Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 8

Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Fréttaveitan Press Gazette,sem sérhæfir sig í umfjöllun um fjölmiðla, segir frá því að breska ríkisútvarpið, BBC, hafi enn ekki svarað spurningum um endurráðningu starfsmanna sem áður höfðu feng- ið greiðslur vegna upp- sagnar. Spurn- ingin var borin fram með vísan í upplýsingalög í september í fyrra, en þrátt fyrir að svar hefði átt að berast 5. október sl. vefst það enn fyrir BBC.    Í frétt Press Gazette segir að áárunum 2012 til 2014 hafi BBC tilkynnt um meira en 600 uppsagnir. Þrátt fyrir það hafi starfsmönnum stofnunarinnar að- eins fækkað um 310 frá árslokum 2011 til ársloka í fyrra sam- kvæmt opinberum tölum.    En þó að Press Gazette hafiekki enn fengið upplýsingar frá yfirstjórn BBC hefur miðill- inn eftir ónafngreindum innan- búðarmanni að starfsmenn sem hafi verið sagt upp og fengið uppsagnargreiðslur „hafi komið aftur til starfa á sömu skrif- borðum og unnið að nákvæmlega sömu fréttum“.    Athyglisvert er að Bretar skuliglíma við þennan uppsagnar- vanda á ríkisútvarpinu sínu.    Íslenska ríkisútvarpið hefurósjaldan farið í gegnum upp- sagnir en af einhverjum ástæðum hafa raddir þeirra sem sagt var upp iðulega hljómað áfram.    Ætli þetta sé alþjóðlegurvandi ríkisútvarpa? Alþjóðlegur ríkis- útvarpavandi? STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.2., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík 0 alskýjað Akureyri -8 léttskýjað Nuuk -10 snjókoma Þórshöfn 0 snjókoma Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 heiðskírt Lúxemborg 1 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 6 skúrir Glasgow 3 alskýjað London 7 heiðskírt París 5 alskýjað Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 2 léttskýjað Berlín 3 léttskýjað Vín 7 léttskýjað Moskva -1 léttskýjað Algarve 16 skýjað Madríd 11 skýjað Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 15 heiðskírt Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal -2 snjókoma New York 4 skúrir Chicago 1 snjókoma Orlando 23 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:51 18:32 ÍSAFJÖRÐUR 9:03 18:30 SIGLUFJÖRÐUR 8:46 18:13 DJÚPIVOGUR 8:22 17:59 Almennur byggðakvóti skil- ar mestu byggða- festuáhrifum af þeim pottum sjávarútvegs sem lengst hafa verið í gangi. Línuíviln- un og strandveið- ar komu þar á eftir í öðru og þriðja sæti en skelbætur voru sístar. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarmið- stöðvar Háskólans á Akureyri sem Sigurður Ingi Jóhannsson, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra, lét vinna fyrir atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið. Gagnasafn yfir allar hafnir á land- inu tímabilið 2004 til 2014 lágu skýrslunni til grundvallar. Þar kem- ur jafnframt fram að línuívilnun hafi haft mestu byggðafestuáhrifin á ein- angruðustu og viðkæmustu sjáv- arbyggðum landsins. Á Norður- og Austurlandi höfðu skelbætur mestu áhrifin en á Snæfellsnesi, Vestfjörð- um að hluta og stór-höfuðborgar- svæðinu hafði almenni byggðakvót- inn mest byggðafestuáhrif. Mest byggða- festuáhrif  Almennur byggða- kvóti hafði mest áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson Í dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli Kristján Snorra Ingólfssonar, for- manns Flokks heimilanna, á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni, þar sem Pétur sakaði Kristján og Eyjólf Vestmann Ingólfsson, bróður hans og framkvæmdastjóra flokks- ins, um að nota fé flokksins í einka- þágu, kemur m.a. fram að Flokkur heimilanna hafi greitt félagi í eigu Kristjáns, Helstirni ehf., 1,5 milljónir króna. Fyrir dómi gaf Kristján þær skýringar að greiðslan hefði meðal annars verið innt af hendi fyrir per- sónulega ráðgjöf hans sjálfs til félags- ins vegna ágreiningsins sem gerður var um skráningu stjórnar flokksins í fyrirtækjaskrá. Stærstur hluti henn- ar hefði hins vegar farið í greiðslu lögfræðikostnaðar vegna ágreinings- ins. Hann tjáði sig ekki um hve hár slíkur kostnaður hefði verið. Að- spurður vildi Kristján heldur ekki tjá sig um niðurstöðu dómsins en sagði yfirlýsingar að vænta vegna málsins. Spurður telur Eyjólfur, fram- kvæmdastjóri flokksins, að eðlilegt sé að flokkurinn greiði kostnað vegna deilunnar. „Það er eðlilegt að flokk- urinn greiði fyrir lögfræði- og greinargerðarvinnu, þegar utan- aðkomandi aðilar reyna að taka yfir stjórn félagsins með ólögmætum hætti. Þarna er flokkurinn að verja sig og lögmæta stjórn,“ segir Eyjólf- ur. vidar@mbl.is Flokkurinn greiðir lögfræðikostnað  Flokkur heimilanna greiddi félagi í eigu formannsins fyrir ráðgjafastörf Morgunblaðið/Ernir Dómur Flokkurinn greiddi Hel- stirni ehf. 1,5 milljónir. Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.