Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 73
MINNINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
✝ Birgir Jakobs-son fæddist 17.
janúar 1932 í
Reykjavík. Hann
lést á Hrafnistu,
Boðaþingi, 15. febr-
úar 2016.
Foreldrar hans
voru Jódís Bjarna-
dóttir, f. 9. sept-
ember 1907, d. 20.
október 1975, og
Jakob Ferdinant
Jakobsen, f. í Noregi 7. maí 1894,
d. um 1960. Stjúpfaðir Birgis var
Sigurbjarni Tómasson, f. 30. jan-
úar 1908, d. 7. maí 1957. Hálf-
systir Birgis, sammæðra, er Sig-
urbjörg Sigurbjarnadóttir, f. 2.
október 1945, stjúpsystkini
aldri til starfsloka starfaði Birgir
hjá Pósti og síma.
Þann 15. október 1955 kvænt-
ist Birgir Ragnhildi Vilhjálms-
dóttur, f. í Reykjavík 22. júlí
1934. Börn þeirra eru a) Emil, f.
2. maí 1953, kvæntur Hildi Ásu
Benediktsdóttur, f. 6. júlí 1948,
börn: Sigurbjörn Þór, látinn, og
Valdís, b) Bjarni, f. 24. október
1956, kvæntur Dóru Þórisdóttur,
f. 6. júní 1963, börn: Ragnhildur
Halla, Auður Dögg, Birgir og
Ragnheiður, c) Jódís, f. 23. mars
1962, d) Vilhjálmur, f. 24. sept-
ember 1963, kvæntur Þóreyju
Halldórsdóttur, f. 6. september
1969, börn: Halldór Jens og Vil-
hjálmur, barnabarnabörn Birgis
og Ragnhildar eru fimm talsins.
Útför Birgis fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 25. febr-
úar 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Birgis eru Þór-
mundur Sigur-
bjarnason, f. 6. des-
ember 1931, og
Helga Ólöf Sig-
urbjarnadóttir, f.
13. ágúst 1934.
Birgir ólst upp
fyrstu ár ævi sinnar
að Bjarmalandi við
Laugarnesveg hjá
fósturforeldrum
sínum, Emil Johan
Rokstad, f. 19. júní 1875, d. 25.
apríl 1963, og Jóhönnu Rokstad,
f. 4. nóvember 1887, d. 24. júlí
1977. Þegar Birgir er tólf ára
flytur hann ásamt móður sinni,
stjúpa og stjúpsystkinum að
Laugavegi 27. Frá sautján ára
Í dag er borinn til hinstu
hvílu elskulegur tengdafaðir
minn, Birgir Jakobsson, sem
lést á Hrafnistu, Boðaþingi, 15.
febrúar sl. Allt frá því að ég kom
inn í fjölskyldu Birgis og Döddu,
hefur Birgir reynst mér og
börnum mínum afar vel og verið
okkur góður tengdafaðir og afi.
Langri og farsælli ævi er lokið
og að leiðarlokum þakka ég góð-
ar samverustundir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning míns
kæra tengdaföður.
Dóra.
Afi Jakobsson, eins og við
systkinin kölluðum hann, var
yndislegur maður og góður afi.
Við systkinin eyddum ófáum
stundum hjá þeim afa og ömmu
í Hófgerðinu á yngri árunum og
var það hápunkturinn þegar við
fengum að gista hjá þeim og
eyða helginni í Kópavoginum.
Við vorum alltaf velkomin og
kvöddum við ávallt með bros á
vör og fullt fang af sætindum.
Afi var rólegur maður og var
nærvera hans alltaf ánægjuleg.
Ófáar stundirnar fóru í það að
hlusta á útvarpið og spila olsen
olsen við hann afa. Afi var ávallt
forvitinn um gang mála hjá okk-
ur systkinunum og studdi hann
við bak okkar alla tíð og var til
staðar bæði þegar vel gekk og
illa.
Elsku afi, við biðjum Guð að
geyma þig og varðveita. Megir
þú hvíla í Guðs friði.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
(Bubbi)
Þín barnabörn,
Birgir og Ragnheiður.
Það er aldrei auðvelt að
kveðja, þó svo aðdragandinn hafi
verið langur. Í dag kveðjum við
afa minn, Birgi Jakobsson, sem
hefur verið stór hluti af lífi mínu
alla tíð. Það eru margar ljúfar
og góðar minningar sem hafa
komið upp í hugann síðustu
daga, þakklæti er mér efst í
huga. Ég var svo lánsöm að fá
að eyða ófáum stundum í fallega
húsinu þeirra ömmu og afa í
Hófgerðinu, þar leið mér vel.
Alltaf var ég velkomin á heimilið
þeirra og alltaf veittu þau mér
ómetanlegan stuðning og hvatn-
ingu í lífinu, fyrir það er ég
þakklát.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Það er lífsglöð lítil stelpa sem
heyrir bíl koma inn innkeyrsl-
una, hún teygir sig upp á eld-
húsbekkinn svo andlitið rétt nær
upp fyrir gluggakistuna, að hús-
inu rennur glæsilegur, nýbón-
aður bíll. Hún stekkur af stóln-
um og hleypur að
útidyrahurðinni, það passar akk-
úrat að þegar hún stendur við
hurðina kemur hár, grannur og
myndarlegur maður á móti
henni sem segir brosandi. „Ertu
þarna, Halla mín?“ Brosið svo
stórt og fallegt. Þetta eru fyrstu
minningabrotin mín af afa mín-
um elskulegum. Þau eru ófá
minningabrotin sem fylgja á eft-
ir, sýningarvél í stofunni, Gúll-
iver í Putalandi, afi kunni að búa
til bíó. Ferðir á Þingvelli með
nesti og kaffi í brúsa. Ófáar úti-
legur í tjaldvagninum. Ferðir í
pylsuvagninn, já, þennan eina
sanna. Ég vil heiðra minningu
þessa mæta manns með einu
vinsælasta dægurlagi síðustu
aldar, textinn finnst mér lýsandi
um þau minningabrot sem hafa
komið upp í hugann síðustu
daga.
Vegir liggja til allra átta,
enginn ræður för,
hugur leitar hljóðra nátta,
er hlógu orð á vör
og laufsins græna á garðsins trjám
og gleðiþyts í blænum.
Þá voru hjörtun heit og ör
og hamingja í okkar bænum.
Vegir liggja til allra átta
á þeim verða skil
margra’ er þrautin þungra nátta
að þjást og finna til
og bíða þess að birti’ á ný
og bleikur morgunn rísi.
Nú strýkur blærinn stafn og þil,
stynjandi í garðsins hrisi.
(Indriði G. Þorsteinsson)
Hvíl í friði, elsku afi minn, ég
mun ávallt varðveita minningu
þína í hjarta mér. Þín sonardótt-
ir,
Ragnhildur Halla.
Birgir Jakobsson
✝ Ásta Þorvarð-ardóttir fædd-
ist á Siglufirði 17.
júlí 1929. Hún lést á
dvalarheimilinu
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
13. febrúar 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Þorvarður
Tómas Stefánsson,
byggingarfulltrúi á
Siglufirði, f. 15.
október 1900, d. 30. júlí 1979, og
Guðrún Pálsdóttir, húsmóðir, f.
15. desember 1909, d. 29. desem-
ber 1994.
Systkini Ástu eru: Drengur, f.
13. mars 1932, d. 19. júlí 1932,
Stefán Þorvarðarson, f. 9. októ-
ber 1935, Vilborg Þorvarð-
ardóttir, f. 18. október 1944, d.
2. ágúst 1992.
Ásta giftist 25. maí 1953 Þor-
valdi Vigfússyni (Bóa í Holti), f.
24. janúar 1929, d. 16. septem-
ber 2002.
Börn Ástu og
Bóa eru Guðrún
Linda, f. 3. janúar
1953,
Valgerður, f. 10.
júní 1955, maki
Ola Ka Naa, f. 18.
september 1956,
Þorvarður Vigfús,
f. 20. nóvember
1956, d. 9. janúar
2015, maki Guðrún
Bjarný Ragnarsdóttir, f. 6. októ-
ber 1959, Jóhanna Erla, f. 25.
september 1960, Hannes, f. 5.
júní 1969, maki Anna M. Sívert-
sen, f. 26. febrúar 1966, og
Björk, f. 31. desember 1973,
maki Hjalti Erdmann, f. 4. sept-
ember 1972.
Ömmubörnin eru alls 18 og
langömmubörnin 20.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 25. febrúar
2016, kl. 13.
Elsku besta amma mín. Mikið á
ég eftir að sakna þín. Þú varst allt-
af svo góð og yndisleg. Falleg að
utan sem innan og með hjarta úr
gulli. Þú kenndir mér svo margt,
t.d. að leita alltaf eftir því besta í
fari annarra, tala fallega um
náungann og koma jafnt fram við
alla. Þú varst mjög trúuð og alltaf
þegar ég gisti hjá þér sem barn
fórum við saman með bæn fyrir
svefninn. Betri manneskju hef ég
ekki kynnst á minni ævi. Þú áttir
alltaf til falleg og uppbyggileg orð
handa öllum. Þegar ég var yngri
fannst mér alltaf sem þú og afi
byggjuð í höll. Heimilið ykkar var
svo fallegt. Allt svo fínt og flott. Þú
alltaf svo glæsileg, með uppsett
hárið og fallega klædd. Þú varst
alltaf svo virðuleg, gæti hafa verið
konungborin.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig. Gleðilegu jólin á
Hólagötu 43, utanlandsferðirnar
okkar, fallega verðlaunagarðinn
þinn, góða matinn sem þú bjóst til
og frábæru kökurnar. Debbie vin-
kona frá Bandaríkjunum talar
ekki um annað en fallegu og góðu
ömmu mína sem töfraði fram
hverja kökuna á fætur annarri.
Hún hefur aldrei séð aðrar eins
kræsingar. Það var alltaf svo gam-
an að koma til þín. Þú tókst alltaf
svo vel á móti mér og fjölskyldu
minni. Börnin mín dýrkuðu þig
enda ekki annað hægt. Þú áttir
alltaf til falleg orð í eyru og kær-
leikurinn og ástin skein alltaf í
gegn. Þú varst svo stolt af börn-
unum þínum, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarna-
börnum. Herbergið þitt á Hraun-
búðum var þakið myndum af fal-
legu fjölskyldunni þinni. Þú varst
svo stolt. Sagðir alltaf, ekki nóg
með að öll börnin mín séu góð og
dugleg heldur er ég svo heppin að
þau eru líka öll einstaklega falleg,
sem er svo satt. Þau eru öll falleg
að innan sem utan eins og þú elsku
amma mín. Þú hefur gert heiminn
betri með veru þinni hér. Góðvild
þín, húmor og kærleikur lifir
áfram í afkomendum þínum.
Ástarkveðja til þín elsku amma
mín. Ég mun alltaf elska þig og
minningu þína.
Það er við hæfi að kveðja þig
með bæninni sem við fórum með
saman þegar ég var barn.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)
Minning þín mun ætíð lifa í
hjarta mínu.
Fjölskyldu, ættingjum og vin-
um sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þitt barnabarn,
Jóhanna.
Kveðja til ömmu
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Við elskum þig af öllu hjarta
Ásta amma og minningarnar um
þig munu lifa með okkur alla tíð.
Kveðja,
Ísak Andri, Sara Dögg,
Silja Karen, Styrmir,
Sigríður Elva, Tinna Rut
og Ásta Petrea.
Elsku langamma.
Þú varst alltaf svo falleg og góð.
Við eigum eftir að sakna þín mikið
en huggun okkar er sú að þú ert
nú hjá langafa og Varða á himn-
um.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar. Við elskum þig og söknum þín.
Þín barnabarnabörn,
Aron Yngvi , Leifur
Bergmann og Lovísa Ósk.
Ásta
Þorvarðardóttir
✝ Lárus MikaelMagnússon var
fæddur í Reykjavík
14. júní 1947. Hann
lést 9. febrúar 2016
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi. Foreldrar
hans voru Anna
Sigurbjörg Lár-
usdóttir frá Efri-
Vaðli á Barða-
strönd, f. 11. sept-
ember 1914, d. 3. mars 1997, og
Magnús Jónsson frá Selalæk, f.
8. júlí 1893, d. 19. júní 1959. Lár-
us átti stóran systkinahóp. Al-
systkinin voru níu og var hann
sá sjötti í aldursröð þeirra, hin
eru Hilmar Thorberg (látinn),
Aðalheiður, Ágústa Jóna (látin),
Magnús, Jóhanna, Jónína Rann-
veig, Kristinn Janus og Hrafn-
hildur Bergljót. Auk þeirra ól-
ust upp á heimilinu fjögur börn
Magnúsar af fyrra hjónabandi
hans og Aðalheiðar Jennýjar
Lárusdóttur, móðursystur Lár-
usar sem látist hafði 1937, þau
eru: Sigurður A., Sverrir, Lára
Jónína og Rafn (látinn).
Önnur systkini
Lárusar samfeðra
sem upp komust
voru Birgir Thor-
berg, Magnea
Hulda, Bergþóra,
Hlín, Óskar Bert-
els, Garðar Norð-
fjörð, Axel Hólm
(öll látin). Þrír hálf-
bræður samfeðra
létust í frum-
bernsku.
Sonur Lárusar er Gunnar
Már Lárusson, f. 3. maí 1991.
Lárus gekk í Laugarnesskóla
sín barna- og unglingsár og var
svo tvo vetur í framhaldsskóla.
Íþróttir stundaði hann nokkuð á
yngri árum. Lárus varð snemma
áhugamaður um hesta, enda átti
faðir hans þá ófáa, og varð þeim
handgenginn, enda mikill dýra-
vinur og náttúrubarn í eðli sínu.
Lárus stundaði sjómennsku um
tíma, bæði á togurum og minni
bátum. Síðustu störf hans voru
meðal annars í fyrirtækjum sem
þjónuðu ökutækjum.
Útför Lárusar Mikaels fór
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Í dag kveð ég vin minn og
frænda, Lárus Mikael Magnús-
son. Hann hafði átt við erfið veik-
indi að stríða í nokkurn tíma,
þrátt fyrir þá vitneskju kom kall-
ið mér á óvörum. Ég hafði heim-
sótt hann á líknardeildina daginn
fyrir andlátið, þá var af honum
dregið en Lárus gerði að gamni
sínu, við horfðum saman á fót-
bolta í sjónvarpinu, flettum bók-
um og rifjuðum upp ýmislegt frá
æskuárum okkar í húsi ömmu og
afa við Suðlandsbraut og síðar á
Skúlagötunni.
Lárus hafði gaman af að segja
sögur, hann hafði yndi af góðri
tónlist og átti um tíma magn af
plötum með Elvis Presley og
Bítlunum og fleiri. Oft var það
svo ef maður heyrði í honum í
síma að ómurinn af Presley náði í
gegn. Hann hafði ágæta kímni-
gáfu og gerði grín að sjálfum sér.
Lárus var barngóður maður og
var vinmargur. Systkini Lárusar
hafa verið honum hjálpleg í veik-
indum hans og kunni hann vel að
meta kærleika þeirra og hjálp-
semi. Ég vil þakka Lárusi fyrir
samfylgdina, veit að vel verður
tekið á móti honum eins og hann
orðaði sjálfur við mig, þau bíða
mín öll þarna og taka á móti mér.
Við Jón Konráð sendum systk-
inum hans og öðrum ástvinum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Lárusar
Mikaels Magnússonar.
Sigurborg
Sveinbjörnsdóttir (Sísí).
Lárus Mikael
Magnússon
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein“, valinn úr felli-
glugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Fossvog
fimmtudaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 26. febrúar klukkan 14.
.
Hreinn Sveinsson Svanhildur Sigurjónsdóttir
Bylgja Björk Guðmundsd. Bragi Ingvason
Óskar Karl Guðmundsson Helga Guðný Jónsdóttir
Vilhelm Guðmundsson
Gunnbjörn Guðmundsson Kristjana Möller
Sigurbjörn L. Guðmundsson Halldóra S. Sigurþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur bróðir minn,
AXEL WILHELM CARLQUIST
eðlisfræðingur,
lést 17. febrúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks 13E
á Landspítala við Hringbraut fyrir alúð og umönnun.
.
Kristín Salóme Karlsdóttir og fjölskylda.