Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 ✝ Jón PéturRagnarsson sagnfræðingur fæddist í Reykja- vík 4. mars 1929. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 6. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Andrea F.G. Jónsdóttir, f. 18. október 1909, d. 28. september 1972, og Ragn- ar J. Lárusson, f. 8 maí 1907, d. 11. júní 1971. Systkini Jóns Péturs voru Sveinn H., f. 1927, d. 5. febr- úar 2016, Erla Sigríður, f. 1930, d. 2004, Ragna Lára, f. 1935, d. 1987, Ólafur Þór, f. 1940, Lárus Ómar, f. 1942, d. 1943, Guðlaug, f. 1945, Hall- dóra, f. 1947, óskírð stúlka, f. 1947, d. 1947, Jónína, f. 1952. Eiginkona Jóns Péturs var Sigríður Ingvarsdóttir hár- greiðslumeistari, f. 22. apríl 1934, d. 16. maí 2003. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Jónsdóttir frá Oddagörðum í Gaulverjahreppi, f. 7. nóv- ember 1893, d. 29. júlí 1939, og Ingv- ar Þorvarðarson múrarameistari frá Meðalholtum í Gaulverjahreppi, f. 3. ágúst 1891, d. 5. ágúst 1981. Fóstursonur Jóns Péturs er Gísli Björgvins- son, Gíslasonar, f. 24. júlí 1961. Sam- býliskona hans er Erna Mart- insdóttir, f. 3. júlí 1963. Börn þeirra eru Jón Pétur, f. 28. nóvember 1993, og Ólöf Erna, f. 25. júlí 1997. Jón Pétur ólst upp í Reykjavík og lauk stúdents- prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám í þýsk- um háskólum í Köln, Berlín og Tübingen 1953-59. Dr. phil. í Tübingen, aðalgrein saga, í árslok 1959. Lengst af starfaði Jón Pét- ur sem skrifstofustjóri fyrir Gamla Kompaníið í Reykja- vík. Útför Jóns Péturs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjá þessum steini stend ég tíðum og hugsa: Stór steinn og þungur! Eflaust íþyngir hann samt hálfu meira hjarta mínu en hjörtum þeirra sem undir hvíla í ró. (Höf. Jón P. Ragnarsson) Kærar þakkir fyrir liðið, hvíl í friði. Þinn sonur, Gísli. „Sjaldan eldast skólabræður.“ Þannig hljóðar gamalt máltak og vísar til vináttu sem stofnað er til á skólaaldri og lifir síung upp frá því. Þau sannyrði eiga vel við nú þegar við kveðjum kæran skóla- bróður og tryggðavin, Jón P. Ragnarsson. Við áttum samleið með honum allar götur síðan á glöðum ung- lingsárum. Hann reyndist okkur jafnan drengur góður. Nú að skilnaði horfum við með bróður- hug á eftir þessum fornvini og þökkum honum fjölmargar stundir sem aldrei skeflir yfir meðan við lifum. Hannes Pétursson, Jón Thors, Ólafur Stefán Sigurðsson. Jón Pétur Ragnarsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi ávallt ég mun elska þig nú er ég í kafi af ást því þú elskar mig. Hárið þitt hvíta lýsir upp hjartað mitt þegar vindurinn er að fara að bíta sé ég brosið þitt. (Höf. Ólöf Erna) Ólöf Erna. Orð úr Biblíunni: Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, held- ur hafi eilíft líf. Elsku afi, ég elska þig út af Daníel Pétursson ✝ Daníel Pét-ursson fædd- ist 8. febrúar 1932. Hann lést 21. janúar 2016. Útför Daníels fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. lífinu. Ég hlakka til að sjá þig. Ég hefði átt að hafa betri stund með þér. Takk fyrir allt sem þú ert búinn að gefa og gera fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þér. Það eru margir hlutir sem mig lang- ar til að segja en ég kem því ekki fyrir. Sé þig á endanum. Láttu fara vel um þig, Guð blessi þig. Kveðja, Daníel. Fjallkonan fríð það var hún framkvæmdastjóri líka. Hnyttin, og kærleikurinn af henni skein höfðingi heim að sækja. Adda frænka var engri lík það er svo margt að þakka. (HHS) Hjördís Hugrún Sigurðardóttir. Gerður Helga Hjörleifsdóttir ✝ Gerður Helga Hjörleifsdóttir fæddist 29.mars 1927. Hún lést 13. desember 2015. Útför Gerðar fór fram 29. desember 2015. Mig langar að minnast minnar elskulegu frænku, Bergþóru Berg- þórsdóttur, í fáein- um orðum. Beggý, eins og hún var kölluð, var einstök manneskja sem ég get aldrei fullþakkað að hafa fengið að njóta samvista við. Við Beggý vorum systkina- börn, pabbi minn, Gunnar Gunn- arsson, og mamma Beggýjar, Björg Gunnarsdóttir, voru systkini. Hún og hennar fjöl- skylda voru eina fólkið af minni föðurætt, sem ég hef kynnst að Bergþóra Bergþórsdóttir ✝ Bergþórafæddist 7. októ- ber 1936. Hún lést 7. febrúar 2016. Útförin fór fram 16. febrúar 2016. einhverju ráði, því miður. Beggý reyndist mér afar góð alla tíð og af henni lærði ég margt um lífið. Að fylgjast með henni beita þori, kjarki og þraut- seigju ásamt enda- lausri ást og um- hyggju bæði við menn og dýr, eink- um þá sem minna máttu sín, var mér gott veganesti sem ég mun búa að alla tíð. En ég hefði ekki viljað vera andstæðingur hennar, hún gaf þeim ekkert eftir fremur en sjálfri sér. Mikið sem ég hef alltaf dáðst að þessari konu og óskað þess að hafa eitthvað af þessum sterku eiginleikum hennar. Aldrei skildu leiðir okkar svo, hvort sem var í símanum eða að við hittumst augliti til auglitis, að ég fylltist ekki þakklæti, aðdáun og undrun yfir því hvernig hún höndlaði aðstæður sínar bæði til orðs og æðis. Og ef ég fór að vorkenna henni var gjarnan viðkvæðið: það gæti verið verra. Um tvítugt, þá nýgift sínum góða manni, Sigurði Gestssyni, og með lítið barn, fékk hún svo- kallaða Akureyrarveiki og lam- aðist alveg. Það hlýtur að hafa verið mikil raun. Hún sagði mér seinna að læknirinn sinn hefði ögrað henni með spurningunni: Bergþóra, viltu ekki komast í hjólastólinn? Ég sé hana fyrir mér einbeitta á svip og með eld í augunum, eins og hún var alltaf, ef mikið lá undir. Jú auðvitað svaraði hún, undrandi á þessari spurningu. Og með þrautseigju komst hún í hjólastólinn og gerði gott betur. Hún lagði stólnum og gekk við hækjur nær allra sinna ferða upp frá því, en það tók hana mörg ár að ná því tak- marki. Mottó Beggýjar var: Já, ég þori, get og vil. Hún gerði ótrúlegustu hluti þrátt fyrir fötlun sína, úrbeinaði skrokka og gerði dýrindis kæfu og franskar kartöflur, allt frá grunni eins og þykir svo flott í dag og hún var líka tertusnill- ingur, allt gert af mikilli natni og vandvirkni enda útkoman eftir því. Eins var með alla handavinn- una, útsaum, prjón, jólaskraut og hvað eina af handverki. Engan þekki ég sem hefur saumað öll rúmföt heimilisins alla tíð, annan en hana, né séð annan eins skrúðgarð, sem hún sinnti sitjandi í grasinu. Síðustu ár hefur heilsu henn- ar hrakað mjög, en aldrei bug- aðist hún nei, það gat verið verra. En hún var samt orðin þreytt. Við Gunnar sendum Gesti og Birgi, sonum hennar, og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur Mín elskulega frænka Beggý, hafðu þökk fyrir allt. Ester og Gunnar, Ólafsvík. María Magnús- dóttir, eða Mæja eins og hún var alltaf kölluð, kom inn í líf stórfjölskyldunnar í Asparvík á Ströndum þegar hún réðst sem farkennari í Kaldrananeshreppi 1944. Einn af kennslustöðunum var Asp- arvík þar sem bæði var fyrir fjöldi barna á skólaaldri og þangað komu einnig börn af næstu bæjum og dvöldu þar tíma og tíma úr vetrinum. Í Asparvík voru einnig upp- komnir ungir menn, sem hlutu að líta hýru auga til þessarar glæsilegu kennslukonu. Svo fór að Jón föðurbróðir bar sigur úr býtum og man ég aðeins eftir þeim sem Jonna og Mæju. Þau voru jafnan nefnd í sömu and- ránni sem var svo táknrænt fyrir hversu samrýmd þau voru og sambúðin hlý. Eftir að við Ingibjörg fluttum norður að Hólum í Hjaltadal og síðar einnig á Blönduós urðu kynni okkar við Mæju á Skagaströnd enn nánari. Það styrkti enn frekar vináttuna og sambandið að faðir Mæju, Magnús Björns- son, skáld og fræðimaður á Syðra-Hóli, var náinn vinur Páls Kolka héraðslæknis á Blönduósi, afa Ingibjargar, en hún var að hluta alin upp á Blönduósi hjá afa sínum og ömmu. Fjóla, elsta barn Mæju og Jonna, var fædd um mánuði á eftir Ingibjörgu og hafði Mæja gaman af að rifja það upp þegar Guðbjörg, kona Páls, kom með litlu stúlkuna mán- María Magnúsdóttir ✝ Jóhanna MaríaMagnúsdóttir fæddist 1. maí 1919. Hún lést 2. febrúar 2016. María var jarð- sungin 20. febrúar 2016. aðargamla til hennar þar sem hún lá á sæng á spítalanum á Blönduósi með Fjólu, sitt fyrsta barn. Mæja var fróð og afar minnug. Var gaman að hlusta á hana segja frá mönnum og málefnum, ekki að- eins liðnum árum, heldur einn- ig dægurmálum hvers tíma. Hún hafði sínar skoðanir á þeim. Það geislaði af Mæju mann- gæskan og hlýjan. Það sáu allir vel, hvort sem það voru blómin og trén í garðinum eða barna- börnin sem sóttu í að vera hjá ömmu sinni. Hún var svo sann- arlega með græna fingur eins og stundum er sagt. María var kærleiksrík og hlý og með stóran faðm: „Mikið er gott að sjá ykkur, komið endi- lega inn fyrir.“ Það voru allir svo hjartanlega velkomnir. Óð- ara var borið fram kaffi og gjarnan nýbakaðar pönnukökur og annað góðgæti. Ég minnist þess hvað við fórum bæði sæl og ánægð frá heimsóknunum til hennar. Stóra brosið hennar Mæju fylgdi okkur til dyra. „Það þarf fólk eins og þig,“ söng listamaðurinn Rúnar Júlíusson í minningu látins vin- ar. Þau orð eiga vel við þegar við minnumst kynna okkar og starfa Mæju hér á jörð. Kærar þakkir fyrir góðar samveru- stundir og einlæga vináttu. Fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs vin- ar, Maríu Magnúsdóttur kenn- ara og húsmóður á Skaga- strönd. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020 Hetjan okkar, elskandi eiginmaður, sonur, bróðir, dóttursonur og tengdasonur, KÁRI ÖRN HINRIKSSON blaðamaður, Hjallahlíð 25, Mosfellsbæ, fæddur 15.10. 1988, lést á gjörgæsludeild LSH miðvikudaginn 17. febrúar 2016. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð ljóssins í lífi hans, ungu ekkjunnar: 0549-14-401696 kt. 220991-2539. . Júlíana Haraldsdóttir, Erna Arnardóttir, Hinrik Gylfason, Halla Margrét Hinriksdóttir, Halla Mjöll Hallgrímsdóttir, Örn Harðarson, Ingibjörg Einarsdóttir, Haraldur Júlíusson, Ármann Haraldsson, Margeir Haraldsson, Þorbergur Haraldsson. Frændi okkar, GUÐMUNDUR HJÖRLEIFSSON trésmiður, áður til heimilis á Grettisgötu 20a, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 20. febrúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 2. mars klukkan 13. . Hjörleifur G. Bernharðsson, Hugrún Þorsteinsdóttir, Ágústa G. Bernharðsdóttir, Hákon A. Sigurbergsson, Bernharð M. Bernharðsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför AÐALGEIRS PÁLSSONAR, Háagerði 4, Akureyri. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarlið á Landspítalanum við Hringbraut og Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir einstaka alúð og umönnun. . Guðfinna Thorlacius og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÁRUS VALDIMARSSON bóndi, Kirkjubæjarklaustri II, lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum mánudaginn 22. febrúar. . Sólrún Ólafsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Þórarinn Leifsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Sverrir Gíslason, Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.