Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 69

Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 69
Morgunblaðið/Árni Sæberg Ævintýri Svanhvít Friðriksdóttir leggur til að fólk noti sömu ferðina til að skoða San Francisco og Los Angeles. Má fljúga til annarar borgarinnar og aftur heim frá hinni og margt skemmtilegt að sjá þegar ekið er á milli borganna. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það þóttu mikil tíðindi þegar WOW air tók að fljúga vestur um haf. Svan- hvít Friðriksdóttir, upplýsinga- fulltrúi flugfélagsins, segir að með nýju flugleiðunum hafi t.d. verð á flugmiðum til Boston lækkað um 30%. „Aukin samkeppni hefur greinilega komið sér vel fyrir land- ann,“ segir hún og bætir við að flogið sé á Airbus A321 vélum til austur- strandarinnar og Airbus A330 breið- þotum til vesturstrandarinnar. Sætanýtingin í Ameríkuflugi WOW air var um 90% á síðasta ári og búist er við svipaðri nýtingu á þessu ári. Núna bætast við fleiri áfanga- staðir í Bandaríkjunum. Mun WOW air fljúga til San Francisco og í fyrsta skipti verður boðið upp á beint flug frá Keflavík til Los Angeles. Svanhvít segir báðar vesturstrand- arborgirnar mjög skemmtilegar heim að sækja og upplagt að haga ferðinni þannig að flogið sé út til San Francisco og heim frá Los Angeles eða öfugt. Matur, menning og dular- fullur íslenskur þjónn „San Francisco hefur á sér ann- an brag en aðrar bandarískar borgir, með sporvagnana á götunum, evr- ópskt yfirbragð á byggðinni og þekkt kennileiti eins og hafnarhverfið og Golden Gate-brúna. Þetta er líka áfangastaður fyrir matgæðingana, og mannlífið frjálslegt og litríkt.“ Umhverfis San Francisco er hægt að heimsækja vínræktarhéruð á borð við Napa Valley og Sonoma. „Síðan er upplagt að aka eftir þjóð- vegi nr. 1 meðfram ströndinni og nið- ur til Los Angeles, kannski með við- komu í kastala dagblaðarisans William Randolph Hearst. Þessi kastali hefur tengingu við Ísland eins og fram kom í bók Páls Benedikts- sonar sjónvarpsmanns, Loftklukkan, sem kom út um síðustu jól. Föðurafi Páls hvarf einn daginn vestur um haf, frá konu og fimm börnum, og fannst ekki aftur fyrr en nær tveim- ur áratugum síðar þar sem hann starfaði sem einkaþjónn á þessu merka hefðarsetri,“ útskýrir Svan- hvít. „Í Los Angeles er síðan um margt að velja, hvort sem leiðin ligg- ur á ströndina í Santa Monica, í fjör- ið á Venice Beach eða á Sunset Bou- levard þar sem aldrei er að vita nema einhver stórstjarnan láti sjá sig.“ Fótbolti og franskar strendur Af öðrum nýjum áfangastöðum má nefna Nice í Frakklandi og Edin- borg í Skotlandi. Nice er á besta stað á frönsku rivíerunni og býður líka upp á góðar samgöngur á marga leiki EM í knattspyrnu í sumar. „Edinborg er síðan með fallegri borgum Evrópu og á heims- minjaskrá UNESCO. Er þar að finna fagran kastala og skemmtilegt mannlíf, og Skotarnir afskaplega al- mennilegir gestgjafar.“ Í fyrra bauð WOW air í fyrsta sinn upp á beint flug til Rómar og mun endurtaka leikinn í sumar. WOW air flýgur einnig til tískuborg- arinnar Mílanó norðar á Ítalíu. „Róm er borg sem allir ættu að heimsækja, í það minnsta einu sinni á lífsleiðinni. Þar eru sögufrægar byggingar og fornminjar við hvert fótmál og auðvit- að fátt sem jafnast á við matinn, kaffið, vínið og lífsins lystisemdir sem Ítalirnir kunna svo vel að gera skil.“ Vill Svanhvít líka hampa áfangastöðum WOW air í Litháen og Póllandi: Vilníus og Varsjá, sem virðast jafnvel falla í skuggann af öðrum WOW-borgum þegar land- inn skipuleggur sumarfríið sitt. „Það er margt hægt að uppgötva í þessum sjarmerandi borgum, og báðar mjög skemmtilegar, hvor á sinn máta.“ Þeir sem eru að leita að mak- indalífi á hvítri strönd geta valið úr fjölda beinna flugferða með WOW air á spænska sælureiti á borð við Alicante, Barcelona og Tenerife. „Í samvinnu við ferðaskristofuna Gam- anferðir bjóðum við upp á hótel- og flugpakka fyrir þá sem vilja ferðalag þar sem hugsað hefur verið fyrir öllu.“ Með stjörnum og lífskúnstnerum á vesturströnd Bandaríkjanna  Þetta árið bætir WOW air m.a. við flugi til Los Angeles, San Francisco, Nice og Edinborgar  Margir fara oftar en einu sinni og oftar en tvisvar til útlanda ár hvert  Nice er góður staður til að upplifa Frakkland og fara á EM Vestrið San Francisco á engan sinn líka.Rómó Sagan hefur sett mark sitt á Róm, þessa fyrrum höfuðborg heimsins. Turnar Edinborg í Skotlandi þykir með fegurstu borgum Evrópu. Perla Nice stendur undir nafni. Flæmi Los Angeles skiptist í marga hluta, hver með sín sérkenni. 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Í dag segir Svanhvít algengt að Íslendingar fari fleiri en eina og jafnvel fleiri en tvær ferðir á ári til útlanda. Margir skella sér þá í eina lengri ferð, t.d. á sólarströnd, og skjótast í borgarferðir þar sem þeir taka sér langa helgi til að skoða einhverja stórborgina, heimsækja verslanir, söfn og sækja menningarviðburði. „Ís- lendingar eru líka orðnir opn- ari fyrir því að skipuleggja sínar eigin ferðir, og bóka bæði flug og hótel á eigin spýt- ur í gegnum heimasíðu WOW air eða aðrar leitarélar. Er þetta ólíkt mörgum öðrum þjóðum þar sem hinn almenni ferðalangur velur frekar pakka- og hópferðir. Íslend- ingar hafa greinilega lært vel á bókunarvélarnar, eru lunkn- ir við að finna upplýsingar um áfangastaði og þykir gott að ferðast eftir eigin höfði.“ Íslendingar lunknir við að skipuleggja eigin ferðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.