Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 65
Dekur Strandbærinn Agadír í Marokkó er sjarmerandi og vel hugsað um erlenda gesti. Notalegheit Huggulegu gömlu borgirnar í Evrópu eru unaður heim að sækja.
Ferðalangar á leið til til Vín-
arborgar og Bratislava fara með
sömu flugvél enda ekki langur akstur
á milli borganna. Margir þekkja Vín-
arborg en færri Bratislava sem Tóm-
as segir með fegurstu borgum sem
finna má á bökkum Dónár. „Öflugt
menningarlíf er í þessari sjarmerandi
miðaldaborg, með sínum gamla
miðbæ og kastalahverfi. Þá er verð-
lagið þar mjög hagstætt og ódýrara
að gera vel við sig í mat og gistingu
en í Vín. Umhverfis borgina er að
finna blómleg vínræktarhéruð og vin-
sælt að fara í skoðunarferðir þar sem
búgarðar og kastalar eru heimsóttir.“
Ljúfa lífið um borð
í skemmtiferðaskipi
Spænsku sólstrandaborgirnar
standa líka alltaf fyrir sínu. Nefnir
Tómas Costa del Sol og Almería sem
dæmi um bæi þar sem hefur verið
byggð upp fjölskylduvæn ferðaþjón-
usta og mikil afþreying í boði á hót-
elunum fyrir unga jafnt sem aldna.
„Mallorca er líka sígildur áfanga-
staður fyrir sólþyrsta, og gríska
eyjan Krít á sér marga aðdáendur
sem þykir ekki síst gott að upplifa af-
slappað viðmót heimamanna sem
virðast ekki jafn uppteknir af lífs-
gæðakapphlaupinu og við hér norðar
í álfunni.“
Ein merkileg breyting sem
greina má í ferðaplönum landans er
að þeim fer fjölgandi sem vilja fara í
skemmtisiglingu. Segir Tómas að
margt geri ferð með stóru skemmti-
ferðaskipi að góðum kosti. „Skipið er
eins og siglandi borg og mikið líf um
borð með kvikmyndasölum, dans-
sölum, fínum veitingaastöðum og
góðum skemmtikröftum. Þetta er
kjörin leið til að sjá marga staði í
einni ferð. Er þá gjarnan stoppað á
nýjum stað daglega eða annan hvern
dag og fjöldi spennandi kynnisferða í
boði á áfangastöðunum.“ Að sögn
Tómasar virðast margir hafa þá
ranghugmynd um skemmti-
ferðaskipin að það sé mjög dýrt að
ferðast með þeim. „En þegar allt er
tekið með í dæmið, og haft í huga að
um borð hefur fólk gistingu og alla
þjónustu, þá keppa skipin hæglega
við það að ferðast með bíl eða flugvél
á milli staða og gista á hótelum í
landi.“
65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Það rataði í fréttirnar á dögunum að
aldagömlu sjávarþorpin á Ítölsku rí-
víerunni, sem saman mynda það sem
kallað er Cinque Terre, hyggjast
takmarka aðgang ferðamanna. Fá
aðeins 1,5 milljón gestir að koma í
bæina, en árlega hafa um 2,5 milljón
manns farið um svæðið og þykir
ferðamannastraumurinn úr hófi á
ákveðnum tíum árs.
Heimsferðir hafa um langt skeið
boðið upp á vinsælar gönguferðir um
þetta svæði og munu halda því
áfram. „Við höfum tryggt okkur að-
gang fyrir allar okkar ferðir til
ítölsku rívíerunnar á þessu ári og
þurfum ekki hafa áhyggjur á því
næsta. Ekkert lát er á vinsældum
þessara ferða.Einnig eru gönguferð-
ir á Madeira og Sikiley ákaflega eft-
irsóttar.“
Öruggt að sjá má
Cinque Terre