Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 24
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á skólastofuhurð á annarri hæð í Lækjarskóla í Hafnarfirði eru þeir sem leið eiga framhjá boðnir vel- komnir á fjölmörgum tungumálum. Inni í stofunni er fjölbreyttari hóp- ur barna en gengur og gerist í al- mennum skólastofum því þar er til húsa móttökudeild fyrir erlenda grunnskólanemendur í bænum. Krakkarnir eru á ýmsum aldri og koma víða að; sumir sitja við lestur og vinna verkefni upp úr textanum, aðrir sitja og reikna og spjalla við kennarann á íslensku. „Hvað heitir þetta?“ spyr dökk- hærð stúlka og bendir á vasa- reikni. „Já, ég hélt það líka,“ segir hún þegar kennarinn svarar spurningunni. „Við vinnum með börnum sem eru að koma í nýjar aðstæður sem oft eru gjörólíkar þeim sem þau þekkja áður. Við lítum aldrei þann- ig á að við séum eingöngu að kenna íslensku sem annað mál, heldur erum við einnig að aðstoða börnin markvisst við aðlögun að samfélaginu,“ segir Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri mót- tökudeildarinnar. Núna er þar 21 nemandi frá 11 löndum í 5.-10. bekk. Miðað er við að þeir séu einn vetur í deildinni og eftir það njóta þeir mismikils stuðning eftir þörfum. Þeir eru all- ir skráðir í umsjónarbekk og sækja tíma með bekknum sínum eftir getu og þörfum. Deildin var stofnuð sem þróun- arverkefni árið 2002, fyrsta árið voru þar þrjú börn, en síðan þá hafa um 150 börn frá 35 þjóð- löndum stundað nám við deildina til lengri eða skemmri tíma. Að sögn Kristrúnar er þetta er önnur tveggja móttökudeilda á Íslandi, hin er í Kópavogi. „Við hugum sérstaklega að þremur þáttum,“ segir Kristrún. „Það eru námslegir, tilfinninga- legir og félagslegir þættir. Það er gríðarlega mikil áskorun að flytja til nýs lands. Þetta er aldrei ákvörðun barnsins, þau eru alltaf að fylgja foreldrum sínum og þau þurfa að læra mikið á stuttum tíma.“ Börn undir miklu álagi Kristrún segir sum börnin koma úr erfiðum aðstæðum og þau séu þess vegna undir miklu álagi. „Börnin sakna afa sinna og amma, ættingja og vina í heimalandinu, náms- og félagsleg staða þeirra breytist við flutningana og það getur verið erfitt. Þrátt fyrir að þau hafi margvíslega reynslu og þekkingu í farteskinu þurfa þau að byrja upp á nýtt á vissan hátt. Það tekur tíma að ná jafnvægi og öðl- ast sjálfstraust í nýjum að- stæðum.“ Kristrún segir að lögð sé áhersla á þétt og einstaklingsmiðað ut- anumhald um börnin í byrjun. Þannig hafi nemendur almennt spjarað sig vel í námi og verið fljótir að mynda félagsleg tengsl. Kristrún segir að meðal verk- efna móttökudeildarinnar sé að að- stoða foreldra við að átta sig á því hvernig skólasamfélagið sé upp- byggt. Sumir komi frá löndum þar sem skipulagið er allt annað en hér. „Margt, sem okkur finnst hversdagslegt, er ókunnugt í aug- um annarra. Til dæmis er ekkert óalgengt að þau erlendu börn sem hingað koma hafi aldrei lært að synda. Þá er sú áhersla sem lögð er á íþrótta- og tómstundaiðkun framandi fyrir marga, einnig sú hefð að börnin fari í nokkurra daga ferðalög, sem kosta peninga, á skólatíma.“ Í flestum tilfellum koma börnin úr skólakerfi sem er í grunninn svipað því íslenska. Þó eru dæmi um nemendur sem hafa litla eða brotakennda formlega menntun þegar þau koma til landsins og eru jafnvel ólæs á eigin móðurmáli. „Ástæðurnar fyrir því geta verið ýmsar,“ segir Kristrún. „Sum hafa verið á faraldsfæti í langan tíma, önnur koma frá löndum þar sem skólaganga telst til forréttinda.“ Félagslegur glerveggur Kristrún segir að íslensk börn taki þeim erlendu almennt vel. Sum tali þó um að þau reki sig á „ósýnilegan múr“, félagslegan glervegg sem þau komist ekki í gegnum. „Helstu áskoranirnar eru ekki síst að efla sjálfstæði og sjálfs- öryggi barnanna,“ segir Þórdís Sveinsdóttir grunnskólakennari sem kennir í deildinni. Sum barnanna eru hugsanlega tíma- bundið hér á landi og við vitum ekkert um hvað bíður þeirra þegar þau fara úr landi. Við viljum kenna þeim að bjarga sér.“ „Þessi börn eru mörg svo sterk, þau hafa upplifað margt,“ segir Kristín Jónsdóttir, félagsráðgjafi sem starfar í móttökudeildinni. „Eftir því sem þeim líður betur eru meiri líkur á að þau fari í áframhaldandi nám og spjari sig í íslensku samfélagi.“ Kristín segir þarfir barnanna af- ar fjölþættar. „Þau geta ekki tjáð sig á íslensku, umhverfið er þeim framandi og foreldrarnir eru að fóta sig í nýju samfélagi. Ég vinn með alla fjölskylduna, en fókusinn er á barnið. Stundum tökum við líka á móti erlendum börnum með einhvers konar fatlanir. Það getur verið heilmikil áskorun, því sum þeirra koma frá löndum þar sem aðstoð við fatlað fólk er lítil sem engin.“ Tökum við vel á móti börnum af erlendum uppruna? „Já, ég held að mörgu leyti að við gerum það,“ segir Kristrún. „Það vantar þó alltaf fjármuni, eins og alls staðar í skólakerfinu. Krakkarnir fá aldrei nógu mikla kennslu, þau þyrftu meiri aðstoð. Sparnaður í þessum málaflokki mun reynast okkur dýr til lengri tíma litið.“ Að ná jafnvægi í nýju landi  Kennsla erlendra barna snýst um margt annað en að kenna þeim íslensku  Að flytja til annars lands er aldrei ákvörðun barnsins  Byrja upp á nýtt á vissan hátt  Sum hafa lítið verið í skóla Í Lækjarskóla Kristrún segir að vel sé tekið á móti börnum af erlendum uppruna að mörgu leyti. Börnin þyrftu þó að fá meiri aðstoð. Velkomin Á hurð móttökudeildarinnar eru gestir boðnir velkomnir á mörg- um tungumálum, sum þeirra eru býsna framandi frá fjarlægum löndum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölbreytileiki Deildarstjórinn Kristrún, til vinstri, og félagsráðgjafinn Kristín segja þarfir barnanna í móttökudeildinni vera afar mismunandi. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Jakub Marek Tu- mowski, kallaður Kuba, og Lukasz Smierc- zynski eru báðir frá Póllandi, þeir eru meðal nemenda í móttöku- deildinni og eru í 7. bekk. Báðir hafa verið hér á landi í þrjú ár og láta vel af. „Skólinn á Íslandi er betri en í Pól- landi,“ segir Lukasz. „Hérna er borðtenn- isborð og svo megum við grilla samlokur í skólanum,“ bætir hann við. „Mér finnst skólarnir í Póllandi og á Íslandi jafngóðir,“ segir Kuba. Þeir fá pólskukennslu í skólanum, en pólska er eina móðurmálið auk Norðurlandamálanna, sem boðið er upp á kennslu í í Lækjarskóla. Þeir segjast stundum kenna íslenskum krökkum pólsk orð. „Við eigum marga íslenska vini,“ fullyrða félagarnir kátir í bragði. Þeir eru sammála um að það hafi verið svolítið erfitt í byrjun að koma í skólann og kunna enga íslensku. „Ég sagði alltaf bara já, já, þegar krakk- arnir sögðu eitthvað við mig,“ segir Lukasz. „Ég sagði alltaf bara já, já“ KUBA OG LUKASZ KENNA KRÖKKUM STUNDUM PÓLSKU Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Póllandi Þeir Kuba og Lukasz á skólabekk. Með þeim er skólasystir þeirra, Aleksandra Manova. Meðal nemenda í móttökudeild- inni eru þær Delight Kekeli Ad- jahoe, kölluð Kekeli, frá Gana og Wiktoria Piascik sem er frá Pól- landi. Þær eru báðar í 9. bekk og hafa báðar búið hér í þrjú ár. „Þetta var erfitt fyrst,“ segir Ke- keli um fyrstu mánuðina á Íslandi. „Ég skildi engan og mér fannst allir tala svo hratt. Skólinn í Gana er öðruvísi. Þar þurfa krakkar að taka próf upp úr hverjum bekk og ef þau falla þurfa þau að fara aft- ur í bekkinn.“ „Það er ekki þannig í Póllandi,“ segir Wiktoria. „Þar er skólinn svipaður og á Íslandi. “ „Við höfum fengið auka- kennslu,“ svarar Kekeli þegar þær eru spurðar um hvernig þær hafi náð svona góðum tökum á ís- lensku. „Við lærum líka af öðrum krökkum,“ segir Wiktoria. „Ís- lenskir krakkar eru svipaðir og pólskir,“ segir hún og það sama segir Kekeli um unglinga í Gana. Mér fannst allir tala svo hratt ÍSLENSKIR, GANVERSKIR OG PÓLSKIR UNGLINGAR SVIPAÐIR Delight Kekeli Adjahoe Wiktoria Piascik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.