Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 61

Morgunblaðið - 25.02.2016, Side 61
Unaður Tenerife laðar til sín fjöldann allan af Íslendingum sem getast ekki staðist hvítar strendurnar. 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Útivistarferðir eru farnar að skipa stærri sess í framboði ferðaskrif- stofanna. Segir Klara að hjólaferðirnar sem Úrval Útsýn skipuleggur hafi hitt í mark og nú síðast í febrúar hjólaði hópur á vegum ferða- skrifstofunnar umhverfis Tenerife. Í sumar er m.a. skipulögð kvenna- ferðin Stelpur hjóla á Mallorca. „Fararstjórarnir í þessum ferðum eru sérhæfðir í reiðhjólaleiðöngrum og getur fólk ýmist pakkað hjólinu sínu og flogið með það út eða leigt sér gott reiðhjól á staðnum.“ Henta hjólaferðirnar jafnt byrjendum sem lengra komnum og segir Klara mjög gaman að upplifa ný lönd á hjólhesti enda fáist þannig meiri nánd við umhverfið og það sem fyrir augu ber. „Staðir einsog Mallorca eru tilvaldir til að stunda hjólreiðar, eyjan falleg og fjöldi skemmtilegra hjólaleiða.“ Á hreyfingu í ferðalaginuEflaust kannast margir lesendur við þaðað þykja stundum eins og Facebook sé að mettast af myndum frá Balí. Íslendingar virðast hafa tekið ástfóstri við þetta un- aðslega litla land lengst austur í Asíu og eru duglegir að deila á samfélagsmiðl- unum myndum af lífinu á sundlaugar- barminum, freistandi kokteilum og fögr- um ströndum. „Allir virðast óðir í Balí núna og Facebook og Snapchat fyllast af myndum sem dásama eyjuna. Einnig eru ferðir til Taílands mjög vinsælar, en þar blöndum við saman menningu, dýralífi, sæluvist á baðströndunum og ferðum á líflega markaði.“ Eru allir á Balí?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.