Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 81

Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 4 söngur hennar blíð röddin þíddi klakann sól mín næring mín orð hennar hvöttu mig faðmurinn skýldi mér augun sáu mig eins og ég var hvar var ég nóttina sem hún dó dópaður en hvar man ég ekki hún dó ein drukknaði í rúmi sínu örlög hennar voru ákveðin borgarættin lokkaði hana yfir hafið myndin í huga mínum hefur máðst samt finn ég fyrir henni í blóðinu ég var stónd hún lá köld með rauðmálaðar varir alltof dökkar augabrúnir og kattakonan söng lag hinna þjáðu verkamanna sorg mín og söknuður komu til mín fjörutíu árum seinna með köldum heimskautavindinum hann kom brunandi með þau í fanginu inneftir hvammsfirðinum glugginn var opinn ég vaknaði fullur af sorg og vindurinn hvíslaði nafnið þitt þarna lástu köld með rauðar varir vatnið lokaði bláum augum augunum þínum Úr Öskraðu gat á myrkrið BUBBI MORTHENS hann hefur verið að lesa: „Ég var að klára Benedikt Gröndal komplett – það var unaður, frá a til ö! Síðan hef ég verið að lesa texta Johnnys Cash, ljóð eftir Ginsberg, og ég var að lesa Longfellow, um slátarana í Chicago. Já, og ég má ekki gleyma TS Eliot en ef menn vilja grafa djúpt í bálkinn minn má finna vísun í það góða skáld …“ Talið berst að frekari textavís- unum en Bubbi hefur unnið talsvert með slíkt við ritun bálksins. Hann fer til að mynda langt aftur í tímann þegar hann vitnar í einn fyrsta hnefaleikakappa sögunnar, Onoma- stos frá Smyrna – hann bendir á káputextann í því samhengi: „láttu hnefann ríða / á andlit sannleikans“. „Síðan fjalla ég til að mynda um ferjumanninn Karon og fljót dauð- ans. Einn spurði mig hvaða fljót þetta væri sem ég væri alltaf að skrifa um. Það blasir við þegar mað- ur er á Vogi og fer út að reykja.“ Hann hlær og á við Grafarvoginn sem breiðir þar úr sér í borgarland- inu. Uppsprettan er genagalli – Margir listamenn finna sína hillu, njóta velgengni og vinsælda og sitja þar sælir. Það er ekki hægt að- segja það um þig, þú þenur út form og reynir þig við ný. Unir ekki glaður við þitt? „Nei, eigum við ekki að segja að ég sé einhverskonar landnemi. Fyrir mér er stöðnun dauði. Og kyrrstaða. Þetta er bæði styrkur minn og veik- leiki. Veikleiki felst í því að líklega eru þetta leifar af flóttanum mínum, að um leið og ég hef lokið einhverju þá vil ég prufa eitthvað nýtt og gera eitthvað annað, í stað þess að sitja í kyrrðinni og fara með möntruna mína algerlega sáttur. En um leið er þetta styrkur minn því ég óttast ekki að fara inn á nýjar lendur, prufa nýja tónlist, vinna með nýju fólki, gera öðruvísi hluti en seinast. En klárlega þá held ég, ef Guð lofar, að nú þegar ég er að verða sextugur hafi ég fund- ið röddina mína hvað ljóðið varðar. En það verður enginn ríkur á því að yrkja. Að vera ljóðskáld er kannski fátækasta listform allra list- forma. Það má eiginlega segja að það að yrkja sé hlutskipti betlarans. En, að sama skapi má segja að verðlaun- in séu afhent manni meðan maður yrkir. Þá er maður að uppskera hina dýpstu sælu og tilfinningar sem mað- ur hefði að öllu jöfnu ekki nálgast. Einhvernvegin hef ég verið með- vitaður um þessa upplifun og umbun ljóðskáldsins. Mamma sagði mér að þegar Steinn Steinarr var heima hjá okkur hefði hann verið svo umkomu- laus og févana og það hefði að hluta til gert hann frekar grimman. Ég veit bara um einn mjög ríkan mann sem yrkir ljóð og skrifar bækur en aðrir sem ég þekki og hafa ofan í sig og á og hafa farið gegnum lífin án teljandi áfalla hafa enga löngun til að skapa eitt eða neitt.“ – Kemur sköpunin út frá erfð- leikum, út frá togstreitu? „Ég er alveg klár á því að upp- spretta sköpunarinnar er einhvers- konar genagalli,“ svarar hann snögg- ur upp á lagið og brosir. Bætir svo við: „Sem betur fer! Þeir sem verða fyrir áföllum virðast hafa ríkari og dýpri aðgang að upsprettunni en aðrir.“ – Hvernig sem þeir svo höndla það. „Sem er svo annað mál, já. Ef þú lest ævisögur helstu ljóðskálda og rithöfunda síðustu hundrað ár, þá held ég að það staðfesti alveg þessa pælingu mína. Vegna þess líka, að eitt er að hafa sköpunargáfu en annað að sinna henni. Að sinna listagyðjunni er vinna allan sólar- hringinn. Þú gerir það ekki í hjáverk- um og þú gerir það ekki með hangandi hendi. Það eru til dæmi um fólk sem hefur náð ágætis árangri þannig en ég held að þú skynjir það í list þess, þú skynjar þennan streng sem skilur á milli. Hann er ósýnilegur en þú samt skynjar hann. Þetta kann að hljóma eins og klisja. Ég er ekki að segja að þú þurfir að vera með berkla í vinstra lunga en samt, list verður oftar en ekki til úr heimi þjáningar. Stór og mikil list. Og ég er alls ekki að setja mig á neinn stall þar. En var það ekki Nóbelsskáldið sem sagði, með sínum hætti, að það væri öllum mön- um hollt að verða fyrir áföllum?“ Hann brosir. „Ég man að sem ungur maður þótti mér þetta skrýtin stað- hæfing en nú held ég að þetta sé staðreynd.“ Skólakerfið lemur mann niður – Þú minntist áðan á að þú værir að verða sextugur, það verður næsta sumar; er sköpunargleðin, sköp- unarkrafturinn, enn jafn mikill og þegar þjóðin kynntist þér fyrst um 1980? „Já. Já. Stundum óttast ég haus- inn á mér. Þess vegna talaði ég um genagalla áðan. Einhvern tímann fór ég í rannsókn vegna þess að ég er skrifblindur. Ég hef þurft að stíga yf- ir svo marga þröskulda. Í þessari bók er ég að fara inn á lendur sem fá mögulega einhverja til að segja: hvað er hann að þykjast, hvað vill hann upp á dekk? Getur hann ekki bara verið í sínum garði með gítarinn? En sjáðu til, ég hef þurft að klífa fjöll og ganga þannig séð berfættur yfir urð og grjót til að komast þangað sem ég hef komist með þessari ljóðabók. En ég hef aldrei litið á það sem merki um að ég gæti þetta ekki, ég þurfti bara að finna mér aðrar leiðir.“ Hér talar Bubbi til að mynda um skrif- blinduna sem hefur háð honum frá upphafi skólagöngu en hann hefur tekist á við með sínum hætti. „Ég þurfti að finna mér aðrar leið- ir en hinir sem eru ekki skrifblindir, sem hafa tök á stafsetningu, mál- fræði, jafnvel menntun. Hins vegar hef ég alltaf lesið svo mikið að þú finnur varla mann sem er jafn vel lesinn; það er líklega einn helsti styrkur minn og minn háskóli, að ég las svo gríðarlega mikið, og les enn. Það var líklega blessun mín að ég var svo bráðger snemma á bók en skrift- in – það er eitt af áföllunum sem ég yrki um. Það er þessi ótti þegar skólakerfið lemur þig niður, kenn- arar berja þig niður, og þér er sagt að þú munir aldrei verða neitt, getir ekkert. Það fékk ég að heyra mjög oft í skóla. Já já. Ég held að oftast hafi mér verið sagt að ég yrði ösku- kall.“ Hann hlær. „Bubbi, þú verður öskukall! Þetta fékk ég að heyra.“ Hristir svo höfuðið. „En ef ástríðan er nógu mikil, löngunin nógu sterk, þá ferðu þangað sem þú ætlar þér. Ég hef leynt og ljóst stefnt að þessu, að verða ljóðskáld. Auðvitað má segja að ég hafi að einhverju leyti verið syngjandi ljóðskáld, til eru verk eftir mig sem eru meira í ætt við ljóðlistina en dægurtexta, en ég held að með þessari bók hafi ég mögulega komist gegnum brimboð- ann.“ Galinn íslenskufasismi Þetta umræðuefni stendur hjarta Bubba nærri. „Íslenskufasisminn er auðvitað alveg galinn, tungumálafas- ismin er svo rosalegur á Íslandi að það hálfa væri nóg,“ segir hann og það er pirringur í rómnum. „Á þess- um 35 árum sem ég hef verið at- vinnumaður í tónlist hef ég kynnst því vel hvað margir óttast íslenskuna mikið – það er ástæðan fyrir því að svo margir syngja á ensku. Óttinn við að vera slátrað er svo rosalegur, fyrir að vera með þágufallssýki eða vera talin ekki nógu djúp. Í 35 ár hef ég barist fyrir því að fólk syngi á íslensku, hef sagt að það skipti gríð- arlegu máli. En þá segir fólk nei, það ætlar ekki að lenda í því að verða slátr- að í fjölmiðlum fyr- ir að geta ekki ort skammlaust á ís- lensku. Ég hef ekki hlaupið burtu frá þessu heldur gert hlutina á mínum forsendum.“ – Og hefur verið fyrirmynd margra hvað það varðar. Sýnt að það er hægt að syngja á íslensku. „Klárlega. En það ert samt hræði- legt hvað mikið er af íslenskulöggum úti um allt. Sem betur fer er nú að koma fram ný kynslóð sem er að yrkja á sínu tungumáli, og tungu- málið hefur breyst alveg grrrrríð- arlega, og það er ný rappkynslóð að koma fram sem brýtur ALLAR regl- ur. Beygingar, málfræði, orðanotk- un; það er lyginni líkast hvað mikið er af flottum hlutum þar.“ – Nú er þessi fyrsta ljóðabók þín komin út og þú væntanlega kominn með fjarlægð á bálkinn, þekkirðu sjálfan þig betur eftir að hafa farið gegnum þetta ferli? „Eigum við ekki að orða það þann- ig, að á sumum sviðum hafi orðið til sátt. Og það er gríðarlega mikilvægt. Það er nauðsynlegt að horfast í augu við djöflana og draugana í lífi sínu. Ef þú horfir í augun á ótta þínum, þá mun hann líta undan. En til þess þarftu að ganga á hólm við hann. Og það er ekkert auðvelt. Að ganga á hólm við sjálfan sig er mesta áskorun sem nokkur maður getur boðið sér upp á. En að þora að takast á við áföllin mun leiða til sig- urs, leiða til sáttar,“ segir Bubbi. » Í þessari bók erég að fara inn á lendur sem fá mögu- lega einhverja til að segja: hvað er hann að þykjast, hvað vill hann upp á dekk? Getur hann ekki bara verið í sínum garði með gítarinn? 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn Fös 16/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 23.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 19.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 20.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Heimkoman (Stóra sviðið) Lau 10/10 kl. 19:30 Frums. Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 12.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 3/10 kl. 17:00 Sun 4/10 kl. 19:30 Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 10/10 kl. 13:30 Lau 17/10 kl. 13:30 Lau 10/10 kl. 15:00 Lau 17/10 kl. 15:00 Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna. DAVID FARR HARÐINDIN Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Fös 9/10 kl. 19:00 12.k Lau 17/10 kl. 19:00 Sun 4/10 kl. 19:00 11.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k Fös 23/10 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Fös 2/10 kl. 20:00 6.k. Sun 18/10 kl. 20:00 aukas. Sun 11/10 kl. 20:00 aukas. Sun 25/10 kl. 20:00 aukas. Aðeins þessar sýningar! At (Nýja sviðið) Lau 3/10 kl. 20:00 7.k. Fös 9/10 kl. 20:00 Lau 17/10 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 8.k. Lau 10/10 kl. 20:00 Fim 8/10 kl. 20:00 Fim 15/10 kl. 20:00 Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00 Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/10 kl. 20:00 Fim 5/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:00 Lau 31/10 kl. 20:00 Fös 6/11 kl. 20:00 Sun 1/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00 Síðustu sýningar Sókrates (Litla sviðið) Fös 2/10 kl. 20:00 2 k. Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Fim 5/11 kl. 20:00 Lau 3/10 kl. 20:00 3.k. Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Lau 14/11 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 4.k. Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 21/11 kl. 20:00 Fim 8/10 kl. 20:00 5.k. Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Sun 22/11 kl. 20:00 Fös 9/10 kl. 20:00 6.k. Þri 3/11 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00 Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00 Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas. Allra síðustu sýningar! Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu þriðju plötu sinnar, Hvel, með tvennum útgáfutónleikum á Café Rósenberg nú um helgina, á föstu- dags- og laugardagskvöld. Hvel kom á markað í mars í vor. Hún hefur fengið góða dóma í er- lendum fjölmiðlum og hefur hljóm- sveitin þegar fylgt henni eftir með tónleikaferðalögum um Bretland, Þýskaland og Bandaríkin; sökum þeirra anna hefur hljómsveitin ekki séð sér fært að halda hér útgáfu- tónleika fyrr en nú. Tónlistin á Hvel var samin og að hluta til tekin upp í gömlu rafstöð- inni í Elliðárdal, Toppstöðinni, þar sem hljómsveitin hefur æfinga- aðstöðu. Hljómsveitin Hinemoa mun sjá um upphitun og hefjast tónleikarn- ir 21.30 bæði kvöldin. Tvennir útgáfutónleikar Árstíða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.