Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 84

Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Fyrir þúsund árum stóðstyrjöld um heim allan,sjöunda heimsenda-stríðið, milli mannkyns og dauðaherranna sem beittu fyrir sig ófreskjum og illum galdri. Leiðtogi mannkyns varð Jukiala, sem stofnaði ríki sem bar nafn hennar, vel studd af sveit magnaðra stríðs- manna og kvenna sem köll- uðu sig Rauð- kuflana, en dauðaherrarnir biðu ósigur og fóru í felur. Ríki Jukaia leystist upp eftir hennar dag og við tóku viðsjárverðir tímar stríðsherra og átaka og hin illu öfl tóku að sækja í sig veðrið að nýju. Þessi heimur er sögusvið bóka Elís Freyssonar Meistara hinna blindu, Ógnarmána, Kallsins, Kist- unnar og Eldmána. Þrjár síðustu bækurnar eru þríleikur, segja frá einum af Rauðkuflunum, stúlkunni Kötju, sem er utanveltu í mannheimi, en verður henni til happs að dular- full kona birtist, Serdra, og tekur hana að sér, kennir henni bar- dagalistir og galdra. Þessar Kötju-bækur þrjár eru dæmigerð þroskasaga þar sem við fylgjumst með því hvernig Katja vex inn í það hlutverk sem henni er ætlað, en verður þó ekki bara afrit af lærimeistara sínum, heldur er hún sami glanninn í lok þriðju bókarinnar og í upphafi þeirrar fyrstu: „Bardagi, bardagi, bar- dagi! hugsuðu taugar og æðar Kötju í takt við hjartsláttinn. Menn öskruðu af sársauka, sjúk ára djöflagaldra lék um Kötju, hætta var allt í kring, framtíð borgarinnar og Innhafsins var í stórkostlegri hættu og hún var hrædd. En hún naut þess.“ Það er og styrkur þessara bóka að Elí tekst að glæða Kötju lífi, hún getur verið ólíkindatól og hún er hörkutól, en hún getur líka ver- ið tilfinningasöm og nærgætin, eins og sést til að mynda í sam- skiptum hennar við Lindu vinkonu sína. Elí fer líka fram sem höfundi með hverri bók og sérstaklega eru orrustur vel skrifaðar hjá honum með allri þeirri eymd og óreiðu sem slíku fylgir. Aðalorrusta Kist- unnar var mögnuð, en það eru líka mikil og mögnuð átök í þessari bók, sérstaklega þegar Katja legg- ur af stað til að glíma við upp- sprettu illskunnar. Spennan dettur reyndar aðeins þó niður um miðbik bókarinnar eins og vill vera á meðan herirnir stilla sér upp, sanka að sér vistum og búa sig undir átökin. Stundum stytta menn sér leið í slíkum frá- sögnum, sem gerir söguna ótrú- verðuga, en þó að Elí forðist það, láti allt gerast á sínum hraða, þá hefði framvindan mátt vera hrað- ari frá því Katja kemur til Greni- borgar og þar til illþýðið birtist við borgarhliðin. Bækurnar þrjár eru sjálfstæðar að nokkru, en stefna þó allar að lokaorrustunni sem háð er undir lok Eldmána, sérstaklega eru Kistan og Eldmáni samþættar, en Kallið leggur grunninn að öllu saman. Það er því kjörið að lesa þær allar og þá í röð, enda er leit- un að slíku og þvílíku hörkutóli sem Kötju. Mögnuð saga með ánægjulegum endi og Elí Freysson vex með hverri bók. Bardagi, bardagi, bardagi! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vex Elí Freysson rithöfundur vex með hverri bók, að mati rýnis. Fantasía Eldmáni bbbmn Eldmáni eftir Elí Freysson. 303 bls. kilja. Höfundur gefur út. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Söngkonan og fiðluleikarinn Unnur Birna Björnsdóttir er meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram í rokkóperu Ians Andersons og hljómsveitar hans Jethro Tull, Jethro Tull The Rock Opera, eins og sjá má á vef hljóm- sveitarinnar, jethrotull.com. Unnur er að vísu ekki í holdinu í sýningunni heldur leikur hún og syngur í myndböndum í henni. Í upphafi sýningar sést hún í hlutverki fréttakonu sem talar á íslensku og tilkynnir áhorfendum að því sé spáð að öskuský frá gosinu í Eyjafjallajökli muni hafa slæmar af- leiðingar á nágrannaríkin. Lífefnafræðing- urinn frægi, Jethro Tull, hafi því hannað nýja tegund af korni sem eigi að þola betur afleiðingarnar af öskufalli og minnkandi sól- arljósi. Tull færður til nútímans Fyrir þá sem ekki vita þá var Jethro Tull enskur frumkvöðull á sviði landbúnaðar, var uppi á 18. öld og fann upp sáðvél sem dregin var af hesti. Í rokkóperu Andersons er hann færður til nútímans og gerður að leiðandi vísindamanni sem starfar fyrir stjórnvöld og hagnast vel af uppfinningu sinni, erfða- breyttu korni. Unnur leikur ekki aðeins íslenskan frétta- þul í sýningunni heldur einnig eiginkonu Tull og syngur hátt í 20 lög og resítatíf. Hljóm- sveitin leikur úrval laga Jethro Tull sem passa við söguna og nokkur ný, að hennar sögn. Samstarf Unnar og Ians Anderson hófst árið 2009 þegar hún lék með honum á tón- leikum hér á landi og svo aftur árið 2013. Varð þeim vel til vina og Anderson hefur m.a. leikið á þverflautu í lagi eftir Unni sem verður hugsanlega á væntanlegri plötu henn- ar. Og nú tekur Unnur þátt í rokkóperu Andersons og hljómsveitar hans. Fyrir framan grænskjá „Ég er svo heppin að geta farið í tónleika- ferðalag um heiminn og setið heima á sama tíma,“ segir Unnur og hlær, stödd í Mos- fellsbæ við tónlistarkennslu þegar blaðamað- ur slær á þráðinn til hennar. Hún viður- kennir að fiðringur hafi farið um hana þegar hún sá mynd af sér og nafn sitt á vef Jethro Tull en segist þó vera í sýningunni en ekki hljómsveitinni, sem heitir Ian Anderson’s Jethro Tull til aðgreiningar frá hinni upp- haflegu hljómsveit sem skipuð var öðrum tónlistarmönnum. Anderson er eini upp- haflegi liðsmaður Jethro Tull. „Mér finnst ekkert leiðinlegt að vera þarna,“ segir Unnur kímin. Unnur segir sinn hluta sýningarinnar hafa verið tekinn upp fyrir framan grænskjá. Líkt og í óperu séu öll samtöl sungin og í fyrsta laginu sem hún syngi séu þau Tull úti á engi. Unnur tekur lagið fyrir blaðamann, syngur nokkrar línur með glæsibrag þó að kvef sé að hrjá hana. Á ferð um Suður-Ameríku Rokkóperan var frumsýnd í bænum Bas- ingstoke á Englandi 9. september og næstu sýningar fara fram í Suður-Ameríku, nánar tiltekið Argentínu, Brasilíu og Síle. Þaðan er förinni heitið aftur til Bretlands og í nóv- ember verða sýningar í Bandaríkjunum. Unnur segir óperuna hafa fengið ágæt- isdóma í Bretlandi og segist eiga erfitt með að lýsa henni, bendir á myndbandavefinn YouTube. Á honum má m.a. finna upphaf sýningarinnar með því að slá inn í leitar- glugga „Jethro Tull - The Rock Opera Intro- duction and part Of Heavy Horses“. Unnur segir hljómsveitina leika undir söng og myndböndum og það sé mikill vandi. En mun Unnur leika og syngja með And- erson og félögum á tónleikum á næstunni? „Mögulega mun ég koma eitthvað fram með þeim og þá sérstaklega ef þeir koma til Ís- lands,“ segir hún. „Við höfum alltaf haldið mjög góðu sambandi,“ segir hún um þau Anderson. Að lokum nefnir Unnur að faðir hennar, Björn Þórarinsson, sé í hljómsveitinni Mán- um sem eigi hálfrar aldar starfsafmæli í ár og að þau hafi platað Anderson til þess að taka eitt lag með hljómsveitinni á væntan- legri plötu hennar. Ekki amalegur liðsauki það. „Ekkert leiðinlegt að vera þarna“  Unnur Birna Björnsdóttir fer með hlutverk í rokkóperu Ians Anderson, Jethro Tull The Rock Opera  Leikur íslenskan fréttaþul og eiginkonu Tull og syngur hátt í 20 lög í myndböndum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinir Unnur Birna á sviði með Ian Anderson á tónleikum í Hofi á Akureyri 7. júní árið 2013. Unnur og Anderson eru góðir vinir. Susannah Anderson tók þessa mynd af Unni Birnu fyrir framan grænskjá. Unnur er þarna í hlutverki Susönnuh, eiginkonu Tull.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.