Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 54

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Svokallað Þórs- líkneski er talið vera einn merkasti forn- gripur sem við Ís- lendingar eigum. Önnur nöfn sem not- uð hafa verið á lík- neski þetta er Eyr- arlandslíkneskið og Freyslíkneskið. Það gæti hafa verið smíð- að um aldamótin 1000. Það fannst í Eyjafirði árið 1815 eða 1816. Fundarstaðurinn var annaðhvort í landi Eyrarlands í Hrafnagilshreppi eða í landi Eyrarlands í Öngulsstaðahreppi. Þetta er pínulítið líkneski úr bronsi, um 6,7 cm hátt, og sýnir dularfulla mannveru sitjandi á skrítnum stól. Mannvera þessi ber undarlegt höfuðfat á höfðinu og heldur báðum höndum um sítt skegg sitt. Skegg þetta breytist þegar neðar dregur í furðulegan krosslaga hlut og verður að álykta að krosslaga hlutur vísi til kross, en ekki til hamars þrumuguðsins Þórs eins og sumir halda (mynd 1). Nokkur sambærileg smálíkneski hafa fundist í Skandinavíu. Hvern- ig þau bera hendurnar að skegg- inu er þó nokkuð mikið öðruvísi en á íslenska líkneskinu sem við skul- um kalla Eyrarlandslíkneskið eftir fundarstað þess. Af þessum smá- líkneskjum finnst mér það einna merkilegast sem fannst á Sjálandi í Danmörku og er smíðað úr rauð- leitu rafi. Það er talið sýna Þór eða frjósemisguðinn Frey (mynd 2). Prófessor í sagn- fræði, Barði Guð- mundsson, var mjög umdeildur vegna skrifa sinna um upp- runa Íslendinga. Það þarf ekki að leita lengi til að sjá brota- lamirnar í þeirri kenningu að land- námsmenn Íslands hafi að meginhluta til verið Norðmenn sem hlupust á brott sökum ofríkis smákóngs sem oft er kallaður Haraldur hárfagri. Það má byrja á að skoða hvað fornar heimildir segja um þann mann sem sagður er hafa heitið Ingólfur Arnarson og á að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn (Birgisson, 2008, 142-161). Barði taldi að Freysdýrkun hefði verið útbreidd á þeim stöð- um þar sem talið er að líkneskið hafi fundist og færir góð rök fyrir því (Guðmundsson, 1959, 135, 158). Er tilgáta hans um að hér sé um Frey að ræða vel studd og ekki síður en tilgáta þeirra sem halda að hér sé um að ræða þrumuguðinn Þór með hamarinn. Margir íslenskir fræðimenn virð- ast þó fastir í þeirri þráhyggju að hér sé örugglega um Þór að ræða. Svona fer þegar menn halda að mannkynssagan hafi byrjað árið 874. Richard Perkins telur Eyr- arlandslíkneskið vera Þór og færir fyrir því ágæt rök. Hann lýsir þremur fornegypskum smálík- neskjum og finnur alveg ótrúleg líkindi með þeim og með Eyr- arlandslíkneskinu. Hann telur að fyrirmyndin að líkneskinu gæti hugsanlega verið fornegypskt smálíkneski (Perkins, 2001, 146- 152). Frjósemisguðir eru þekktir á öllum menningarsvæðum og egypsku guðirnir Osiris og Isis eru taldir af Einari Pálssyni fræðimanni vera fyrirmyndin að norrænu frjósemisguðunum Frey og Freyju (Pálsson, 1985, 13). Bæði guðapörin voru systir og bróðir og tákna samræmi, frjó- semi og sameiningu karls og konu. Ef við lítum á rauða raflíkneskið þá á það sér ótrúlega hliðstæðu í fornegypskri styttu sem gæti ver- ið frá um 1225 ár fyrir okkar tímatal. Það eru talin sterk rök fyrir því að styttan sé af vernd- aranda sem tengist Osiris dýrkun (mynd 3). Það mætti því álykta að smálíkneskin frá Skandinavíu séu verndargripir sem sumir hverjir tákni frjósemisguð. Það er líka til stytta af Osiris sitjandi á stól og hendurnar í svipaðri stöðu og á rauða raflíkneskinu (mynd 4). Ein- ar Pálsson taldi að Eyrarlands- líkneskið væri líklega af Frey og að krosslaga hluturinn sem mann- veran heldur um gæti verið stíl- færður egypskur ankh-kross (Pálsson, 1988, 238-239). Osiris var oft látin halda á ankh-krossi. Það er erfitt að ímynda sér að sá sem smíðaði Eyrarlands- líkneskið hafi haft þrumuguðinn Þór í huga. Það er varla hægt að álykta annað en að neðri hluti mannveru þessarar sýni líkams- hlutföll konu. Ég set þetta fram sem tilgátu eða hugmynd. Breiðar mjaðmir og mjótt mitti ásamt af- stöðu fóta og fótleggja bendir ítrekað á líkamsform konu. Efri hluti þessarar mannveru hefur þó öll einkenni og líkamshlutföll karl- manns. Það mætti því álykta að Freyr og Freyja séu hérna sam- einuð í einu guðalíkneski og lista- maðurinn hafi þá haft báða þessa guði í hávegum (Birgisson, 2004). Þarna sameinast þessir norrænu guðir eins og Osiris og Isis voru talin renna saman í eitt í stjörn- unni Sirius. Krosslaga hluturinn sem mannveran heldur um með báðum höndum gæti þá verið sam- einingartákn undir áhrifum frá kristnum sið eða stílfærður ankh- kross. Heimildir: Birgisson, Einar Gunnar, 2004. Egyptian influence and sacred geometry in ancient and medieval Scandinavia. Reykjavík. Birgisson, Einar Gunnar, 2008. National historiographies and the Viking Age: A re-examination, Aust-Agder-Arv Årbok 2008. Aust-Agder Kulturhistorike Sen- ter. Arendal. Guðmundsson, Barði, 1959. Uppruni Ís- lendinga. Safn ritgerða. Reykjavík. Perkins, Richard, 2001. Thor the wind- raiser and the Eyrarland image (Viking society for northern research, University College). London. Pálsson, Einar, 1985. Celtic Christianity in pagan Iceland. Reykjavík. Pálsson, Einar, 1988. Stefið. Heiðinn sið- ur og Hrafnkels saga. Reykjavík. Eftir Einar Gunnar Birgisson » Það er erfitt að ímynda sér að sá sem smíðaði Eyrar- landslíkneskið hafi haft þrumuguðinn Þór í huga. Einar Gunnar Birgisson Höfundur er fræðimaður. Styttur Fornar egypskar styttur af Osiris og Isis. Danska þjóðminjasafnið. Raf Líkneski úr rafi frá Sjálandi í Danmörku. Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson Eyrarlandslíkneskið Þjóðminja- safn Íslands. Mynd/British Museum. EA 61283. Forn Fornegypsk stytta. Um 1225 BC. Þórslíkneskið – Freyr og Freyja sameinuð? Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift BORGARTÚNI 29 105 REYKJAVÍK 585 6500 WWW.VIRDING.IS Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar auglýsir Leigufélagið Klett ehf. til sölu. Leigufélagið Klettur hefur það hlutverk að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun og húsnæðisöryggi. Félagið er í hópi stærstu leigufélaga landsins með 450 íbúðir á nokkrum stöðum um landið. Íbúðalánasjóður er eigandi félagsins og hefur falið fyrirtækjaráðgjöf Virðingar að selja félagið í opnu söluferli. Áhugasömum bjóðendum er boðið að skila inn óskuldbindandi tilboði fyrir kl. 16 mánudaginn 4. apríl. Þeim sem eiga hagstæðustu tilboðin verður boðið að halda áfram í ferlinu og munu þeir fá aðgang að gagnaherbergi með frekari gögnum. Þátttakendur í þeim hluta ferlisins skulu svo skila inn skuldbindandi tilboðum fyrir kl. 16 mánudaginn 2. maí. Í tengslum við söluferlið verður haldinn opinn kynningarfundur miðvikudaginn 2. mars kl. 13.30 á Grand Hótel Reykjavík þar sem félagið og söluferlið verða kynnt. Í framhaldi af þeim fundi verða afhent ítarleg sölugögn til fjárfesta sem undirrita trúnaðaryfirlýsingu og skila umbeðnum upplýsingum. Áhugasamir fjárfestar eru beðnir um að hafa samband við fyrir- tækjaráðgjöf Virðingar með tölvupósti á netfangið klettur@virding.is og munu þeir í framhaldinu fá stutta kynningu á félaginu og frekari upplýsingar um söluferlið. Leigufélagið Klettur ehf. OPIÐ SÖLUFERLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.