Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 51
FRÉTTIR 51Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Sti l l ing hf. | S ími 520 8000 | www.st i l l ing . is | st i l l ing@sti l l ing . is
Skíða- og
snjóbrettabogar
Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10
Björgunarmenn hjálpa barni á
meðal flóttafólks og farandmanna
sem komu með gúmmíbáti til
grísku eyjunnar Lesbos eftir sigl-
ingu yfir Eyjahaf frá Tyrklandi.
Ríki í Evrópu eru gagnrýnd fyrir
viðbrögð sín við flóttamanna-
straumnum til álfunnar í ársskýrslu
sem mannréttindasamtökin Am-
nesty International birtu í gær.
Samtökin hafa oft gagnrýnt ein-
ræðisstjórnir heimsins fyrir mann-
réttindabrot en í nýju skýrslunni
beinist gagnrýnin einnig að nokkr-
um af elstu lýðræðisríkjum heims-
ins sem hafa tekið upp landamæra-
eftirlit að nýju til að stöðva straum
farandmanna, m.a. fólks sem flýr
stríð og ofsóknir í heimalöndum
sínum í Miðausturlöndum, Afríku
og Suður-Asíu. „Það er skammar-
legt að Evrópa, auðugasta ríkja-
blokk heimsins, skuli ekki geta
verndað grundvallarréttindi fólks
úr röðum þeirra sem sæta mestu of-
sóknum í heiminum,“ hefur frétta-
veitan AFP eftir framkvæmda-
stjóra samtakanna, Salil Shetty.
Evrópuríki gagnrýnd
í ársskýrslu Amnesty
AFP
Þrír menn frá Norður-Afríku, sem
voru sakaðir um þjófnað á nýársnótt
í Köln, komu fyrir rétt í gær. Hundr-
uð kvenna sökuðu karlmenn frá
Norður-Afríku um að hafa beitt þær
kynferðislegu ofbeldi þá nótt í borg-
inni.
Lögreglustjórinn í Köln segir
mjög ólíklegt að meirihluti árás-
armannanna náist en mikil umræða
hófst eftir árásirnar um mikinn
straum flótta- og farandmanna til
Þýskalands og hvernig þeim gengi
að aðlagast þýsku samfélagi.
23 ára gamall maður frá Marokkó
viðurkenndi að hafa stolið farsíma
konu þessa nótt og var dæmdur í sex
mánaða fangelsi skilorðsbundið og
til að greiða 100 evrur í sekt. Tveir
ungir menn frá Túnis, 18 ára og 22
ára, eru ákærðir fyrir að hafa stolið
myndavél af manni í mannþröng fyr-
ir utan aðallestarstöðina í Köln.
Lögreglan í borginni hefur sætt
harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki
gripið strax til aðgerða og hafa reynt
að koma í veg fyrir umfjöllun um
málið fyrstu dagana. Lögreglustjór-
anum var vikið frá störfum nokkru
síðar í þeirri von að friða almenning.
Alls hafa verið borin kennsl á 75
grunaða og 13 handteknir fyrir
þjófnað og önnur minniháttar brot.
Aðeins einn hefur verið handtekinn
grunaður um kynferðislegt ofbeldi
þessa nótt.
Ólíklegt
að árásar-
menn náist
Þrír menn dregnir
fyrir rétt í Köln
Heilbrigðisyfir-
völd í Bandaríkj-
unum eru að
rannsaka fjórtán
ný tilvik þar sem
grunur leikur á
að fólk hafi smit-
ast af zika-
veirunni við kyn-
mök. Á meðal
þeirra sem talið
er að hafi smitast
eru nokkrar barnshafandi konur,
að sögn CDC, miðstöðvar sjúk-
dómavarna og forvarna í Banda-
ríkjunum. Stofnunin hefur birt nýj-
ar leiðbeiningar um varnir gegn
veirunni og hvetur karlmenn, sem
hafa ferðast til landa þar sem veir-
an hefur greinst, til að nota smokka
eða forðast kynmök vegna mögu-
leikans á að hún smitist með sæði.
Ekkert hefur bent til þess að konur
geti smitað karlmenn við kynmök,
að sögn CDC.
Ákveðin tegund moskítóflugna
ber zika-veiruna í menn. Sýkingin
getur borist frá móður til fósturs og
er talið líklegt að veiran valdi
vaxtarskerðingu í heila ungbarna.
BANDARÍKIN
Rannsaka hvort zika
smitist við kynmök
Moskítófluga sem
ber zika-veiruna.