Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 55

Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Í samfélagsumræð- unni í dag er dulítið rætt um samfélags- banka og ágæti hans og væntanlega sem mótvægi við banka sem ekki eru sam- félagsbankar, hvað sem það nú þýðir. Líklega ku samfélags- banki betri fyrir sam- félagið en þeir sem ekki eru samfélags- lega uppbyggðir. Sé svo þá er spurningin sú hvort ekki sé skyn- samlegt að gera alla banka að samfélagsbönkum. Ekki er ljóst hvað fæst áunnið með samfélags- banka og undirrituðum finnst um- ræðan bera keim af lýðskrumi og til þess ætluð að auka vinsældir og eftir atvikum kjörfylgi þeirra sem ákafastir í eru í málafylgj- unni. Umræðan leiðir hugann að því að hæst bylur í tómri tunnu. Það er dapurlegt ef það tekst að sannfæra fólk almennt um ágæti slíks banka þegar það veit ekki í raun hvert er inntak hugmynd- arinnar. Hvað er átt við með slíku formi? Er það að vaxtamunur sé lægri en annarra banka og hver er þá ásættanlegur vaxtamunur; og/eða er það að ávöxtun eiginfjár sé skapleg og hver er þá hin skap- lega prósenta; og/eða er það að þjónustugjöld hverju nafni sem þau nefnast séu lægri en í öðrum bönkum og þá hver; og/eða að launakostn- aður verði samræmi við það sem hinn al- menni launamaður í landinu ber úr býtum og þá hver, í sam- anburði við meðallaun Landsbanka manna upp á kr. 752.000 á mánuði árið 2014, að síðustu, þótt af mörgu öðru sé að taka, hvert er ætlað eiginfjár hlutfall bankans, sem augljóslega hefur áhrif á alla verðlagningu banka- starfseminnar og samkeppn- ishæfni á bankamarkaði. Tæpast er það ætlunin að reka samfélags- banka með þeim hætti að slakari kröfur til lánshæfni lántakenda verði gerðar en í einkabönkunum. Slíkt væri að vísu vænlegt til vin- sælda en á sama tíma vísast leiðin til glötunar. Það er ekki fyrr en afstaða til upptalinna atriða liggur fyrir og mat á því hversu skyn- samleg og fýsileg áformin séu að unnt er að taka afstöðu með eða móti tillögunni. Spyrja má hvort Íbúðalánasjóður sé eða hafi verið samfélagsbanki og hvort reynslan af rekstri hans sé með þeim hætti að óyggjandi sé að samfélagsbanki verði betri skepna en þeir einka- reknu. Ef til vill er umræðan í rauninni stormur í vatnsglasi, þar eð ríkið/samfélagið á rúmlega 97% í Landsbankanum og því ekki úr vegi í vissum skilningi að kalla hann samfélagsbanka. Svona til skírskotunar og út- afleggingar í almennri umræða er eftirfarandi að finna í ársskýrslu Landsbankans fyrir rekstrarárið 2014. Arðsemi eiginfjár eftir skatta 12,5%, eiginfjárhlutall (CAD) 29,5 %, vaxtamunur 2,4% og mánaðarlaun per starfsmann kr. 752.000. Í lokin er það hins vegar önnur spurning hvort eða hvenær selja eigi hluta eða allan bankann til einkaaðila. Er þá augljóslega til þess að líta að bankinn skilar góð- um hagnaði þar sem 20% skila sér í ríkissjóð sem skatttekjur og hin 80 % að mestu (97%) sem hagn- aður bankans eftir skatta. Þetta er spurning um þjóðhagslegan hag sem skoðast örugglega af yfirveg- un og skynsemi af þeim sem sýsla munu um spurninguna á vegum ríkisstjórnarinnar hver sem hún er. Með ósk um vitiborna, upplýsta, upp á borði og gegnsæja umræðu um samfélagsbankann eins og mjög er ákölluð nú til dags. Samfélagsbanki hvað er nú það? Eftir Þorbjörn Guðjónsson » Spurningin er hvað er samfélagsbanki. Það vantar að gera grein fyrir því hvað felst í hugmyndinni og með- an svo er er erfitt að taka afstöðu til hennar. Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er cand. oecon. Það eru 4 mánuðir í forsetakosningar. Ég vona innilega að þá bjóðist okkur nýr val- kostur. Ég vona að það veljist ein- staklingur sem býður uppá nýja hugsun fyr- ir embættið. Við, þjóðin sem byggir þetta land, eigum það skilið. Frá árunum fyrir hrun höfum við verið sundr- uð, tætt og í eilífum deilum við okkur sjálf. Við þurfum forseta sem stendur fyrir ný gildi í sam- félaginu, við þurfum einstakling sem stendur fyrir nýju samtali og annarskonar tengslum við þjóðina en verið hefur allt of lengi. Í þessu sambandi hefur nafn Vig- fúsar Bjarna Albertssonar, sjúkra- hússprests á Landspítalanum, ver- ið nefnt. Ég þekki Vigfús. Hann er maður samtals og sáttar, ég hef séð hann gera ótrúlega hluti í því sambandi inni á spítalanum sem er vinnustaður okkar beggja. Hann er vel menntaður, ein- staklega vinnusamur, hefur frá- bæra dómgreind, er trúr sínu og sínum. Hann er sonur bæði lands- byggðar og borgar, með rætur á Laxamýri í Aðaldal en búsettur í Reykjavík. Vigfús er kvæntur Val- dísi Ösp Ívarsdóttur, fíknifræð- ingi, og saman eiga þau 3 börn. Hann er maðurinn sem ég ætla að styðja í forsetakosningunum eftir 4 mánuði, ef hann gefur kost á sér. Ég lít þannig á að þjóðin standi á tíma- mótum við forseta- kosningarnar. Hvað viljum við þá? Viljum við aftur þetta sama gamla eða kannski þekktan einstakling bara af því að við- komandi er þekktur? Fyrir mig persónu- lega segi ég að það er kominn tími á nýja tíma; ein- stakling sem getur sameinað, ver- ið okkur til gæfu og er fyrst og fremst einn af okkur öllum – al- þýðu þessa lands. Vigfús Bjarni Albertsson er í mínum huga sá maður. Það væri okkar gæfa að geta valið hann til embættis for- seta Íslands í júní næstkomandi. Hvað viljum við? Eftir Hlyn Grímsson Hlynur Grímsson » það er kominn tími á nýja tíma; ein- stakling sem getur sam- einað, verið okkur til gæfu og er fyrst og fremst einn af okkur öll- um – alþýðu þessa lands. Vigfús Bjarni Al- bertsson er í mínum huga sá maður. Höfundur er læknir. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði. Allt að 50% ódýrari en sambærileg vara á meginlandi Evrópu.* E R T U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTTmeð í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. * Chrome Hearts umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. ** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir Gleraugu: Chrome Hearts

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.