Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1989, Side 19

Víkurfréttir - 14.12.1989, Side 19
Viðtalið Myndavélinni pakkað niður „Ég flutti til Grindavíkur ásanit konunni minniogbörn- um og þar lor ég á Hópsnesið einn vetur. Ég lokaði mynda- vélina ofan í tösku og tók hana ekki upp nema á jólunum og þegar afmæli voru. Eftir að ég kom aftur af sjónum bauðst mér verkstjórastarf í verkun- inni í landi, þannig að ég hef ílengst í þessu starfi. Fiskvinnslan er fyrir mér ótrúlega skemmtilegt fag. Ég á gott með að vinna með fólki og þá er einnig metnaður að vinna að því að geta skilað sem bestri vöru úr hráefninu." Fréttaritari -Þú hefur þó aðeins gripið í nryndavélina fyrir Morgun- blaðið? „Ég starfaði sem fréttaritari fyrir þá hér í Grindavík um tveggja ára skeið. Það hófst fyrir þremur árum er verið var að tyrfa grasvöllinn hér í Grindavík. Strákurinn minn var að aðstoða þá við að leggja torfið og ég hugsaði með sjálf- um mér, að það væri gaman að eiga myndir af þessu. Eftir að hafa lokið við myndatökuna talaði ég við gamlan kunningja minn á Morgunblaðinu, sem var orðinn fréttastjóri, og spurði hann hvort einhver áhugi væri fyrir frétt um þenn- an atburð. Nokkrum dögum seinna var ég orðinn fréttarit- ari. Ég létþáá Morgunblaðinu vita ef eitthvað var að gerast hér syðra. Hversdagslegir hlutir hér hjá okkur geta oft verið áhugaverðir í Reykjavík. Ég fór meðal annars í sjó- ferð með Grindvíkingi og tók myndir og skrifaði grein um vinnsluna úti á sjó. Einnig fór ég með Gnúp og þaðan yfir í frystitogarana til að ljósmynda vinnsluna um borð fyrir blað- ið. Þessi ferð varð til þess að mér bauðst vinnslustjórastaða í saltfiskverkuninni um borð í Gnúp GK, sem ég þáði. Sjómennskan í uppáhaldi „Það má segja að sjó- mennskan sé mitt uppáhalds- myndefni og raunar allar myndir sem talist geta heim- ildarmyndir. Landslag höfðar einnig mikið til mín, en ég hef lítið getað sinnt slíkum mynda- tökum til þessa." Á síðasta vori hélt Kristinn sýningu á nokkrum mynda sinna frá sjómennskunni á Hafur-Birninum í Grindavík. Er kannski von á annari sýn- ingu? ,,Ég hef lítið getað sinnt því að stækka myndirnar mínar, en það er draumurinn í fram- tíðinni að koma upp annari sýningu," sagði Kristinn Bene- diktsson, ljósmyndari og nú sjóari á Gnúp GK, aðendingu. JL KRISTINN BENEDIKTSSON þáverandi Ijósmyndari á Morgunblaðin, ásanit Magnúsi Finnssyni fyrrum blaðamanni og núverandi fráttastjóra, um borð í varðskipinu Oðni í síð- asta þorskastríði. Kristinn dvaldist um borð í varðskipun- um og tók myndir fyrir Morg- unblaði og einnig erlenda fjöl- miðla. MYNDIRNAR sem Kristinn hefur tekið um ævina skipta áreiðanlega þús- udum. Kristinn hefur fengist við mjög breitt svið Ijósmy ndunar, s.s. andlitsmyndir, tísku-, aug- lýsinga- og fréttaljósmyndun, svo eitthvað sé nefnt. Hér er Kr. Ben. að blaða í möppu er inni- heldur úrklippur úr tímaritum sem hann hefur myndað fyrir. Á borðinu má sjá eintak af Morg- unblaðinu frá 1973. Þar hirtust átta siður fullar af litljósmynd- um úr Vestmannaeyja gosinu eftir Kristin. Það ntunu vera fyrstu litfréttamvndirnar sem Morgunblaðið lét prenta. l.jóMU.: Iihh. Ný línaí HE>8ÓK Glæsilegir pennar í öllum verðílokkum PARKER BÓKA- OG RITFANGAVERSLUN HAFNARGÖTU 36 - SÍMl 113066 Fallegar gjafapakkningar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.