Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 53
53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Frakkastígur Húseigendur vita flestir að þeir verða að halda eignum sínum við og sumir eru lagnari en aðrir með penslana og sinna verkinu af alúð enda skiptir miklu að vandað sé til verka.
Styrmir Kári
Neikvæð umræða
um störf sjálfstætt
starfandi sér-
fræðilækna á „stofu
út í bæ“ er nú enn
einu sinni farin af
stað. Gagnrýnin kem-
ur enn sem fyrr að-
allega frá nokkrum
heilsuhagfræðingum
og forystu ASÍ ásamt
ýmsum stjórn-
málamönnum á
vinstri vængnum, en athygli vekur
að þeir sem helst njóta þjónustu
þessara lækna hafa ekki tekið
undir.
Gagnrýnin hefur iðulega ekki
byggt á mikilli þekkingu um eðli
þjónustu sérfræðilækna, kostnaði
við hana né á samanburði við aðra
heilbrigðisþjónustu. Því langar
mig til að varpa ljósi á vissar hlið-
ar málsins eins og ég þekki þær
best. Hafa ber í huga að þjónusta
í heilbrigðisgeira lýtur sömu lög-
málum og önnur þjónusta að því
leyti að gæði, framleiðni og hag-
kvæmni ráða miklu um val neyt-
enda, sem í þessu tilviki eru bæði
skjólstæðingar lækna og sjúkra-
tryggingar.
Mismunandi sérfræðiþjónusta
Þjónusta sérfræðilækna utan
spítala er með ýmsu móti. Flestir
læknanna eru einyrkjar, sem
vinna sem sjálfstæðir verktakar á
stofu. Örfáir reka stór fyrirtæki
eins og Röntgen Domus Medica
eða blóðrannsóknarstofur o.fl.
Enn aðrir gera allstórar og flókn-
ar aðgerðir á skurðstofum utan
spítala, svo sem skurðlæknar,
bæklunarlæknar o.fl. Læknarnir
starfa skv. þjónustusamningi við
Sjúkratryggingar Íslands og er
samningurinn gegnsær, allt um
kostnað vegna launa og rekstrar
eru uppi á borðum – ólíkt því sem
er í opinberri þjónustu í heilsu-
geiranum, þ.e. í
heilsugæslu og á spít-
ölum.
Ég hef afar góða
reynslu af þjónustu
sjálfstæðu röntgen-
og blóðrannsókn-
arstofanna og tel
mjög líklegt að þær
séu ekki aðeins hag-
kvæmar í rekstri fyrir
samfélagið heldur
létti þær um leið
miklu álagi af Land-
spítalanum um leið og
gæði þjónustunnar sé
sambærilegt. Það sama á við þær
skurðaðgerðir, sem gerðar eru ut-
an spítala, þjónustan er góð og
hagkvæm. Það stendur upp á
gagnrýnendur að sýna fram á ann-
að.
Ódýr sérfræðilæknisþjónusta
Hinir eiginlegu einyrkjar sér-
fræðinga á „stofu út í bæ“ eru þó
langflestir. Þeir leigja litlar stofur
á misstórum læknastöðvum þar
sem þeir stunda lækningar sínar.
Það er líklega þessi hópur, sem
átt er við þegar rætt er um „dýra
sérfræðilækna á stofu úti í bæ“,
sem hrifsi til sín fjármuni, sem
betur væru notaðir í annað og
sagt að nær væri að loka á starf-
semi læknanna og stýra fólki til
heilsugæslulækna í staðinn. Þess-
ar fullyrðingar hafa ekki verið vel
rökstuddar, en spyrja má: Eru
þær breytingar raunhæfar eða
hagkvæmar og síðan – verður
þjónustan við hina veiku þá betri?
Lítum fyrst á það hvort breyt-
ingar séu raunhæfar. Svarið er
einfaldlega nei, hvorki heilsugæsl-
an né Landspítalinn eru í stakk
búin til að taka við fleiri verk-
efnum og ráða raunar varla við
ástandið eins og það er núna.
Hvað þá með hagkvæmni út frá
greiðslum vegna þjónustu lækna?
Heildarkostnaður við komu ein-
staklings til sérfræðinga í lyflækn-
ingum er 7.891 kr. fyrir „skoðun
og viðtal“ án frekari inngripa eða
rannsókna, en þetta er sambæri-
legt við komu til heilsugæslulækna
(innifalið eru lyfseðlar, tilvísanir
o.fl.). Heildarkostnaður við komu
til heilsugæslulækna hefur ekki
legið ljós fyrir, en vitað er að
ósjúkratryggðir þurfa að greiða
9.000 kr. fyrir komu til heilsu-
gæslulækna í dagvinnu (en 13.000
kr. eftir kl. 16). Þar sem ég ætla
að gefa mér það að hið opinbera
okri ekki á veiku fólki hljóti þess-
ar tölur að endurspegla raunveru-
legar kostnaðartölur á bak við
hverja heimsókn. Heildarkostn-
aður við komu til heilsugæslu-
læknis er sem sé talsvert hærri en
hjá „dýru sérfræðingunum“.
Fyrir hverja komu til sérfræð-
ingsins greiðir einstaklingurinn
sjálfur 6.576 kr., en sjúkratrygg-
ingarnar greiða aðeins 1.314 kr.
Fyrir sams konar komu til heilsu-
gæslulæknis greiðir einstaklingur
með sama vandamál aðeins 1.200
kr., en hið opinbera greiðir mis-
muninn eða 7.800 kr. Það er rúm-
lega fimm sinnum meira en fyrir
komu til sérfræðings! Því má bæta
við að greiðslur til sérfræðilækna
hækka ekki eftir kl. 16, en hjá
heilsugæslulæknum hækkar gjald-
ið úr 9.000 kr. í 13.000 kr. eins og
áður sagði.
Af þessari úttekt á kostnaði við
komur til heilsugæslulækna ann-
ars vegar og til sérfræðilækna
hins vegar má sjá að hið opinbera
sparar miklar fjárhæðir vegna
hverrar komu einstaklings til sér-
fræðings „á stofu út í bæ“ miðað
við það að hinn sami leiti til
heilsugæslulæknis. Með því að
stýra fólki meira til heilsugæslu-
lækna – eins og sumir kalla eftir –
myndi heildarkostnaður hins op-
inbera vegna heilbrigðisþjónustu
utan sjúkrahúsa því aukast mikið.
Sú stýring á sér þó stað nú þegar
með því að hið opinbera nið-
urgreiðir komur til sérfræðilækna
margfalt minna en komur til
heilsugæslulækna.
Þetta var um hagkvæmnina, en
hvað þá um gæðin? Er líklegt að
einstaklingur með verk í maga fái
betri þjónustu á heilsugæslu en
hjá meltingarsérfræðingi? Hvað
um augnvandamál, bakverki,
hjartveiki, geðsjúkdóma o.fl. Ætli
þjónustan sé betri hjá heilsu-
gæslulækni en hjá sérfræðingi á
viðkomandi sviði (sem eins og áð-
ur sagði er þar að auki ódýrari
fyrir samfélagið)? Ég tek það þó
fram að það er fjarri mér að gera
lítið úr menntun og þjónustu ís-
lenskra heilsugæslulækna, sem
vinna mikið og gott starf á sínu
sviði.
Mikil eftirspurn
En þótt fólk sé neytt til að
greiða miklu hærra gjald fyrir
þjónustu sérfræðilækna vegna lé-
legra sjúkratrygginga fyrir hana,
þá leita samt margir beint til sér-
fræðilæknanna. Fólk virðist sem
sé tilbúið til að greiða heilmikið
aukalega fyrir þjónustu þeirra. Af
hverju skyldi það nú vera? Jú, vit-
að er að heilsugæslan er víða
vanbúin vegna læknaskorts og
biðtími er oft langur, en hluti
skýringarinnar gæti líka legið í
því að fólk treystir því að sér-
fræðilæknirinn hafi meiri þekk-
ingu á sínu sérsviði en heilsu-
gæslulæknirinn. Um leið mun
viðkomandi einnig vita hvaða
læknir muni sinna þeirra vanda,
sem því miður er ekki alltaf raun-
in við komur á heilsugæslustöðvar
þar sem einn læknir leysir annan
af, – „maður hittir næstum aldrei
þann sama og síðast“ er sagt.
Annar valkostur
Annar valkostur til að veita Ís-
lendingum sérfræðilæknisþjónustu
er sá að þvinga sérfræðinga til að
vinna eingöngu á göngudeildum
sjúkrahúsanna eins og liggur í
orðum landlæknis, sem gert hefur
harða hríð að sjálfstætt starfandi
sérfræðilæknum. Litlar líkur eru á
því að það myndi auka skilvirkni
eða gæði þjónustunnar – hvað þá
að gera hana fjárhagslega hag-
kvæmari. Mér er ekki kunnugt um
raunkostnað fyrir hverja komu til
lækna á göngudeildum Landspít-
alans, en tel víst að hann sé langt-
um hærri en 7.891 kr.
Vandi sérfræðilæknis-
þjónustunnar
Eins og sjá má hér að ofan felst
vandi þjónustu sérfræðilækna ekki
í miklum kostnaði, lélegum gæð-
um né lítilli skilvirkni. Þvert á
móti. Eins og áður sagði – al-
menningur hefur ríkulega viljað
notfæra sér þjónustu sér-
fræðilækna á stofu þótt hún kosti
hann meira vegna lítillar nið-
urgreiðslu sjúkratrygginga. Vand-
inn liggur hins vegar í því – eins
og á Landspítalanum og í heilsu-
gæslunni – að það eru alltof fáir
læknar í boði og því hafa biðlistar
eftir þjónustu sérfræðilækna auk-
ist óhóflega og í sumum sér-
greinum horfir það til mikilla
vandræða. Það skýtur því skökku
við að Sjúkratryggingar hafa nú
tekið fyrir það að nýir sér-
fræðilæknar fái að hefja störf á
þessum vettvangi og að land-
læknir skuli vega að starfsemi
sjálfstætt starfandi sérfræðilækna
í kór með heilbrigðishagfræð-
ingum, forystu ASÍ og ýmsum
fulltrúum vinstriflokkanna.
Eftir Árna Tómas
Ragnarsson » Vandinn liggur hins
vegar í því ... að það
eru alltof fáir læknar í
boði og því hafa biðlistar
eftir þjónustu sér-
fræðilækna aukist óhóf-
lega og í sumum sér-
greinum horfir það til
mikilla vandræða.
Árni Tómas
Ragnarsson
Höfundur er sjálfstætt
starfandi sérfræðilæknir.
Sjálfstæðir sérfræðilæknar