Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum við endurnýjun flugbraut- anna á Keflavíkurflugvelli, sem fram eiga að fara næsta sumar og sumarið 2017. Verkið krefst mikils undirbúnings og skipulagningar vegna mikillar og og sívaxandi flug- umferðar um alþjóðaflugvöllinn svo ekki verði tafir á flugi eða flugvélar þurfi frá að hverfa á meðan fram- kvæmdir standa yfir á flugbraut- unum. 30,5% fleiri flugtök og lend- ingar í janúarmánuði Flugumferðin um Keflavíkur- flugvöll hefur farið ört vaxandi. Í seinasta mánuði voru 5.467 flugtök og lendingar á vellinum, sem er 30,5% aukning frá sama mánuði í fyrra. Á hverjum sólarhring áttu sér því stað að meðaltali 176 flugtök og lendingar á vellinum í janúar. Rúmlega 290 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í sein- asta mánuði og fjölgaði þeim um 25,9%. Í fyrra jókst umferð um völlinn mikið frá árinu á undan. Þá voru flugtök og lendingar í millilandaflugi 39.210 talsins og fjölgaði um 15,1% frá árinu á undan. Eru þá ótaldar tugþúsundir flughreyfinga um völl- inn vegna flugs innanlands. Sjaldgæft á sumrin að aðeins sé hægt að nota aðra brautina Álagið á flugbrautirnar tvær á Keflavíkurflugvelli er mest yfir sumarmánuðina en sá tími er valinn til endurnýjunar flugbrautanna vegna þess að þá eru minnstar líkur á sterkum vindi, sem valdið gæti því að önnur brautin lokaðist, sam- kvæmt upplýsingum Isavia. Flestar komur og brottfarir eru í júlí og ágúst en sjaldgæft er yfir sumartímann að eingöngu sé hægt að lenda á annarri flugbrautinni vegna veðurs. Yfir mestu álagstímana er yfir- leitt um 21 lending á klukkustund á Keflavíkurflugvelli og mun þessi fjöldi haldast óbreyttur yfir fram- kvæmdatímann, að sögn Guðna Sig- urðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Gert er ráð fyrir að aukning flugumferðarinnar í áætlunarflug- inu verði um 25-30% nú í sumar frá síðasta sumri. Útboð vegna endurnýjunar flug- brautanna hefur verið auglýst. Brautirnar tvær, norður-suður brautin og austur-vestur brautin, eru þriggja kílómetra langar og 60 metra breiðar. Verkið felst í að fræsa og malbika báðar brautir vallarins, byggja upp nýjar hraðakstursbrautir, grafa skurði og leggja dráttarröralagnir með brautum að aðflugsljósum, fræsa og fleira. Að sögn hans var mikil vinna lögð í að meta allar aðstæður sem upp geta komið til að tryggja öryggi og að flugumferð gangi sem best með- an á endurbótunum stendur. Gerðar voru áhættumatsskýrslur og farið yfir tölur um veðurfar, vind og skyggni síðustu árin. Ólíklegt að beina þurfi flug- vélum annað vegna veðurs Framkvæmdirnar næstu tvö sumrin munu standa yfir frá júní og fram í september. Næsta sumar verður eingöngu unnið á norður- suður brautinni. Á önnur flug- brautin því alltaf að vera í notkun þó unnið sé á hinni. Því kemur afkasta- geta ekki niður á flugbrautunum að sögn Guðna en hann segir að þær aðstæður geti þó skapast ef hlið- arvindur verður of mikill á flugvell- inum að ekki sé hægt að lenda en gagnagreining sýni að ólíklegt sé að slíkt ástand yrði langvinnt. Guðni segir að þegar byggt er á greiningu á veðurgögnum sé ólík- legt að þær veðuraðstæður skapist að beina þurfi flugvélum annað. Sömu gögn gefi til kynna að lang- stærstan hluta framkvæmdatímans á næsta sumri verði hægt að nota austur-vestur flugbrautina en engar framkvæmdir verða á henni í sumar. ,,Sumarið 2017 þarf að malbika brautamót beggja brautanna og verða þá tvær 2.000 metra brautir í notkun sem mun líklega draga úr af- kastagetu en nákvæmir útreikn- ingar liggja ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Guðni. Malbikað undir þéttari flugumferð  Endurnýjun flugbrauta á Keflavík- urflugvelli á sem minnst að trufla flug Ljósmynd/Isavia Flugbraut Á Keflavíkurflugvelli eru tvær þriggja kílómetra flugbrautir sem liggja í norður-suður og austur-vestur. Endurnýjun hefst í sumar. Ljósmynd/Isavia Keflavíkurflugvöllur Búast má við enn meiri flugumferð í sumar en í fyrra. Yfir mestu álagstímana er yfirleitt um 21 lending á hverri klukkustund. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vinna 15 yfirmanna í álverinu í Straumsvík við útskipun var stöðvuð af verkfallsvörðun verkalýðsfélags- ins Hlífar rétt fyrir hádegi í gær. Höfðu yfirmennirnir gengið í störf hafnarverkamanna og flutt um 200 tonn af áli um borð þegar vinnan var stöðvuð. Tólf hafnaverkamenn sem tilheyra verkalýðsfélaginu Hlíf lögðu niður störf á miðnætti í fyrra- dag og nær verkfallið til útflutnings á áli frá álverinu. Ólafur Teitur Guðnason, upplýs- ingafulltrúi Rio Tinto Alcan, tók þátt í útskipuninni og segir aðspurður að fyrirfram hafi verið gert ráð fyrir því að vinnan yrði stöðvuð. „Það kom okkur ekkert á óvart þó að við teldum okkur hafa ótvíræðan rétt til þess að sinna þessu,“ segir Ólafur. Hann segir að með þessu sé komin forsenda til þess að láta á aðgerðir yfirmanna reyna fyrir dómi. Enn sé þó ekkert ákveðið varðandi næstu skref í málinu. Útskipun fer alla jafna fram tvo daga vikunnar og eru flutt út um 4.000 tonn á viku að sögn Ólafs. Um 500 tonnum hafði verið umskipað þegar vinnan var stöðvuð. Vinnustöðvunin var átakalaus að sögn Ólafs. „Það voru hreinar línur af beggja hálfu að öryggi manna yrði ekki stefnt í tvísýnu,“ segir Ólafur. Í fullum rétti Fulltrúar frá ASÍ komu á staðinn þegar vinna yfirmannanna var stöðvuð. „Það var niðurstaða Fé- lagsdóms í gærkvöldi (fyrrakvöld) að þetta væri löglega boðuð aðgerð og við erum í fullum rétti að fylgja henni eftir,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ Samninganefndir álversins og starfsmanna funduðu stuttlega hjá ríkissáttasemjara í gær en án árang- urs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Stöðvuðu vinnu yfirmanna Morgunblaðið/Ómar Straumsvík Verkfallsverðir stöðv- uðu vinnu yfirmanna álversins.  Látið verði á að- gerðir yfirmanna reyna fyrir dómi Ferðafólk skilar í auknum mæli ferðaáætlunum til Slysavarnafélags- ins Landsbjargar (SL) og leitar ráða áður en lagt er af stað í ferðir um landið. „Við sjáum merki þess að for- varnavinna okkar og fleiri er að skila sér,“ sagði Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri SL. „Fólk gengur þvers og kruss um landið allan ársins hring. Við fáum stóran hluta þessa fólks til að skilja eftir ferðaáætlanir og leigja af okkur neyðarsenda. Það sem af er þessu ári er 200% aukning í innsendum ferða- áætlunum miðað við sama tíma í fyrra. Þær eru að stórum hluta frá fólki sem er að fara í gönguferðir upp á hálendið.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg er með á annan tug neyð- arsenda til leigu og þarf að fjölga þeim fyrir sumarið. Allir sendar eru í útleigu á mesta annatímanum á sumrin og nokkrir eru í útleigu yfir veturinn. Auk þess eiga margir ferða- menn sína eigin neyðarsenda. Fleiri útköll vegna ferðafólks Útköllum vegna ferðamanna hefur fjölgað allan ársins hring með aukn- um ferðamannastraumi. Undanfarin tvö ár hefur atvikum vegna óhappa eða meiðsla ferðamanna sem koma til kasta hálendisvaktar SL fækkað hlutfallslega miðað við fjölgun ferða- manna, að sögn Jónasar. „Síðasta sumar var óvenjulegt. Það var svo miklu meiri snjór á hálendinu en oft áður og vegir þar opnuðust mun seinna en venjulega. Það var því minni umferð á hálendinu en árin á undan,“ sagði Jónas. „Við verðum tilbúin með hálendisvaktina um mán- aðamót júní/júlí og ætlum að halda henni að mestu leyti út ágúst.“ Jónas reiknar ekki með að sjálf- boðaliðum hálendisvaktarinnar verði fjölgað í sumar. Reynslan undanfarin ár sýnir að það færist í vöxt að ferða- menn slasist eða meiði sig í hálend- isferðum. Því verður lögð aukin áhersla á að í hópum hálendisvakt- arinnar verði alltaf einhverjir sem hafa lokið námskeiðinu Fyrsta hjálp í óbyggðum. Það er efsta stig nám- skeiða SL um fyrstu hjálp. Nám- skeiðið er alþjóðlega viðurkennt og stendur í átta daga. Þeir sem ljúka eru vel í stakk búnir að veita fyrstu hjálp á vettvangi. gudni@mbl.is Meiri meiðsl og slys  Sjálfboðaliðar SL þjálfaðir í fyrstu hjálp Jónas Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.