Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 milljóna manna hafi beinlínis látið líf- ið vegna ógnarstjórnarinnar í land- inu. Tveir fulltrúar íslenska Sósíal- istaflokksins, Kristinn E. Andrésson og Eggert Þorbjarnarson, sátu flokksþingið í Moskvu 1956, en þeir voru ekki fremur en aðrir erlendir gestir á hinum lokaða fundi þar sem Khrústsjov fletti ofan af Stalín. Heyrðu þeir fyrst fréttirnar í Kaup- mannahöfn á heimleið. Helsti hug- myndafræðingur flokksins, Brynj- ólfur Bjarnason, virtist hafa litla samúð með fórnarlömbunum. Hann ritaði stuttu síðar grein þar sem hann komst svo að orði: „Það var óhjá- kvæmilegt að greiða stéttarandstæð- ingnum þung högg, hvar sem hann lét á sér bera, hvort heldur var í kommúnistaflokknum eða annars staðar.“ Í stríði væri aldrei hægt að gefa neina örugga tryggingu fyrir því „að höggin, sem greiða á andstæðing- unum, komi ekki niður á röngum stað,“ eins og hann komst að orði. Fréttir af leyniræðu Khrústsjovs voru í fyrstu fremur óljósar. Hún var fyrst birt í heild í júní 1956 eftir að leyniþjónustu Ísraels hafði tekist að komast yfir eintak af henni í Póllandi og látið það ganga til leyniþjónustu Bandaríkjanna. Í formála nýrrar íslenskrar útgáfu veltir Hannes H. Gissurarson því fyr- ir sér hvað rekið hafi Khrústsjov, sem var í raun samsekur Stalín um ýmis ódæði, til uppgjörsins við Stalín, hinn látna leiðtoga. Svarið telur hann þrí- þætt. „Fyrst er það, að í Khrústsjov kann að hafa bærst mannleg taug: Honum hafi blöskrað hversu langt Stalín hafi gengið. Í annan stað hefur eflaust vakað fyrir honum að vernda eigið orðspor. Hann hefur ekki viljað samsama sig Stalín. Í þriðja lagi stóð Khrústsjov ekki einn að þessari af- hjúpun á Stalín. Ræða hans var flutt eftir miklar umræður í Kreml. Sumir ráðamenn vildu alls ekki fitja upp á þessu máli. En margir töldu uppgjör við Stalín óumflýjanlegt, ekki síst til að koma í veg fyrir að sagan end- urtæki sig. Valdastéttin mátti ekki til þess hugsa, að aftur yrði ráðist í hreinsanir, sem hefðu hitt hana sjálfa fyrir.“ Þegar goðið var fellt af stalli  60 ár liðin frá sögufrægri leyniræðu Nikita Khrústsjovs þar sem glæpir Stalíns voru afhjúpaðir  „Elskaður og dáður“ af íslenskum sósíalistum  „Moggalygin“ reyndist vera á rökum reist Afhjúpun Nikita Khrústsjov í ræðustól. Hann var litríkur maður og óvenjulegur í framgöngu. Hans er þó helst minnst fyrir leyniræðuna um Stalín 1956. Stalín „Elskaður og dáður“ af kommúnistum um allan heim. Lengi vel vildu þeir ekki viðurkenna þau óhæfuverk sem hann bar ábyrgð á. Leyniræða Khrústsjovs var gefin út á íslensku 1957, ári eftir að hún var flutt, í þýðingu Stefáns Pjet- urssonar og með formála eftir Áka Jakobsson. Báðir höfðu þeir Stef- án og Áki verið virkir í hreyfingu íslenskra kommúnista á yngri ár- um. Almenna bókafélagið gefur ræðuna nú út að nýju og hefur Hannes H. Gissurarson umsjón með útgáfunni og ritar formála. Hannes hefur áður gefið út bók um sögu íslenskra kommúnista og hann þýddi fyrir nokkrum árum Svartbók kommúnismans þar sem afleiðingar ógnarstjórnarinnar í Sovétríkjunum eru raktar á mjög greinargóðan hátt. Leyniræðan endurútgefin HVAÐ SAGÐI KHRÚSTSJOV? SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að Nikita Khrústsjov, leiðtogi Sovétríkjanna og aðalritari Kommú- istaflokksins, afhjúpaði á lokuðu flokksþingi í Moskvu margvísleg óhæfuverk sem stjórn landsins undir forystu fyrirrennara hans, Jósefs Stalíns, hafði unnið um árabil. Ræðan átti eftir að hafa mikil áhrif innan- lands og utan, og er óhætt að segja að alþjóðahreyfing kommúnista hafi ekki verið söm eftir. Hér á landi sem annars staðar ollu fréttirnar um ræðu Khrústsjovs uppnámi og ólgu, ekki síst innan Sósíalistaflokksins sem var í nánum tengslum við stjórn- völd í Moskvu og var að hluta til fjár- magnaður með leynilegum fram- lögum þaðan. Vildu margir í fyrstu alls ekki trúa fréttunum og töldu þær „Moggalygi“ eins og þá var stundum sagt. Þegar ræða Khrústsjovs var flutt í lok febrúar 1956 voru aðeins þrjú ár frá því Stalín lést. Fræg eru minning- arorð formanns Sósíalistaflokksins, Einars Olgeirssonar, um Stalín sem birtust í Þjóðviljanum: „Vér minn- umst mannsins, sem hefur verið elsk- aður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts, sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, – en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höf- uðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat mann- gildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann hóf fyrst starf sitt.“ Harðstjóri og böðull Ekki er um það deilt lengur að Stalín er einn af verstu harðstjórum og böðlum mannkynssögunnar. Grimmd hans og sovéskra komm- únista er fyllilega sambærileg við glæpi Adolfs Hitlers og nasista í Þýskalandi. En í ræðu Khrústsjovs var þó að- eins fjallað um lítinn hluta þeirra grimmdarverka sem komm- únistastjórnin hafði unnið. Hann var eins og aðrir ráðamenn landsins á þessum tíma blindur fyrir ýmsu sem gerst hafði allt frá valdaráni Leníns og hans manna 1917. Þannig var í ræðunni ekkert minnst á hung- ursneyðina af manna völdum í Úkra- ínu snemma á fjórða áratugnum eða þrælkunarbúðirnir sem reknar voru í Síberíu og víðar, Gúlagið svonefnda. Nú er almennt viðurkennt að tugir Leyniræðan Á 60 ára afmælinu er ræðan endurútgefin. MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? NÝ SENDING AF UMGJÖRÐUM Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.