Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16
www.facebook.com/gaborserverslun
Dömuskór
í úrvali
Gæði & glæsileiki
hann lék í í Tjarnarbíói. Samhliða
leikstjórn Gripahússins þá leikur
Bjartmar með leikhópnum Improv
Íslands sem treður upp í Þjóðleik-
húskjallaranum.
„Mig langað alltaf að skrifa verk
um fólk sem er fast í hringrás sem
það nær ekki að rjúfa. Ég ætlaði að
skrifa meira um eitthvað sem leitaði
meira inn á við og væri jafnvel enn
dramatískara. Þegar ég fór að vinna
verkið þá kallaði ástandið í sam-
félaginu á Íslandi á mig. Við erum
með heilt samfélag sem lærir ekki af
mistökum. Og tekst ekki að rjúfa
vondan spíral eða hringrás sem það
er fast inn í. Íslenska gullæðið kom
sterkt til mín og þessar skýjaborgir
sem eru byggðar upp öðru hvoru,
allt er blásið upp, og reynast svo
vera bólur sem springa. Þessi fjöl-
skylda er þannig, ginnkeypt fyrir
nýjungum og nýjum viðskiptatæki-
færum,“ segir Bjartmar um leikritið
en vill þó ekki gefa of mikið upp.
Hugmyndin að verkinu hefur
gerjast í þónokkurn tíma með Bjart-
mari. Árið 2014 þá byrjaði hann að
skrifa verkið af krafti þegar hann
fékk aðstöðu til að vinna að verkinu í
Tjarnarbíói. „Ef mér skjátlast ekki
þá er þetta fyrsta verkið sem er
unnið frá grunni í húsinu og ratar
svo á svið. Hann bætir við að Tjarn-
arbíó sé orðið alhliða listamiðstöð
þar sem hlutir geta fengið að fæðast
frá grunni. Bjartmari er greinilega
margt til lista lagt en hann er einnig
bókmenntafræðingur að mennt og
lúrir víst á ýmsum hugmyndum að
leikverkum. „Ég hef alltaf verið
töluvert textasinnaður og grúska
mikið í texta. Ég ólst upp við mikinn
lestur og það eru mörg skúffuskáld i
fjölskyldunni og líka þó nokkrir sem
hafa gefið út verk sín.“
Leikritshöfundur og leikstjóri
Spurður hvernig gangi að leik-
stýra eigin verki segir hann það
ganga merkilega vel. „En þetta er
ekki einfalt og ekki það auðveldasta
sem maður kemst í. Maður kemur
ekki með eins ferska sýn að þessu
en á móti kemur að maður býr yfir
mikilli innsýn inn í verkið. Þetta hef-
ur sína kosti og galla,“ segir Bjart-
mar. Hann játar þó að það sé mikil
vinna að standa í þessu. „Ég set
þetta upp mikið sjálfstætt og ég er
eiginlega núna í 800% starfi meðan á
þessu stendur. Þetta er hálfgerð
klikkun en maður væri ekki í þessu
nema að þykja það gaman,“ segir
hann og hlær.
Um það hvaða þáttur við leik-
húslífið togar mest í hann, leik-
ritaskrif, leikstjórn eða hreinlega að
leika uppi á sviði, segist hann ekki
geta gert upp á milli.
„Mér finnst þetta allt spennandi.
Ég þrífst best í tilbreytingunni. Ég
get ekki neitað því að leikstjóra-
hlutverkið kallar alltaf gríðarlega
sterkt á mig. Ég kýs stundum að
skilgreina mig út frá því að mér
finnst ofboðslega gaman að segja
sögur.“
Spennandi blanda af leikurum
Leikarahópurinn í Gripahúsinu er
samansettur af leikurum menntuð-
um hér heima og erlendis, reyndum
og nýútskrifuðum.
Bryndís Petra Bragadóttir, sem
leikur móðurina í verkinu er líklega
sú leikreyndasta en hún útskrifaðist
um miðjan 9. áratuginn úr Leiklist-
arskóla Íslands. Albert Halldórsson
er nýútskrifaður úr LHÍ og er þetta
fyrsta verkið sem hann tekst á við í
atvinnuleikhúsi. Sveinn Óskar Ás-
björnsson er einnig tiltölulega ný-
úskrifaður. Sigríður Björk Bald-
ursdóttir útskrifaðist á sama tíma
og Bjartmar úr leiklistarnámi í
Bretlandi fyrir nokkrum árum.
„Þetta er góð blanda af leikurum
sem fólk hefur ekki mikið séð til.
Það er spennandi að því leyti að þá
koma áhorfendur ekki inn með fast-
mótaða hugmynd og væntingar til
persónanna. Oft hefur maður séð
sömu leikarana í svipuðum hlut-
verkum og þá gerir maður sér hug-
myndir um það hvert leikritið mun
fara, út frá því hver leikur hlut-
verkið,“ segir Bjartmar.
Fast í hringrás vanans
Gripahúsið nýtt leikrit eftir Bjart-
mar Þórðarson frumsýnt í Tjarnarbíói
Morgunblaðið/RAX
Höfundur „Þegar ég fór að vinna verkið þá kallaði ástandið í samfélaginu á Íslandi á mig. Við erum með heilt sam-
félag sem lærir ekki af mistökum,“ segir Bjartmar Þórðarson, höfundur Gripahússins sem hann leikstýrir einnig.
Ljósmynd/Ragnheiður Maísól
Gripahúsið Bjartmar segir kost að ekki hafi margir séð til leikarana og eru
því ekki með fastmótaðar hugmyndir um frammistöðu þeirra.
BAKSVIÐ
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Leikritið Gripahúsið eftir Bjart-
mar Þórðarson verður frumsýnt í
Tjarnarleikhúsinu á morgun.
Verkið er svört kómedía sem segir
frá fjölskyldu, einstæðri móður
ásamt þremur börnum hennar, og
búa þau á leigubýli í afskekktri
sveit. Mikið ósamkomulag er á
heimilinu og ekkert er eins og það
lítur út fyrir að vera á yfirborðinu
og fortíðardraugar láta á sér
kræla.
„Fjölskyldan er að vissu leyti
eins og smækkuð mynd af íslensku
þjóðinni. Þau búa á sveitarusla-
haug innan um flatskjái og fót-
anuddtæki en eru samt fátæk. Í
rauninni fjallar verkið um þessa
hringrás fátæktar, skýjaborga og
hruns. Fólk keyrir sig upp í skýja-
borgir sem ekkert er á bak við og
þegar það kemst að því þá fer það
aftur niður á botninn. Þessi hrun-
hugsunarháttur er ástand sem
samfélagið virðist vera að sigla aft-
ur inn í. Það sést í fjölmiðlum, t.d.
bankakerfinu. Þetta er ákveðin
hegðun eins og fólk hafi ekkert
lært af hruninu. Það er ríkt þema í
verkinu, að læra ekki af mistök-
unum og endurtaka sama hlutinn
aftur og aftur og búast við nýjum
niðurstöðum,“ segir Bjartmar
Þórðarson leikritshöfundur og
leikstjóri verksins.
Titillinn verksins, Gripahúsið,
vísar til gripahússins sem persón-
urnar eiga og sjá út um stofu-
gluggann. Það er að hruni komið
en persónurnar virðast ekki búa
yfir neinni döngun til að laga það
en það er táknrænt fyrir persón-
urnar.
Gripahúsið er fyrsta leikritið
sem Bjartmar skrifar fyrir at-
vinnuleikhús og er sett á svið.
Hann hefur áður skrifað leikgerðir
fyrir áhugaleikhús og einnig þýtt
leikrit, t.d. einleikinn Skepnu sem
Afkomendur sænska rithöfund-
arins Astrid Lindgren hafa samið
við danska útgefandann Gyldendal
um að gefa út allar bækur skáld-
konunnar í rafrænu formi. Gyld-
endal verður þannig fyrsti bókaút-
gefandinn í heiminum til að gera
allt höfundarverk Lindgren að-
gengilegt í tölvutæku formi, en titl-
arnir eru ríflega fjörutíu. Til þessa
hafa aðeins tíu vinsælustu bækur
Lindgren verið aðgengilegar sem
rafbækur á dönsku.
Í frétt um málið í danska dag-
blaðinu Politiken er á það bent að
bókabransinn hafi breyst allnokkuð
síðan Lindgren lést árið 2002. Upp-
gjör frá 2007 sýnir t.d. að 60% af
tekjum fyrirtækisins Saltkråkan,
sem heldur utan um höfundarrétt-
inn, komu til vegna sölu á bókum í
pappírsformi, en í dag hefur þetta
hlutfall lækkað niður í 50%. „20% af
tekjunum koma í dag frá leik-
húsum, en kvikmyndir og tónlist
skila 10% og alls kyns varningur
20%,“ segir Olle Nyman, barnabarn
Lindgren og framkvæmdastjóri
Saltkråkan.
Danski rithöfundurinn Jens And-
ersen, sem skrifaði rómaða ævi-
sögu um Lindgren sem nefnist
Denne dag, et liv og stuðst var við í
samnefndum sænskum sjónvarps-
þáttum sem sýndir voru á RÚV á
síðasta ári, telur samning erfingj-
anna snjallan þar sem bókin sé á
undanhaldi og mikil sóknarfæri á
rafbókamarkaði. „Hægt væri að
þróa gagnvirkar útgáfur af bók-
unum um Línu Langsokk og Emil í
Kattholti fyrir snjallsíma og spjald-
tölvur,“ segir Andersen.
Olle Nyman vísar því á bug að
bókin í pappírsformi sé á und-
anhaldi. „Hver ný kynslóð vill eiga
sína útgáfu af bókum Lindgren og
þó þær gangi oft í arf milli kynslóða
bætast alltaf við ný börn sem þurfa
sínar útgáfur,“ segir Nyman, en
Saltkråkan á nú í viðræðum um út-
gáfu bóka Lindgren í rafrænu
formi í Kína, Þýskalandi og Banda-
ríkjunum. Samkvæmt frétt Politi-
ken skilar Saltkråkan árlega arði
sem nemur um 30 milljónum
sænskra króna sem samsvarar
rúmlega 456 milljónum ísl. kr.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ástsæl Astrid Lindgren.
Allar bækur Lindgren
í rafrænu formi