Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 79

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 79
Finnbogi hóf afskipti af verkalýðs- málum sem stjórnarmaður í Versl- unarmannafélagi Ísafjarðar 1997, var varaformaður Verslunarmanna- félags Ísafjarðar þegar versl- unarmenn þar tóku þátt í stofnun Verkalýðsfélags Vestfirðinga (Verk Vest) í september 2002. Finnbogi var kosinn ritari stjórnar Verk Vest við stofnun og kosinn formaður félagsins árið 2007. Hann sat í stjórn Lífeyr- issjóðs Vestfirðinga fram að samein- ingu sjóðsins við Gildi lífeyrissjóð ár- ið 2015, var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 2010 og 2012, hefur verið formaður orlofs- byggðarinnar í Flókalundi frá 2009 og sinnt trúnaðarstörfum á vettvangi Starfsgreinasambands Íslands, hefur setið þar í framkvæmdastjórn og verið fulltrúi sambandsins í samn- inganefndum og ráðum. Hann er stjórnarmaður í samnorrænum sam- tökum stéttarfélaga starfsfólks í hót- el-, veitinga- og ferðaþjónustugrein- um, NU-HRCT, hefur starfað í nefndum og ráðum á vegum ASÍ og komið að stofnun Starfsendurhæf- ingar Vestfjarða og að uppbyggingu og stofnun VIRK starfsendurhæf- ingarsjóðs. Finnbogi hefur starfað í Lúðra- sveit og Tónlistarskóla Ísafjarðar, karlakórnum Erni, var formaður sóknarnefnd Hnífsdals í sex ár og er varamaður í sóknarnefnd Ísafjarð- arkirkju eftir sameiningu sóknanna. En hafa svona félagsmálatröll nokkurn tíma fyrir önnur áhugamál? „Já, já. Ef áhuginn er fyrir hendi. Ég hef t.d. áhuga á garðyrkju, tón- list, matargerð, ferðalögum, stang- veiði, kajakróðri, golfi og fjall- göngum. Allt fær þetta sitt pláss í þéttri dagskrá að ógleymdri hesta- mennsku sem ég stundaði um árabil. Síðan má ekki gleyma haustferð Vestfirskra gleðipinna til Grunnavík- ur, vaskra drengja sem áttu samleið í Menntaskólanum á Ísafirði 1982-87. Loks sleppi ég ekki árlegri Rjúpna- veiðiferð „Óhittna veiðifélagsins“ inn í Djúp. En þá er nú líklega það helsta upp talið.“ Fjölskylda Kona Finnboga er Fjóla Péturs- dóttir, f. 25.11. 1971, lögmaður. For- eldrar hennar eru Pétur V. Guð- mundsson, f. 9.2. 1939, og Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 17.4. 1942, búsett í Reykjavík. Börn Finnboga eru Jónbjörn Finnbogason, f. 8.7. 1990, nemi í graf- ískri miðlun við LHÍ, búsettur í Reykjavík en sambýliskona hans er Ólafía Kristjánsdóttir lyfjafræð- ingur; Ísak Atli Finnbogason, f. 17.3. 1993, vinnur við Hús frítímans á Sauðárkróki; Matthías Finnbogason, f. 27.5. 1997, fiskvinnslumaður hjá HG í Hnífsdal; Stella Finn- bogadóttir, f. 25.7. 1998, nemi í húsa- smíði við FNV á Sauðárkróki. Dóttir Fjólu er Elísabet Jana Stef- ánsdóttir, f. 24.10. 1993, versl- unarstjóri Geimstöðvarinnar í Reykjavík en maki hennar er Harpa Valdís Þorkelsdóttir. Systkini Finnboga eru Sesselja, f. 11.12. 1953, snyrtifræðingur í Kópa- vogi; Hálfdán, f. 9.2. 1955, sjómaður í Bolungavík; Kristín, f. 6.10. 1956, bankastarfsmaður í Bolungavík; Ragnheiður Ásta, f. 27.7. 1958, búsett á sambýli fatlaðra á Ísafirði; Linda, f. 5.2. 1969, verslunarstjóri í Heilsuhús- inu á Laugavegi. Foreldrar Finnboga voru Svein- björn Stefán Sveinbjörnsson, f. 17.9. 1932, d. 9.8. 2006, múrari, útgerð- armaður og sjómaður í Bolungavík, og Stella Finnbogadóttir, f. 6.8. 1934, d. 18.12. 2014, húsfreyja og versl- unarmaður í Bolungavík. Úr frændgarði Finnboga Sveinbjörnssonar Finnbogi Sveinbjörnsson Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfr. á Meirahrauni Sturla Guðmundsson b. á Meirahrauni í Skálavík Sesselja G.N. Sturludóttir húsfr. í Bolungavík Finnbogi Bernódusson sjóm. og fræðaþulur í Bolungavík Stella Finnbogadóttir verslunarm. í Bolungavík Guðrún Jensdóttir húsmóðir í Bolungavík Bernódus Örnólfsson formaður í Bolungavík Daðey S. E. Daðadóttir húsfr. á Hesti í Hestfirði Hálfdán Einarsson b. á Hvítanesi og Hesti í Hestfirði Kristín Hálfdánardóttir húsfr. á Uppsölum Sveinbjörn Rögnvaldsson b. á Uppsölum við Seyðisfjörð Sveinbjörn S. Sveinbjörnsson múrari og sjóm. í Bolungavík Kristín Guðmundsdóttir húsfr. á Svarfhóli Rögnvaldur Guðmundsson b. á Svarfhóli við Álftafjörð Með konunni Finnbogi og Fjóla. ÍSLENDINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Magnús fæddist á Stokkseyri25.2. 1919. Foreldrar hansvoru Kjartan Ólafsson, verkamaður þar og síðar lög- regluþjónn í Hafnarfirði, og k.h., Sig- rún Guðmundsdóttir húsfreyja. Eiginkona Magnúsar var Kristrún Ágústsdóttir sem lést 2014 en þau eignuðust eina dóttur, Ólöfu. Magnús lauk stúdentsprófi frá MR 1938, var við verkfræðinám í DTH og Polyteknisk Læreanstalt á 1938-40, stundaði norrænunám í Hafnarhá- skóla 1940-43 og síðar við háskólana í Lundi og Stokkhólmi. Magnús skrifaði pólitíska pistla í Þjóðviljann undir heitinu Argur og síðan Austri og var ritstjóri Þjóðvilj- ans 1947-71 eða lengur en nokkur annar. Magnús var fríður sýnum, skap- heitur og mælskur. Styrmir Gunn- arsson, fyrrv. ritstjóri Morgunblaðs- ins, telur Magnús hafa verið einn allra beittasta pólitíska penna síns tíma, enda var hann mikið lesinn og í hann vitnað. Hann varð forystumað- ur sósíalista í Reykjavík vorið 1967 og þingmaður og ráðherra gegnum sín pólitísku skrif. Magnús var varaþm. Hafnfirðinga fyrir Sameiningaflokk alþýðu – Sósí- alistaflokkinn 1950-52 og Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið 1965, alþing- ismaður Reykvíkinga fyrir Alþýðu- bandalagið 1967-78 og var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og iðn- aðarráðherra í fyrra ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar 1971-74. Hann átti sæti í menntamálaráði, var þingkjör- inn fulltrúi Íslands á þingum Norð- urlandaráðs um árabil, sat í orkuráði og á allsherjarþingi SÞ 1978. Magnús samdi nokkrar bækur um heimsmálin og þýddi allmargar bæk- ur og skrifaði auk þess fjölda tíma- ritsgreina, einkum í Rétt. Hann hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar ritstjóra 1967. Magnús veikist fyrst 1971, missti mátt nokkrum árum síðar og gerðist ötull málsvari fatlaðra. Hann skrifaði þá fjölda dagblaðsgreina sem hann birti eingöngu í Morgunblaðinu, enda góðkunningi þeirra Matthíasar Jo- hannessen og Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar. Magnús lést 28.7. 1981. Merkir Íslendingar Magnús Kjartansson 90 ára Áslaug F. Guðmundsdóttir 85 ára Ásdís Kristjánsdóttir Brynjólfur Aðils Aðalsteinsson Guðríður Guðfinna Jónsdóttir Vésteinn Gunnar Magnússon 80 ára Jóhannes Guðmundsson Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir Kristveig Árnadóttir Margrét Rósa Kjartansdóttir Nanna Úlfsdóttir Sigríður Kröyer 70 ára Einar Rafn Haraldsson Guðrún Hlíf Lúðvíksdóttir Hafsteinn Hafliðason Lára Sigríður Rafnsdóttir Ragnar Elbergsson 60 ára Ari Jónsson Ástríður Andrésdóttir Friðbjörg K. Hallgrímsdóttir Heiðrún Pétursdóttir Karl Vilhelm Halldórsson Róbert Rósmann Tómas S. Þorsteinsson Valgeir Valgeirsson Þórir Magnússon 50 ára Aðalheiður Bergfoss Auður Smith Finnbogi Sveinbjörnsson Halldóra Ingibergsdóttir Hélder António Franco Santos Jón Gretar Jónsson Kristín B. Gunnarsdóttir Kristín Ögmundsdóttir Miroslaw Wieslaw Radaj Páll Pálsson Sigrún Linda Þorgeirsdóttir Soffía Guðnýjardóttir Svala Rún Sigurðardóttir Svavar Örn Sigurðsson Sæmunda Ósk S. jeldsted Viðar Þórhallsson 40 ára Agða Ingvarsdóttir Birkir Már Árnason Helena Magnúsdóttir Jens Davíðsson María Karen Ólafsdóttir Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Sigurður Eyþór Frímannsson Valdís Jónsdóttir 30 ára Alicja Stoklosa Berglind Andrésdóttir Bobby Lee Riley Elín Ágústsdóttir Gunnar Björn Guðmundsson Helga Þórunn Harðardóttir Hrund Pálsdóttir Ívar Már Markússon Jón Birgir Jónsson Jón Eyberg Bjarnason Sigurlaug Eva Gísladóttir Til hamingju með daginn 30 ára Hrund ólst upp í Grundarfirði og í Þorláks- höfn, býr í Dalbæ í Hruna- mannahreppi, lauk B.Sc- prófi í viðskiptafræði frá HÍ, starfar við Landsbank- ann og er í fæðingarorlofi. Maki: Oddur Ólafsson, f. 1987, bóndi á Hrepp- hólum. Sonur: Hörður Óli Odds- son, f. 2015. Foreldrar: Jóhanna Erla Ólafsdóttir, f. 1956, og Páll Harðarson, f. 1954. Hrund Pálsdóttir 30 ára Gunnar Björn ólst upp í Stykkishólmi, er bú- settur þar, stundaði nám í járnsmíði við FVA og er nú járnsmiður hjá Skipavík í Stykkishólmi. Bræður: Guðmundur Sævar, f. 1984, og Krist- inn Einar, f. 1994. Foreldrar: Guðmundur Kristinsson, f. 1960, járn- smiður í Skipavík, og Birna Sævarsdóttir, f. 1962, húsfreyja. Þau búa í Stykkishólmi. Gunnar Björn Guðmundsson 40 ára Eyþór býr á Sel- fossi, lauk prófi í við- skiptafræði og starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Maki: Guðbjörg Kristjáns- dóttir, f. 1977, grunn- skólakennari. Synir: Arnór Bjarki, f. 2001; Birkir Hrafn, f. 2006, og Einar Jökull, f. 2011. Foreldrar: Frímann Helgason, f. 1948, og Elsebeth Elíasdóttir, f. 1953. Eyþór Frímannsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón - vinnufatnaður ogöryggisskór. Vertuvel til fara í vinnunni! 10.472kr. 13.831kr. 8.143kr. 7.661kr. 10.039kr. 11.831kr. 17.846kr. 8.143kr. 10.472kr. 21.193kr. 17.650kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.