Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 51
FRÉTTIR 51Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Sti l l ing hf. | S ími 520 8000 | www.st i l l ing . is | st i l l ing@sti l l ing . is Skíða- og snjóbrettabogar Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10 Björgunarmenn hjálpa barni á meðal flóttafólks og farandmanna sem komu með gúmmíbáti til grísku eyjunnar Lesbos eftir sigl- ingu yfir Eyjahaf frá Tyrklandi. Ríki í Evrópu eru gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við flóttamanna- straumnum til álfunnar í ársskýrslu sem mannréttindasamtökin Am- nesty International birtu í gær. Samtökin hafa oft gagnrýnt ein- ræðisstjórnir heimsins fyrir mann- réttindabrot en í nýju skýrslunni beinist gagnrýnin einnig að nokkr- um af elstu lýðræðisríkjum heims- ins sem hafa tekið upp landamæra- eftirlit að nýju til að stöðva straum farandmanna, m.a. fólks sem flýr stríð og ofsóknir í heimalöndum sínum í Miðausturlöndum, Afríku og Suður-Asíu. „Það er skammar- legt að Evrópa, auðugasta ríkja- blokk heimsins, skuli ekki geta verndað grundvallarréttindi fólks úr röðum þeirra sem sæta mestu of- sóknum í heiminum,“ hefur frétta- veitan AFP eftir framkvæmda- stjóra samtakanna, Salil Shetty. Evrópuríki gagnrýnd í ársskýrslu Amnesty AFP Þrír menn frá Norður-Afríku, sem voru sakaðir um þjófnað á nýársnótt í Köln, komu fyrir rétt í gær. Hundr- uð kvenna sökuðu karlmenn frá Norður-Afríku um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þá nótt í borg- inni. Lögreglustjórinn í Köln segir mjög ólíklegt að meirihluti árás- armannanna náist en mikil umræða hófst eftir árásirnar um mikinn straum flótta- og farandmanna til Þýskalands og hvernig þeim gengi að aðlagast þýsku samfélagi. 23 ára gamall maður frá Marokkó viðurkenndi að hafa stolið farsíma konu þessa nótt og var dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið og til að greiða 100 evrur í sekt. Tveir ungir menn frá Túnis, 18 ára og 22 ára, eru ákærðir fyrir að hafa stolið myndavél af manni í mannþröng fyr- ir utan aðallestarstöðina í Köln. Lögreglan í borginni hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki gripið strax til aðgerða og hafa reynt að koma í veg fyrir umfjöllun um málið fyrstu dagana. Lögreglustjór- anum var vikið frá störfum nokkru síðar í þeirri von að friða almenning. Alls hafa verið borin kennsl á 75 grunaða og 13 handteknir fyrir þjófnað og önnur minniháttar brot. Aðeins einn hefur verið handtekinn grunaður um kynferðislegt ofbeldi þessa nótt. Ólíklegt að árásar- menn náist  Þrír menn dregnir fyrir rétt í Köln Heilbrigðisyfir- völd í Bandaríkj- unum eru að rannsaka fjórtán ný tilvik þar sem grunur leikur á að fólk hafi smit- ast af zika- veirunni við kyn- mök. Á meðal þeirra sem talið er að hafi smitast eru nokkrar barnshafandi konur, að sögn CDC, miðstöðvar sjúk- dómavarna og forvarna í Banda- ríkjunum. Stofnunin hefur birt nýj- ar leiðbeiningar um varnir gegn veirunni og hvetur karlmenn, sem hafa ferðast til landa þar sem veir- an hefur greinst, til að nota smokka eða forðast kynmök vegna mögu- leikans á að hún smitist með sæði. Ekkert hefur bent til þess að konur geti smitað karlmenn við kynmök, að sögn CDC. Ákveðin tegund moskítóflugna ber zika-veiruna í menn. Sýkingin getur borist frá móður til fósturs og er talið líklegt að veiran valdi vaxtarskerðingu í heila ungbarna. BANDARÍKIN Rannsaka hvort zika smitist við kynmök Moskítófluga sem ber zika-veiruna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.