Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 58

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 58
Á FERÐ UMheiminn Sæng og koddi kr. 12.936 Rúmföt kr. 6.742 Ullarteppi kr. 8.245 25% afsláttur af fermingargjöfum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það er gegnumgangandi ósk þeirra ferðalanga sem við höfum þjónustað á síðustu tíu árum að þeir vilja fá að kynnast heima- mönnum – þeir hafa áhuga á fólki. Það er gaman að virða fyrir sér litskrúðuga fugla eða skoða tign- arlegar byggingar, en verðmæt- ustu minningarnar úr ferðalaginu tengjast iðulega fólkinu sem varð á vegi manns.“ Þannig kynnir Viktor Sveins- son áherslurnar hjá ferðafélaginu Farvel (www.farvel.is) sem mun formlega hefja starfsemi 1. mars næstkomandi. Farvel byggir á gömlum grunni en Viktor stofnaði fyrir áratug ferðaskrifstofuna Órí- ental sem er sérhæfð í ferðum til SA-Asíu. „Við leitumst ávallt við að opna fólki menningu okkar áfangastaða í gegnum mannlífið og setjum framandi markaði eða af- skekkt þorp ofar á listann en þjóð- minjasöfn. Sífellt erum við að leita að hinu einstaka – hinu óvænta,“ segir hann. „Að finna bakdyrnar að ævintýrunum, frekar en að troðast inn um aðalinnganginn með öllum hinum ferðamönn- unum.“ Ekkert land óviðkomandi Hjá Farvel er allur heimurinn í boði og meðal annars skipulagð- ar ferðir til Mið- og Suður- Ameríku, Afríku og á nýja áfanga- staði í Evrópu. „Við urðum vör við það hjá Óríental að fólk sem hafði farið á okkar vegum til SA-Asíu vildi ferðast með okkur á ný, en til annarra heimshluta, og greinilegir möguleikar fyrir starfsemina að vaxa út fyrir þann ramma sem Óríental hefur sinnt svo vel og mun halda áfram að sinna.“ Meðal þeirra landa sem má heimsækja með Farvel eru Perú, Madagaskar, Marokkó, og Kosta- ríka, svo nefnd séu örfá dæmi. Á hverjum stað nýtir Farvel þekk- ingu þaulreyndra íslenskra leið- sögumanna sem þekkja áfanga- staðinn út og inn. „Í Marokkó og á Kúbu er það Örnólfur Árnason sem hefur unnið með Óríental í Asíu, t.d. stýrt fjölda ferða til Balí í samvinnu við Moggaklúbbinn. Á sínum tíma gerði Örnólfur eftirminnilega út- varpsþætti um Kúbu og Marokkó sem nefndust Ykkar maður í Ha- vana! og Hjá Márum. Í Perú og Kostaríka höfum við Helga Bene- diktsson okkur til halds og trausts en hann hefur stýrt göngu- og hjólaferðum Óríental til Víetnams. Valdimar Kúld er einnig til taks í Suður-Ameríku, hefur búið þar lengi og ferðast víða.“ Merkilegt er að skoða hvern- ig ferðalög Íslendinga hafa þróast í gegnum tíðina og hvað stofnun Farvel segir um þessa þróun. Fyrir tveimur til þremur áratug- um voru sólarstrandaferðirnar toppurinn á tilverunni, þá bættust við borgarferðirnar og nú virðist landinn vilja ferðast langt út í heim á framandi slóðir. Um leið hefur aldrei verið auðveldara að skipuleggja ferðina sjálfur, hægt að bóka flug og gistingu með nokkrum smellum og fá ábend- ingar um áhugaverða við- komustaði á netinu. Bendir Viktor á að séðir ferðalangar hafi áttað sig á að góð ferðaskrifstofa standi fyrir sínu og þá ekki síst þegar leiðin liggur til fjarlægustu heims- hluta. „Verðið sambærilegt við það ef fólk skipulegði ferðina sjálft, þrátt fyrir þá mikilvægu ráðgjöf og vinnu sem ferðaskrifstofan leggur til, enda kaupum við gist- ingu, flug og aðra þjónustu á heildsöluverði. En mest munar þó um að góð ferðaskrifstofa veit meira en það sem kemur fram á Tripadvisor og kann að hjálpa við- skiptavininum að velja og hafna,“ útskýrir Viktor og bendir á að það sem vinsælar ferðasíður hampa sé ekki endilega alltaf það áhugaverðasta. „Það getur t.d. ruglað vin- sældalista yfir áhugaverðustu áfangastaðina að fólk fer þangað einfaldlega vegna þess að þeir lentu einhvern veginn ofarlega á lista og eru „upphitaðir“ af vin- sældastreyminu sem ferðasíð- urnar framkalla. Það verður eins konar „netsefjun“ sem þýðir að upplýsingarnar gefa kannski ekki eins glögga mynd og þarf til að skipuleggja vel heppnaða ferð.“ Ferðaskrifstofa eins og Far- vel léttir líka undirbúninginn til muna. „Það geta tugir, ef ekki hundruð klukkustunda farið í það að skipuleggja nokkurra daga eða nokkurra vikna ferð á fjarlægum stað þar sem maður hefur ekki komið áður. Farvel sparar fólki þessa vinnu en gætir þess um leið að geta lagað hverja ferð að sér- stökum óskum og þörfum við- skiptavinarins.“ Sífellt að leita að hinu óvænta  Ferðafélagið Farvel skipuleggur klæðskerasniðnar ferðir á framandi áfangastaði um allan heim  Kúba, Perú, Kostaríka og Marokkó meðal þeirra landa sem eru í boði Bros Marga dreymir um að skoða Perú.Kátína Í Madagaskar. Kynni af öðru fólki skapa oft verðmætustu ferðaminningarnar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Þekking Viktor segir Farvel reiða sig á sérfróða íslenska leiðsögumenn. Með aukinni reynslu af ferðalögum virðist smekkur fólks breytast. Viktor segir marga Íslendinga hafa mikla og víðtæka ferða- reynslu, og leita ekki eftir því sama og þeir gerðu kannski í fyrstu ferðinni. „Bæði er orðið algengara að fólk vilji ferðast til ex- ótískra staða, en líka í styttri, vel kjarnaðar og vandlega skipulagðar ferðir. Fyrir tíu ár- um var það að liggja á ströndinni stór hluti af ferðalaginu en núna vill fólk meira af ein- hverju skemmtilegu að gera, kanna landið og upplifa, þó oftast fylgi smá sól, sandur og sjór með.“ Vilja kanna og upplifa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.