans sem þjónn á Naustinu, Hótel Höfn á Siglufirði sem hann átti rak til fjölda ára ásamt Jónu konunni sinni, tímarnir hans í Sorpu sem hann talaði alltaf vel um, áhugi hans á frímerkjum og mynt en Viðar var meðlimur í frí- merkja- og myntsafnarafélagi Ís- lands, löngu fundirnir hjá stétta- félaginu Eflingu og hans ótrúlega ástríða fyrir íþróttafélögunum Val og Arsenal. Viðar var gjaldkeri húsfélags- ins, áhugamaður um djasstónlist og með einstaklega græna fingur þar sem hann ræktaði jarðarber og passaði alltaf upp á að vökva plönturnar sínar vel. Viðar var trúaður maður og fór alltaf í kirkju á aðfangadag. Hann var frábær pabbi og æðislegur afi, ljúfur maður sem vildi allt fyrir alla gera. Ég var það heppin að eyða verslunarmannhelginni 2015 með þér. Þú sýndir mér gömlu heimahagana þína er við keyrðum um Reykjavík þar sem þú fórst með mig á Bragagötuna og í Huldulandið þar sem þú bjóst með Jónu og börnunum. Við fórum einnig á Þingvelli þessa helgi ásamt konu þinni og minni og Uglu litlu. Þú sagðir okkur sögur alla leiðina eins og þér einum var lagið. Elsku Viðar minn, ég sakna þín, ég sakna þess að borða fisk með þér á mánudögum, ég sakna þess að þú sýnir mér frímerkja- safnið þitt, ég sakna þess að þú segir mér sögur af Halldóri Lax- ness, ég sakna þess að þú talir um hótelið, ég sakna þess að heyra um gömlu tímana á Naustinu, ég sakna þess að heyra þig stoltan segja sögur af börnunum þínum, ég sakna þess að heyra þig segja „þú segir ekki“, þegar þú heyrðir einhvern segja skemmtilegan hlut, ég sakna þess að þú skutlir mér á flugvöllinn þegar ég fer ut- an með Ásu, ég sakna þess að heyra þig segja „á afi að borða eyrað?“ við Uglu en aðallega sakna ég nærveru þinnar og þeirr- ar hlýju sem þú gafst frá þér. Hvíldu í friði, elsku Viðar. Þinn vinur, Anton Ingi Sigurðsson Elsku besti afi í heimi. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, það er frá svo mörgu að segja. Ég vissi að einn daginn yrði ég í þessum sporum, en ég var ekki tilbúin þegar þú fórst og ég veit að þú varst það ekki heldur. Þú varst mér miklu meira en góður afi, þú varst besti afi í heimi og minn besti vinur. Ég gat alltaf leitað til þín þegar mér leið illa, þú varst alltaf tilbúinn að hlusta á mig og við töluðum margoft sam- an í bílnum um lífið og tilveruna. Það var svo gott að tala við þig, ég mun sakna þess óendanlega mik- ið. Þegar ég fæddist voru foreldar mínir mjög ungir. Það var þó ekk- ert að óttast því þú og amma tókuð þátt í ala mig upp. Þið tókuð mig í fyrstu utanlandsferðina mína þeg- ar ég var fimm ára þar sem við heimsóttum Valla bróður þinn og Lísu í Kaupmannahöfn. Þeirri ferð gleymi ég aldrei. Þú hjálpaðir mér að læra heima þegar var sex ára og bjó hjá ykkur ömmu á Siglufirði á meðan pabbi fór í þjóna- og veitingaskólann í Reykjavík. Þú skrifaðir bréf til Michaels Jacksons fyrir mig og við löbbuðum saman á pósthúsið, ég var alveg viss um að bréfið yrði lesið og að ég fengi að hitta sjálfan konung poppsins, þú sást til þess. Þegar þið amma fluttuð til Reykjavíkur þar sem ég bjó urðu samverustundir okkar óendan- lega margar. Við hlustuðum á tón- list og dönsuðum, við rúntuðum niður Laugaveginn og horfðum á allt fólkið, við keyrðum á Þingvelli á haustin og dáðumst að náttúru- fegurðinni, við borðuðum saman að minnsta kosti einu sinni í viku, við fórum saman í bíó á íslenskar myndir, við spjölluðum saman um kvenréttindabaráttuna og femín- isma, vorum ekki alltaf sammála en okkur þótti gaman að rökræða hlutina, við eyddum öllum gaml- árskvöldum saman þar sem þú gekkst í barndóm og naust þín í botn að skjóta upp flugeldum, við borðuðum nammi saman og þú áttir alltaf til Nóakropp í skál, við fórum saman í kirkju á aðfanga- dag þar sem þú varðst svo meyr þegar lagið Nóttin var sú ágæt ein ómaði, við fórum í sumarbústað saman og sungum alla leiðina í bílnum, við gerðum svo margt saman, elsku afi. Ég mun minnast þín alla daga en ég mun minnast þín sérstak- lega öll gamlárskvöld á meðan ég lifi. Þá verður fegursti flugeldur- inn tileinkaður þér, þér sem ert á himnum með hinum englunum. Afi minn og amma mín úti’ á Bakka búa. Þau eru mér svo þæg og fín, þangað vil ég fljúga. (Höf. ók.) Elska þig afi minn. Þín Ásgerður Ottesen. Elsku afi minn, þú hefur haft mikil áhrif á líf mitt allt frá því að ég kom í heiminn. Allt sem gerðist á undan þeim degi er saga sem ég hef ávallt haft gaman af að hlusta á þig segja okkur barnabörnunum frá. Þú raktir söguna frá því þú fæddist til dagsins í dag, þú sagðir svo skemmtilega frá og mundir eftir svo mörgu eins og það hafi gerst í gær. Hvort sem ég ferðast um Þingholtin, Fossvoginn eða Grafarvoginn þá hugsa ég til þín og í minningum frá Sigló er bar- næska mín full af gleði. Bílferð- irnar til og frá Siglufirði voru allt- af skemmtilegar þar sem þú kenndir okkur systrum lög og vís- ur sem við sungum svo hátt og skýrt alla leiðnina. Frelsið sem við systur fengum, ástin og umhyggj- an er ómetanleg. Frá Siglufirði flugum við svo til Danmerkur þar sem ég ferðaðist í flugvél í fyrsta skipti og var drottning í Köben í nokkra daga. Þið fóruð með okkur barnabörnin á meðan þið gátuð og nú þarf einhver annar að taka við þessari fallegu hefð ykkar. Gleðin og gjafmildi ykkar ömmu var það sem sameinaði alla fjölskylduna og gaf okkur þær frá- bæru minningar sem við eigum öll saman. Þú kenndir mér svo margt og það sem situr hvað helst eftir er glaðlega og jákvæða viðmótið þitt til lífsins, þrátt fyrir erfiðleika og hindranir sem upp koma á lífsleið- inni þá hefur þú alltaf haldið í það barnslega og haft gaman af lífinu. Það ætla ég að tileinka mér í lífinu. Þú sýndir alltaf áhuga á því sem við barnabörnin tókum okkur fyr- ir hendur og sýndir stuðning og tókst þátt í því eins og þú gast. Ég man alltaf eftir því þegar þú mættir einn í Tónabæ að horfa á mig keppa í free style-dönsum, en dansinn mun alltaf minna mig á þig og ég þakka þér fyrir alla dansana sem við höfum dansað saman, nú síðast í sumar. Það var svo fallegt þegar þú sagðir mér að ég væri góður dansari og dansinn okkar í þrítugsafmælinu mínu var sá flottasti og stór aðdáendahópur klappaði og fagnaði, þér fannst það ekki leiðinlegt enda algjör stjarna. Nærvera þín var svo notaleg og hvert sem þú komst gastu spjallað við alla og öllum líkaði vel við þig, einn afabrandari fékk alltaf alla til að brosa. Þú vast tilfinninganæmur og það erfiðasta við að fara til útlanda var að kveðja þig. Þú áttir svo erf- itt með að kveðja og fórst að gráta. Núna græt ég og kveð þig en ég veit að þú ert í góðum félagsskap og allar fallegu minningarnar munu lifa áfram. Ég sendi öllum sem kveðja þig samúðarkveðju og ég þakka fyrir allan stuðninginn frá öllu fallega fólkinu í kringum okkur. Ég kyssi vanga þinn á morgun og kveð þig, elsku afi, takk fyrir að hafa verið besti afi í heimi, takk fyrir allar góðu minningarnar og ég er svo þakklát að Ugla fékk að kynnast langafa sem kyssti eyrað og knúsaði. Þín, Jóna. Viðar Ottesen HINSTA KVEÐJA Okkur langar að minnast þín með þessari skemmti- legu hendingu sem þú kenndir okkur og er mörg- um öðrum eflaust vel kunn- ug. Sigga, Vigga, Sunneva Salka, Valka, Halldóra Herborg, Þórborg, Þórkatla Þórunn, Jórunn, Arnóra Risaknús frá okkur , Andri Már, Sigþór Árni og Tekla Ósk.  Fleiri minningargreinar um Viðar Ottesen bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Sigurður Gunn-arsson fæddist í Keflavík 25. nóv- ember 1941. Hann lést á HSS í Kefla- vík 25. september 2015. Foreldrar hans voru Gunnar Sigurðsson sjómað- ur, fæddur í Kefla- vík 8.9. 1901, dáinn 1.3. 1968, og María Lilja Jónsdóttir hús- freyja, fædd á Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi 18.6. 1916, dáin 16.8. 1989. Systkini hans voru Guðný Gunnarsdóttir, fædd 29.7. 1933, dáin 22.6. 2015, Guðrún Gunnarsdóttir, fædd 15.1. 1935, gift Hilmari Harðarsyni, og Ingi- eiga þau fjögur börn 1) Sigurður, f. 1981, sonur hans er Ryan Dani- el, f. 2007. 2) Ásmundur, f. 1982, unnusta Brynhildur Gugja Sæv- arsdóttir, börn þeirra eru Vikt- oría Ósk, f. 2007, Júlía Rós, f. 2008, og Ingvar, f. 2013. 3) Ingv- ar, f. 1992, unnusta Kolbrún Jóna Færseth. 4) Linda María, f. 1998. 2) Gunnar Sigurðsson, fæddur 21.9. 1961, maki Margrét Örlygs- dóttir, börn þeirra eru 1) Sig- urður, f. 1994, sonur hans er Ein- ar Ingi Sigurðsson, f. 2013. 2) Örlygur Ernir, f. 1998. Fyrir átti Gunnar dótturina Lilju Gunnars- dóttur, f. 1986, dóttir hennar er Hera Ósk, f. 2014. Fyrir átti Mar- grét soninn Ragnar Ólafsson, f. 1989. 3) Júlíus Sigurðsson, f. 28.12. 1962, maki Elín Kristín Hreggviðsdóttir, börn þeirra eru 1) Einar, f. 1996, 2) Elsa, f. 1999, 3) Eva María, f. 2006. Útför Sigurðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 2. októ- ber, kl. 13. björg Gunnars- dóttir, fædd 20.3. 1953, gift Frímanni Guðmundssyni. Hinn 19. maí 1962, kvæntist Sigurður Elsu Júlíusdóttur, f. 30.6. 1940 í Kefla- vík. Foreldrar hennar voru Vil- borg Árnadóttir húsmóðir, f. 16.7. 1916 í Grindavík, dáin 24.3. 1968. Maður hennar var Júlíus Jónsson bifreiðar- stjóri, fæddur í Reykjavík 19.7. 1907, dáinn 28.1. 1986. Börn Sig- urðar og Elsu eru: 1) María Sig- urðardóttir, fædd 16.11. 1959, maki Steinþór Ásmundsson og Í dag, 2. október, verður ynd- islegi tengdapabbi minn jarðsung- inn. Mín fyrstu kynni af tengda- pabba mínum voru þau að ég labbaði inn í Hljómval í fjólublárri regnkápu og spurði hann hvort hann vantaði starfsmann. Hann réð mig á staðnum, og átti sú ákvörðun eftir að vera okkur báð- um örlagarík. Ég kveð hann hrygg í hjarta en er jafnframt óendanlega þakklát fyrir allar góðu minningarnar og þann stóra sess sem hann skipaði í lífi okkar fjölskyldunnar. Hann Patli minn var besti tengdapabbi sem hægt var að hugsa sér, kletturinn sem allir gátu leitað til. Blíðlyndur, gjafmildur og gest- risinn og hafði hann alltaf tíma og pláss fyrir fjölskylduna. Barnabörnin sóttu mikið í að heimsækja afa og ömmu enda var dekrað við þau hvort sem það var á heimili þeirra hér heima eða úti á Flórída, þar sem hann undi sér best á veturna eða „Kampurinn “ eins og hann gjarnan kallaði vetr- arstaðinn sinn. Ást og umhyggja einkenndi líf Patla í samvistum við börnin sín og voru þau miklir vinir svo unun var að sjá og var hann einstaklega næmur á fólkið sitt. Allir löðuðust að Patla, hann var stór á velli og með mikla og stóra rödd sem ekki fór fram hjá neinum, hann lá ekki á skoðunum sínum og sagði hlut- ina eins og þeir voru og leiðbeindi fólkinu sínu af miklum skilningi. En þær fallegu minningar sem við eigum af þeim samrýndu hjón- um, Patla og Elsu, sitjandi saman við eldhúsborðið við spjall, grín og glens líða okkur aldrei úr minni, kærleiksríkari hjón var ekki hægt að finna. Ég minnist allra heimsóknanna til Þýskalands þegar við Júlíus bjuggum þar, ferðarinnar til Taí- lands með ykkur Elsu og fyrstu ferðarinnar til Ventura á Flórída fyrir 20 árum þar sem þú ákvaðst að það yrði þinn vetrardvalarstað- ur. Ég kveð þig, elsku Patli minn, með þessum fáu orðum og verð víst að finna einhvern annan til að leita til ef eitthvað bjátar á. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu þína og styrkja eftirlif- andi tengdamömmu mína, Elsu, og börnin þín, Maríu, Gunnar og Júlíus . Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Elín Kristín Hreggviðsdóttir. Sigurður Gunnarsson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KJARTANÍA VILBORG VILHJÁLMSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð 16. september síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir elskulega umönnun. . Már Jónsson, Herborg Jónsdóttir, Elínborg Jónsdóttir, Tómas Jónsson, Hörður Jónsson, Arnhildur Þórhallsdóttir, Kristín Sóley Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma, tengdamamma og amma okkar, ÁSLAUG SIGURGRÍMSDÓTTIR hússtjórnarkennari frá Holti í Flóa, lést 29. september á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. október klukkan 15. . Unnur Þóra Jökulsdóttir, Árni Einarsson, Alda Áslaug Unnardóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.